Ísrael búið að gera samning við Pfizer, eins og Ísland vonast eftir

Forsætisráðherra Ísraels segist hafa náð samningi við Pfizer um að selja ríkinu nægt bóluefni til að bólusetja alla Ísraela fyrir lok mars. Í staðinn fær Pfizer tölfræðigögn frá Ísrael, sem hefur bólusett 18 prósent landsmanna til þessa.

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra segist hafa náð samningum við Pfizer með því að tala 17 sinnum beint við forstjóra lyfjarisans í síma.
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra segist hafa náð samningum við Pfizer með því að tala 17 sinnum beint við forstjóra lyfjarisans í síma.
Auglýsing

Benja­mín Net­anjahú for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els til­kynnti á blaða­manna­fundi í gær að allir ísra­elskir rík­is­borg­ar­ar, 16 ára og eldri, gætu fengið bólu­setn­ingu fyrir lok mars, sam­kvæmt samn­ingi sem hann hefði náð við for­stjóra lyfj­aris­ans Pfiz­er. 

Sam­kvæmt frétt mið­ils­ins Times of Isr­ael snýst samn­ing­ur­inn um að Ísr­ael verði „fyr­ir­mynd­ar­land“ Pfiz­er, sem myndi fá töl­fræði­gögn um virkni bólu­efn­is­ins í land­in­u.

Svip­aðar hug­myndir hafa verið viðr­aðar af Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varna­lækni og Kára Stef­áns­syni for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar og greint var frá því fyrir jól að þeir hygð­ust funda saman með for­svars­mönnum Pfizer núna í upp­hafi nýs árs.

Sótt­varna­læknir hefur sagt að hug­mynd að því að Ísland gæti orðið „rann­­sókn­­ar­­setur fyrir fasa IV rann­­sókn þar sem að stærsti hluti þjóð­­ar­innar yrði bólu­­settur á stuttum tíma“ hafi verið „viðruð í tölvu­­pósti sótt­­varna­læknis til full­­trúa Pfiz­er“ þann 15. des­em­ber.

Sautján sím­töl

Net­anjahú sagði frá því á blaða­manna­fundi að hann hefði kom­ist að sam­komu­lagi við Pfizer með hvorki fleiri né færri en sautján sím­tölum við Albert Bour­la, for­stjóra lyfj­aris­ans. 

„Við getum gert þetta af því að heil­brigð­is­kerfi okkar er á meðal þeirra þró­uð­ustu í heim­i,“ hefur Times of Isr­ael eftir for­sæt­is­ráð­herr­an­um.

Auglýsing

Hann full­yrti að allir Ísra­elar yfir 16 ára aldri ættu að geta fengið bólu­setn­ingu fyrir lok mars­mán­að­ar. Ef ekk­ert óvænt kæmi upp á gætu Ísra­elar haldið upp á páska­há­tíð gyð­inga þann 27. mars með stór­fjöl­skyld­unni.

Palest­ínu­menn skildir eftir

Íbúar í Ísr­ael eru tæp­lega 9 milljón tals­ins, en til við­bótar búa fleiri en 5 millj­ónir manna á hernumdum svæðum Palest­ínu­manna, Vest­ur­bakk­an­um, Aust­ur-Jer­úsalem og Gaza-­strönd­inn­i. 

Ísra­elar hafa ekki í hyggju að bólu­setja Palest­ínu­menn með bólu­efn­inu sem kemur frá Pfiz­er. Það hefur verið harð­lega gagn­rýnt og bent hefur verið á að Ísra­elar verði sam­kvæmt alþjóða­lögum að sjá fólk­inu á hernumdu svæð­unum fyrir nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Því hafa stjórn­völd í Ísr­ael neitað og sagt heima­stjórn Palest­ínu­manna bera ábyrgð á bólu­setn­ing­um.

Heima­stjórnin treystir sam­kvæmt frétt mið­ils­ins Mondoweiss á að fá bólu­efni í gegnum bólu­efna­sam­starf Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO). Það mun taka lengri tíma.

Pfizer var búið að fal­ast eftir gögnum frá Ísr­ael

Eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega hefur Ísr­ael farið hratt af stað í bólu­setn­ing­unni, hraðar en nokkuð annað ríki heims. 

Fyrir viku síðan var búið að bólu­setja milljón manns og í gær var búið að bólu­setja tæp­lega 1,6 milljón manna, eða tæp 18 pró­sent Ísra­ela, sam­kvæmt frétt Bloomberg. Hlut­falls­lega er það miklu mun meira en í nokkru öðru landi.

Í frétt Times of Isr­ael segir að greint hafi verið frá því í öðrum miðlum að Pfizer hafi fal­ast eftir því að fá gögn frá Ísr­ael um virkni bólu­setn­ing­anna, en Ísr­ael hafi neitað lyfj­aris­anum um aðgang að gögnum um bólu­setn­ing­arnar – þar til í gær.

Í stað­inn fyrir að láta gögn af hendi og gera Pfizer kleift að fylgj­ast með og rann­saka fær Ísr­ael meira af bólu­efni frá Pfizer og fyrr en áætlað var.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fréttin hefur verið upp­færð með upp­lýs­ingum sem varða bólu­setn­ingar Palest­ínu­manna á hernumdum svæðum Vest­ur­bakk­ans, Aust­ur-Jer­úsalem og Gaza.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Á þriðja tug barna yngri en sex ára eru í einangrun á Íslandi.
24 börn yngri en sex ára með COVID-19
Tíu börn á aldrinum 0-5 ára greindust með kórónuveiruna í gær. Samtals eru því 24 börn í þessum aldurshópi í einangrun með COVID-19. Einn einstaklingur á áttræðisaldri greindist einnig í gær.
Kjarninn 20. apríl 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Valkostir lagabreytinga vegna reglna á landamærum ræddar í ríkisstjórn
Lagabreytingar tengdar sóttvarnareglum á landamærum voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Heilbrigðisráðherra hyggst boða til blaðamannafundar í dag.
Kjarninn 20. apríl 2021
Björn Leví Gunnarsson
Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu
Kjarninn 20. apríl 2021
Meirihluti kjósenda sjö af átta flokkum á Alþingi vilja að lögum verði greitt til að heimila að hægt verði að skikka komufarþegar til vistar á sóttvarnahóteli.
Andstaða við að skikka fólk á sóttvarnahótel mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Á meðal kjósenda Framsóknarflokksins og Vinstri grænna er 70 til 73 prósent stuðningur við það að breyta sóttvarnarlögum til að skikka komufarþega í sóttkví á hóteli. Innan Sjálfstæðisflokksins er meiri stuðningur við mildari aðgerðir.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent