Stríð ríkisstjórnarinnar við serranó-skinkuna broslegt

Þingmaður Viðreisnar spurði á þingi í dag hvort almenningi stafaði „mögulega einhver hætta af parmaskinku“ sem Íslendingar könnuðust ekki við.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, þing­maður Við­reisn­ar, segir að íslensk mat­væla­fram­leiðsla verð­s­kuldi vita­skuld stuðn­ing og að búa við aðstæður og umgjörð til að blómstra en að stríð rík­is­stjórn­ar­innar við serranó-skink­una sé dálítið bros­legt. Varn­ar­múr stjórn­valda á landa­mær­unum sé ógn­ar­hár.

Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hóf hún mál sitt á að benda á að þegar sam­keppn­is­lög komu fyrst fram á sjón­ar­sviðið í Banda­ríkj­unum árið 1890 hefði til­gang­ur­inn verið að vernda neyt­endur gegn háu verði ann­ars vegar og tak­mörk­uðu fram­boði hins veg­ar.

Auglýsing

„Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna hefur sagt sam­keppn­is­lög og sam­keppn­is­lög­gjöf jafn mik­il­væg fyrir efna­hags­legt frelsi og sjálf stjórn­ar­skráin er fyrir vernd mann­rétt­inda. Sam­keppni er enda verk­færi til að stuðla að fjöl­breytt­ara fram­boði og lægra vöru­verði í þágu almenn­ings. Nú um ára­mótin var tekin upp aðferð við úthlutun toll­kvóta á erlendar land­bún­að­ar­vörur sem felst í því að inn­flutn­ings­heim­ildum er úthlutað til hæst­bjóð­anda. Inn­flytj­endur þurfa að greiða útboðs­gjald til að fá að flytja inn vörur án tolla,“ sagði hún.

Breyt­ingin muni að lík­indum leiða til verð­hækk­ana á mat­vöru

Vís­aði Þor­björg Sig­ríður í orð fram­kvæmda­stjóra Félags atvinnu­rek­enda, Ólafs Steph­en­sen, sem sagt hefur að útboðs­gjaldið hafi um nokk­urt skeið farið lækk­andi, en um ára­mótin hafi verið tekin upp ný aðferð, eða raunar eldri, við að ákvarða gjöldin og þá hafi það hækkað á ný.

„Þessi breyt­ing mun auð­vitað að lík­indum leiða til verð­hækk­ana á mat­vöru. Þarna er til dæmis 65 pró­sent hækkun á toll­kvóta fyrir nauta­kjöt, 115 pró­sent hækkun fyrir líf­rænt ali­fugla­kjöt og til að fá að flytja inn ákveðna teg­und af skinku, parma­skinku eða serranóskinku, 29-fald­ast útboðs­gjald­ið. Ef til­gang­ur­inn var sá að vernda íslenskan land­bún­að, hefði þá ekki mátt gera það með þeim hætti að bændur sjálfir hefðu notið góðs af? Aðgerðir stjórn­valda núna byggj­ast nefni­lega ekki á beinum stuðn­ingi við rekstr­ar­að­ila heldur ein­göngu á því að skerða stöðu keppi­nauta,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Hún sagði þetta vera á skjön við aðrar stuðn­ings­að­gerðir rík­is­stjórn­ar­innar þar sem aðgerð­irnar hefðu einmitt verið fólgnar í beinum stuðn­ingi. „Ís­lensk mat­væla­fram­leiðsla verð­skuldar vita­skuld stuðn­ing og að búa við aðstæður og umgjörð til að blómstra, en stríð rík­is­stjórn­ar­innar við serranóskink­una er dálítið bros­legt. Varn­ar­múr stjórn­valda á landa­mær­unum er ógn­ar­hár. Stafar almenn­ingi mögu­lega ein­hver hætta af parma­skinku, sem við ekki þekkj­um? Er þetta eitt­hvert örygg­is­mál? Eða hvers vegna er rík­is­stjórnin ein­huga í því mark­miði að draga úr sam­keppni, hækka verð og fækka val­mögu­leikum almenn­ings?“ spurði hún að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent