Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt

Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.

Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Auglýsing

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) hefur til þessa sam­þykkt áform bygg­ing­ar­að­ila um bygg­ingu alls 950 íbúða sem telj­ast hag­kvæmar í skiln­ingi laga um hlut­deild­ar­lán. Þar af hafa áform um 362 hag­kvæmar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verið sam­þykkt af HMS.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um stöðu og þróun hús­næð­is­mark­aðs á Íslandi, sem kynnt var á hús­næð­is­þingi sem fram fer í dag. Þar eru birtar töflur um vænt með­al­sölu­verð þess­ara hag­kvæmu íbúða og með­al­stærð þeirra.

Þegar horft er á landið allt eru lang­flestar sam­þykktar íbúðir með tveimur svefn­her­bergj­um, eða nærri helm­ingur allra þeirra íbúða sem eru í áformunum sem sam­þykkt hafa ver­ið. Með­al­stærð íbúð­anna er 79,1 fer­metri og með­al­verð 36,7 millj­ónir eða um 460 þús­und krónur á fer­metra. Samþykktar íbúðir sem falla undir skilmála hlutdeildarlána á landinu öllu, stærð þeirra og vænt söluverð. Mynd: HMSÍ annarri töflu er vikið að höf­uð­borg­ar­svæð­inu sér­stak­lega, en þar eru íbúð­irnar að með­al­tali minni og dýr­ari. Með­al­sölu­verð þeirra 183 tveggja svefn­her­bergja íbúða sem sam­þykktar hafa verið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þannig 43,25 millj­ónir króna en þegar horft er yfir landið allt er með­al­verð hag­kvæmrar íbúðar í sama stærð­ar­flokki 37,3 millj­ónir króna.Íbúðirnar sem áformaðar eru sem hagkvæmar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eru bæði að meðaltali minni og dýrari. Mynd: HMSÍ skýrslu HMS segir að skipu­lag sveit­ar­fé­laga og lóða­fram­boð eigi stóran þátt í hag­kvæmri upp­bygg­ingu íbúða. „Íþyngj­andi skil­málar geta sett hönn­uðum ákveðin tak­mörk við að ná fram sem hag­kvæm­astri hönnun og við val á lausnum á bygg­ing­ar­reitn­um,“ segir í umfjöllun í skýrsl­unni.

Auglýsing

Þar segir einnig að mik­il­vægt sé að „auka skil­virkni í afgreiðslu skipu­lags­yf­ir­valda svo ekki verði óþarfa tafir á fram­leiðslu íbúða,“ og að tafir í afgreiðslu geti leitt til „hærri fjár­magns­kostn­aðar en nauð­syn­legt er sem leiðir til hærra íbúða­verðs og þar með hærri hús­næð­is­kostn­aðar fyrir almenn­ing.“

Einnig er sagt mik­il­vægt að lóða­fram­boð sveit­ar­fé­laga sé „gott og fjöl­breytt,“ þar sem skortur á lóðum geti leitt til hærri stofn­kostn­aðar íbúða þar sem eft­ir­spurn er mik­il.

Óupp­fyllt íbúða­þörf á land­inu á milli 3.200 til 4.850 íbúðir nú

Ný íbúða­þarfa­grein­ing frá HMS er einnig í skýrsl­unni, en þar er lagt mat á hversu mikil óupp­fyllt íbúða­þörf sé á Íslandi í dag. Með óupp­fylltri íbúða­þörf er átt við að fram­boð íbúða sé ekki í sam­ræmi við und­ir­liggj­andi þörf heim­il­anna miðað við mat á íbúa­fjölda, heim­il­is­gerð og ald­urs­sam­setn­ingu, en ekki að sam­svar­andi íbúa­fjöldi sé hús­næð­is­laus eða í hús­næð­is­hraki.

Núna í upp­hafi árs er það mat HMS að óupp­fyllt íbúða­þörf á Íslandi sé á bil­inu 3.200-4.850 íbúðir og er hún því að lækka um 1.700 íbúðir á milli ára. 

„Helstu ástæður fyrir því eru þær að útreikn­aður fjöldi heim­ila, miðað við mann­fjölda­tölur Hag­stof­unnar og áætl­aða heim­ila­sam­setn­ingu, eykst tals­vert minna en fjölgun hús­næðis á milli ára, en fjölgun hús­næðis nam rúm­lega þrjú þús­und íbúðum í lok árs 2020 á land­inu öllu miðað við um 1.900 heim­il­i. 

Bygg­ing­ar­magn árs­ins 2020 náði því að vinna upp tals­vert af óupp­fylltu íbúða­þörf­inni á því ári og vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hefur tals­vert dregið úr fólks­fjölgun miðað við síð­ustu ár, en á móti því kemur að fjöldi íbúða sem voru áður alfarið í skamm­tíma­leigu hafa bæst við fram­boð íbúð­ar­hús­næðis og lækka þar með þörf­ina þó nokk­uð.

Óvíst er hversu hratt mark­aður fyrir skamm­tíma­leigu­hús­næði til ferða­manna mun vaxa á ný á næstu árum vegna tölu­verðrar óvissu í efna­hags­málum og áfram­hald­andi bar­átt­u við far­sótt­ina. Auk þess hefur mikið verið fjár­fest í upp­bygg­ingu hót­ela á síðust­u árum sem mun lík­lega draga eitt­hvað úr þörf fyrir íbúðir í skamm­tíma­leigu þeg­ar ­ferða­manna­iðn­að­ur­inn tekur aftur við sér,“ segir um þetta í skýrsl­unni frá HMS.

1.900 íbúðir á ári til árs­ins 2040

Búist er við að óupp­fyllt íbúða­þörf auk­ist á ný á allra næstu árum. „Til árs­ins 2040 þarf lík­lega um 36 þús­und íbúðir í heild til að mæta met­inni und­ir­liggj­andi íbúða­þörf lands­ins. Þetta sam­svarar að með­al­tali um 1.900 íbúðum á ári. Ef tíma­bilið er stytt um 10 ár, þ.e. stefnt yrði að því að óupp­fyllt íbúða­þörf yrði upp­rætt árið 2030 þyrftu um 2.970 íbúðir að bæt­ast við íbúða­stofn­inn á ári að með­al­tali á tíma­bil­inu 2021-2030,“ segir í skýrslu HMS.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent