Hækka veðhlutfall og lækka vexti

Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.

Hús
Auglýsing

Óverð­tryggðir breyti­legir vextir verða lækk­aðir hjá Gildi líf­eyr­is­sjóði um 20 punkta og verð­tryggðir breyti­legir vextir um 10 punkta. Breyt­ingin mun taka gildi 5. febr­úar næst­kom­andi.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá líf­eyr­is­sjóðnum en breyt­ingar voru gerðar á lána­reglum Gildis á fundi stjórnar sjóðs­ins þann 21. jan­úar síð­ast­lið­inn.

Einnig mun veð­hlut­fall lána hækka úr 70 pró­sentum í 75 pró­sent. Eftir breyt­ing­una fá sjóð­fé­lagar grunn­lán fyrir allt að 65 pró­sent af virði eignar í stað 60 pró­sent áður. Ofan á það geta sjóð­fé­lagar fengið við­bót­ar­lán upp í 75 pró­sent af virði eign­ar.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að síð­ustu mán­uði hafi upp­greiðslur lána hjá líf­eyr­is­sjóðum verið tals­vert umfram nýjar lán­veit­ing­ar. Með breyt­ing­unni á lána­reglum og vaxta­kjörum nú vilji stjórn Gildis bregð­ast við þess­ari þró­un.

Breyt­ingin á veð­hlut­falli lána hefur þegar tekið gildi en ný vaxta­tafla mun taka gildi 5. febr­úar næst­kom­andi, eins og áður seg­ir.

Tafla: Gildi lífeyrissjóður

„Lands­mönnum hafa síð­ustu ár boð­ist lán á allt öðrum og betri kjörum en áður þekkt­ist og það má að stærstum hluta rekja til sterkrar inn­komu líf­eyr­is­sjóða á lána­mark­að­inn á árunum 2015 til 2016. Síð­ustu mán­uði hafa bank­arnir náð að bregð­ast við, lækkað vexti á lánum sín­um, og orðið ráð­andi á fast­eigna­lána­mark­aði á ný. Með breyt­ing­unni nú vill Gildi bregð­ast við þess­ari þróun og bjóða upp á lán á kjörum sem eru að fullu sam­keppn­is­hæf.

Breyt­ingin gefur kost á hærri lán­töku sem sér­stak­lega mun koma fyrstu kaup­endum íbúða, yngra fólki og tekju­lágu, til góða. ­Reynslan sýnir að veð­lán eru hag­kvæmur eigna­flokkur í eigna­safni Gildis og þar fara saman hags­munir sjóð­fé­laga og lán­tak­enda,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent