Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt

Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.

Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Auglýsing

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) hefur til þessa sam­þykkt áform bygg­ing­ar­að­ila um bygg­ingu alls 950 íbúða sem telj­ast hag­kvæmar í skiln­ingi laga um hlut­deild­ar­lán. Þar af hafa áform um 362 hag­kvæmar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verið sam­þykkt af HMS.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um stöðu og þróun hús­næð­is­mark­aðs á Íslandi, sem kynnt var á hús­næð­is­þingi sem fram fer í dag. Þar eru birtar töflur um vænt með­al­sölu­verð þess­ara hag­kvæmu íbúða og með­al­stærð þeirra.

Þegar horft er á landið allt eru lang­flestar sam­þykktar íbúðir með tveimur svefn­her­bergj­um, eða nærri helm­ingur allra þeirra íbúða sem eru í áformunum sem sam­þykkt hafa ver­ið. Með­al­stærð íbúð­anna er 79,1 fer­metri og með­al­verð 36,7 millj­ónir eða um 460 þús­und krónur á fer­metra. Samþykktar íbúðir sem falla undir skilmála hlutdeildarlána á landinu öllu, stærð þeirra og vænt söluverð. Mynd: HMSÍ annarri töflu er vikið að höf­uð­borg­ar­svæð­inu sér­stak­lega, en þar eru íbúð­irnar að með­al­tali minni og dýr­ari. Með­al­sölu­verð þeirra 183 tveggja svefn­her­bergja íbúða sem sam­þykktar hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þannig 43,25 millj­ónir króna en þegar horft er yfir landið allt er með­al­verð hag­kvæmrar íbúðar í sama stærð­ar­flokki 37,3 millj­ónir króna.Íbúðirnar sem áformaðar eru sem hagkvæmar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru bæði að meðaltali minni og dýrari. Mynd: HMSÍ skýrslu HMS segir að skipu­lag sveit­ar­fé­laga og lóða­fram­boð eigi stóran þátt í hag­kvæmri upp­bygg­ingu íbúða. „Íþyngj­andi skil­málar geta sett hönn­uðum ákveðin tak­mörk við að ná fram sem hag­kvæm­astri hönnun og við val á lausnum á bygg­ing­ar­reitn­um,“ segir í umfjöllun í skýrsl­unni.

Auglýsing

Þar segir einnig að mik­il­vægt sé að „auka skil­virkni í afgreiðslu skipu­lags­yf­ir­valda svo ekki verði óþarfa tafir á fram­leiðslu íbúða,“ og að tafir í afgreiðslu geti leitt til „hærri fjár­magns­kostn­aðar en nauð­syn­legt er sem leiðir til hærra íbúða­verðs og þar með hærri hús­næð­is­kostn­aðar fyrir almenn­ing.“

Einnig er sagt mik­il­vægt að lóða­fram­boð sveit­ar­fé­laga sé „gott og fjöl­breytt,“ þar sem skortur á lóðum geti leitt til hærri stofn­kostn­aðar íbúða þar sem eft­ir­spurn er mik­il.

Óupp­fyllt íbúða­þörf á land­inu á milli 3.200 til 4.850 íbúðir nú

Ný íbúða­þarfa­grein­ing frá HMS er einnig í skýrsl­unni, en þar er lagt mat á hversu mikil óupp­fyllt íbúða­þörf sé á Íslandi í dag. Með óupp­fylltri íbúða­þörf er átt við að fram­boð íbúða sé ekki í sam­ræmi við und­ir­liggj­andi þörf heim­il­anna miðað við mat á íbúa­fjölda, heim­il­is­gerð og ald­urs­sam­setn­ingu, en ekki að sam­svar­andi íbúa­fjöldi sé hús­næð­is­laus eða í hús­næð­is­hraki.

Núna í upp­hafi árs er það mat HMS að óupp­fyllt íbúða­þörf á Íslandi sé á bil­inu 3.200-4.850 íbúðir og er hún því að lækka um 1.700 íbúðir á milli ára. 

„Helstu ástæður fyrir því eru þær að útreikn­aður fjöldi heim­ila, miðað við mann­fjölda­tölur Hag­stof­unnar og áætl­aða heim­ila­sam­setn­ingu, eykst tals­vert minna en fjölgun hús­næðis á milli ára, en fjölgun hús­næðis nam rúm­lega þrjú þús­und íbúðum í lok árs 2020 á land­inu öllu miðað við um 1.900 heim­il­i. 

Bygg­ing­ar­magn árs­ins 2020 náði því að vinna upp tals­vert af óupp­fylltu íbúða­þörf­inni á því ári og vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hefur tals­vert dregið úr fólks­fjölgun miðað við síð­ustu ár, en á móti því kemur að fjöldi íbúða sem voru áður alfarið í skamm­tíma­leigu hafa bæst við fram­boð íbúð­ar­hús­næðis og lækka þar með þörf­ina þó nokk­uð.

Óvíst er hversu hratt mark­aður fyrir skamm­tíma­leigu­hús­næði til ferða­manna mun vaxa á ný á næstu árum vegna tölu­verðrar óvissu í efna­hags­málum og áfram­hald­andi bar­átt­u við far­sótt­ina. Auk þess hefur mikið verið fjár­fest í upp­bygg­ingu hót­ela á síðust­u árum sem mun lík­lega draga eitt­hvað úr þörf fyrir íbúðir í skamm­tíma­leigu þeg­ar ­ferða­manna­iðn­að­ur­inn tekur aftur við sér,“ segir um þetta í skýrsl­unni frá HMS.

1.900 íbúðir á ári til árs­ins 2040

Búist er við að óupp­fyllt íbúða­þörf auk­ist á ný á allra næstu árum. „Til árs­ins 2040 þarf lík­lega um 36 þús­und íbúðir í heild til að mæta met­inni und­ir­liggj­andi íbúða­þörf lands­ins. Þetta sam­svarar að með­al­tali um 1.900 íbúðum á ári. Ef tíma­bilið er stytt um 10 ár, þ.e. stefnt yrði að því að óupp­fyllt íbúða­þörf yrði upp­rætt árið 2030 þyrftu um 2.970 íbúðir að bæt­ast við íbúða­stofn­inn á ári að með­al­tali á tíma­bil­inu 2021-2030,“ segir í skýrslu HMS.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent