Grænt ljós á hóptíma í ræktinni og íþróttakeppni frá 13. janúar

Tuttugu manns mega koma saman 13. janúar, að öllu óbreyttu. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir í samfélaginu vegna sóttvarnaráðstafana.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Frá 13. jan­úar munu 20 manns mega koma saman í stað 10 nú, opnað verður fyrir hópa­tíma í lík­ams­rækt­ar­stöðvum með miklum smit­vörnum og skíða­svæði fá að opna. Einnig verða bæði íþrótta­æf­ingar og -keppni heim­il­að­ar, en engir áhorf­endur verða leyfðir á leikj­u­m. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins, en rík­is­stjórnin sam­þykkti í morgun nýja reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­varna­ráð­staf­an­ir, sem byggja á til­lögum Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is.

Fjölda­mörk í sviðs­listum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 full­orðnir og 100 börn. Á­form­aðar breyt­ingar taka gildi 13. jan­úar og gilda til 17. febr­úar næst­kom­andi.

Auglýsing

„Rétt­læt­an­legt að slaka á“

„Þar sem að vel hefur gengið að halda far­aldr­inum í skefjum inn­an­lands þá tel ég á þess­ari ­stundu rétt­læt­an­legt að slaka á nokkrum tak­mörk­un­um,“ segir Þórólfur sótt­varna­læknir í minn­is­blaði sínu til ráð­herra. 

Hann bendir þó á að hafa beri í huga að far­ald­ur­inn er í mik­illi upp­sveiflu erlend­is, m.a. vegna til­komu nýs afbrigðis SAR­S-CoV-2 veirunnar sem kallað er „breska afbrigð­ið“. Það er talið tölu­vert meira smit­and­i.

Breyt­ingar á landa­mærum til skoð­unar

Heil­brigð­is­ráð­herra sagði í hádeg­is­fréttum RÚV að verið væri að skoða breytt fyr­ir­komu­lag á landa­mærum, vegna þeirrar hættu sem talin er stafa af hinu svo­kall­aða „breska afbrigði“ veirunn­ar.

Hún nefndi að sér­stak­lega væri verið að skoða hvort skylda ætti alla sem kjósa að fara í 14 daga sótt­kví fremur en skimun til þess að dvelja þessa 14 daga í far­sótt­ar­hús­um.

Ein­ungis tvö inn­an­lands­smit greindust í gær og voru báðir ein­stak­lingar í sótt­kví við grein­ingu.

Helstu breyt­ingar eru þess­ar:

  • Almennar fjölda­tak­mark­anir verða 20 manns.
  • Heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðvar: Starf­semi verður heimil með ströngum skil­yrð­um. Fjöldi gesta má að hámarki vera helm­ingur þess sem kveðið er á um í starfs­leyfi, eða helm­ingur þess sem bún­ings­að­staða gerir ráð fyrir ef gesta­fjölda er ekki getið í starfs­leyfi. Ein­ungis er leyfi­legt að halda skipu­lagða hóp­tíma þar sem hámarks­fjöldi í hverjum hópi eru 20 manns og gestir í hvern tíma skráð­ir. Bún­ings­klefar skulu vera lok­að­ir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gesta­fjölda. Sótt­varna­læknir mun setja fram ýtar­legar leið­bein­ingar um sótt­varnir á heilsu- og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um.
  • Íþrótta­æf­ing­ar: Íþrótta­æf­ingar barna og full­orð­inna verða heim­ilar með og án snert­ingar inn­an- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rým­i. 
  • Íþrótta­keppn­ir: Íþrótta­keppnir barna og full­orð­inna verða heim­ilar en án áhorf­enda.
  • Skíða­svæði: Skíða­svæðum verður heim­ilt að hafa opið með tak­mörk­unum sam­kvæmt reglu 4 í útgefnum reglum skíða­svæð­anna í land­inu. Í skíða­lyftum skal tryggt að þeir sem eru einir á ferð þurfi ekki að deila lyftu­stól með öðrum, halda skal tveggja metra nálægð­ar­mörk og sömu reglur gilda um grímunotkun og ann­ars stað­ar.
  • Sviðs­list­ir, bíó­sýn­ingar og aðrir menn­ing­ar­við­burðir: Á sviði mega vera allt að 50 manns á æfingum og sýn­ing­um. And­lits­grímur skulu not­aðar eins og kostur er og tveggja metra nálægð­ar­tak­mörkun virt eftir föng­um. Sitj­andi gestir í sal mega vera allt að 100 full­orðnir og 100 börn fædd 2005 og síð­ar. Gestir skulu sitja í sætum sem skráð eru á nafn og full­orðnir eiga að bera grímu.Fréttin hefur verið upp­færðÁður kom fram í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins að breyt­ing yrði á tak­mörk­unum í versl­un­um, en svo er ekki. Reglur hvað versl­anir varðar óbreyttar og mega þær áfram taka við 5 við­skipta­vini á hverjum 10 fer­metrum, en þó 100 manns að hámarki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent