Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt

Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.

Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Auglýsing

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) hefur til þessa sam­þykkt áform bygg­ing­ar­að­ila um bygg­ingu alls 950 íbúða sem telj­ast hag­kvæmar í skiln­ingi laga um hlut­deild­ar­lán. Þar af hafa áform um 362 hag­kvæmar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verið sam­þykkt af HMS.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um stöðu og þróun hús­næð­is­mark­aðs á Íslandi, sem kynnt var á hús­næð­is­þingi sem fram fer í dag. Þar eru birtar töflur um vænt með­al­sölu­verð þess­ara hag­kvæmu íbúða og með­al­stærð þeirra.

Þegar horft er á landið allt eru lang­flestar sam­þykktar íbúðir með tveimur svefn­her­bergj­um, eða nærri helm­ingur allra þeirra íbúða sem eru í áformunum sem sam­þykkt hafa ver­ið. Með­al­stærð íbúð­anna er 79,1 fer­metri og með­al­verð 36,7 millj­ónir eða um 460 þús­und krónur á fer­metra. Samþykktar íbúðir sem falla undir skilmála hlutdeildarlána á landinu öllu, stærð þeirra og vænt söluverð. Mynd: HMSÍ annarri töflu er vikið að höf­uð­borg­ar­svæð­inu sér­stak­lega, en þar eru íbúð­irnar að með­al­tali minni og dýr­ari. Með­al­sölu­verð þeirra 183 tveggja svefn­her­bergja íbúða sem sam­þykktar hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þannig 43,25 millj­ónir króna en þegar horft er yfir landið allt er með­al­verð hag­kvæmrar íbúðar í sama stærð­ar­flokki 37,3 millj­ónir króna.Íbúðirnar sem áformaðar eru sem hagkvæmar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru bæði að meðaltali minni og dýrari. Mynd: HMSÍ skýrslu HMS segir að skipu­lag sveit­ar­fé­laga og lóða­fram­boð eigi stóran þátt í hag­kvæmri upp­bygg­ingu íbúða. „Íþyngj­andi skil­málar geta sett hönn­uðum ákveðin tak­mörk við að ná fram sem hag­kvæm­astri hönnun og við val á lausnum á bygg­ing­ar­reitn­um,“ segir í umfjöllun í skýrsl­unni.

Auglýsing

Þar segir einnig að mik­il­vægt sé að „auka skil­virkni í afgreiðslu skipu­lags­yf­ir­valda svo ekki verði óþarfa tafir á fram­leiðslu íbúða,“ og að tafir í afgreiðslu geti leitt til „hærri fjár­magns­kostn­aðar en nauð­syn­legt er sem leiðir til hærra íbúða­verðs og þar með hærri hús­næð­is­kostn­aðar fyrir almenn­ing.“

Einnig er sagt mik­il­vægt að lóða­fram­boð sveit­ar­fé­laga sé „gott og fjöl­breytt,“ þar sem skortur á lóðum geti leitt til hærri stofn­kostn­aðar íbúða þar sem eft­ir­spurn er mik­il.

Óupp­fyllt íbúða­þörf á land­inu á milli 3.200 til 4.850 íbúðir nú

Ný íbúða­þarfa­grein­ing frá HMS er einnig í skýrsl­unni, en þar er lagt mat á hversu mikil óupp­fyllt íbúða­þörf sé á Íslandi í dag. Með óupp­fylltri íbúða­þörf er átt við að fram­boð íbúða sé ekki í sam­ræmi við und­ir­liggj­andi þörf heim­il­anna miðað við mat á íbúa­fjölda, heim­il­is­gerð og ald­urs­sam­setn­ingu, en ekki að sam­svar­andi íbúa­fjöldi sé hús­næð­is­laus eða í hús­næð­is­hraki.

Núna í upp­hafi árs er það mat HMS að óupp­fyllt íbúða­þörf á Íslandi sé á bil­inu 3.200-4.850 íbúðir og er hún því að lækka um 1.700 íbúðir á milli ára. 

„Helstu ástæður fyrir því eru þær að útreikn­aður fjöldi heim­ila, miðað við mann­fjölda­tölur Hag­stof­unnar og áætl­aða heim­ila­sam­setn­ingu, eykst tals­vert minna en fjölgun hús­næðis á milli ára, en fjölgun hús­næðis nam rúm­lega þrjú þús­und íbúðum í lok árs 2020 á land­inu öllu miðað við um 1.900 heim­il­i. 

Bygg­ing­ar­magn árs­ins 2020 náði því að vinna upp tals­vert af óupp­fylltu íbúða­þörf­inni á því ári og vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hefur tals­vert dregið úr fólks­fjölgun miðað við síð­ustu ár, en á móti því kemur að fjöldi íbúða sem voru áður alfarið í skamm­tíma­leigu hafa bæst við fram­boð íbúð­ar­hús­næðis og lækka þar með þörf­ina þó nokk­uð.

Óvíst er hversu hratt mark­aður fyrir skamm­tíma­leigu­hús­næði til ferða­manna mun vaxa á ný á næstu árum vegna tölu­verðrar óvissu í efna­hags­málum og áfram­hald­andi bar­átt­u við far­sótt­ina. Auk þess hefur mikið verið fjár­fest í upp­bygg­ingu hót­ela á síðust­u árum sem mun lík­lega draga eitt­hvað úr þörf fyrir íbúðir í skamm­tíma­leigu þeg­ar ­ferða­manna­iðn­að­ur­inn tekur aftur við sér,“ segir um þetta í skýrsl­unni frá HMS.

1.900 íbúðir á ári til árs­ins 2040

Búist er við að óupp­fyllt íbúða­þörf auk­ist á ný á allra næstu árum. „Til árs­ins 2040 þarf lík­lega um 36 þús­und íbúðir í heild til að mæta met­inni und­ir­liggj­andi íbúða­þörf lands­ins. Þetta sam­svarar að með­al­tali um 1.900 íbúðum á ári. Ef tíma­bilið er stytt um 10 ár, þ.e. stefnt yrði að því að óupp­fyllt íbúða­þörf yrði upp­rætt árið 2030 þyrftu um 2.970 íbúðir að bæt­ast við íbúða­stofn­inn á ári að með­al­tali á tíma­bil­inu 2021-2030,“ segir í skýrslu HMS.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent