Síldarvinnslan stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands

Síldarvinnslan ætlar að verða annað útgerðarfyrirtækið sem skráð verður í Kauphöll Íslands. Samherji á tæplega helminginn í Síldarvinnslunni.

Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unnar hefur ákveðið að hefja und­ir­bún­ing á skrán­ingu hluta­bréfa félags­ins á aðal­markað Nas­daq Iceland og hefur ráðið Fyr­ir­tækja­ráð­gjöf Lands­bank­ans til að hafa umsjón með verk­efn­in­u. 

Frá þessu er greint á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins. Þar segir enn fremur að  ­LEX lög­manns­stofa og end­ur­skoð­enda­fyr­ir­tækið EY muni sjá um gerð áreið­an­leikakann­ana. 

Gunn­þór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unnar hf segir að farið sé í þessa veg­ferð með það í huga að efla félagið og opna Síld­ar­vinnsl­una fyrir fjár­fest­um. „Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er und­ir­stöðu­at­vinnu­grein þjóð­ar­innar og er Síld­ar­vinnslan meðal stærstu og öfl­ug­ustu sjáv­ar­út­vegs­fé­laga lands­ins. Með skrán­ingu félags­ins á markað fjölgar tæki­færum fjár­festa til að koma að sjáv­ar­út­vegi. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur er fram­sækin atvinnu­grein þar sem stöðugt er unnið að auk­inni verð­mæta­sköpun auð­lind­ar­innar sam­hliða áskor­unum í að draga úr kolefn­is­spori og umhverf­is­á­hrifum grein­ar­inn­ar.“

Eigið fé upp á 47 millj­arða króna

Síld­­ar­vinnslan ehf. átti eigið fé upp á 360,5 millj­­ónir dala í lok árs 2019. Á með­­al­­gengi þess árs gerir það 44 millj­­arða króna en á gengi dags­ins í dag er eigið fé um 47 millj­­arðar króna.  

Veið­i­­heim­ildir Síld­­ar­vinnsl­unnar voru bók­­færðar á 228,3 millj­­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­­arðar króna. Félagið hefur á und­an­­förnum árum keypt mikið magn af kvóta á mark­aði og sam­­stæðan hefur einnig fjár­­­fest mik­ið, meðal ann­­ars í nýjum skip­­um.

Síld­­ar­vinnslan heldur beint á 5,2 pró­­sent af öllum úthlut­uðum afla. Auk þess heldur Berg­­ur-Hug­inn, sem er að öllu leyti í hennar eigu, nú á á um 2,7 pró­­sent alls kvóta. Auk þess á Síld­­­­ar­vinnslan 75,20 pró­­­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta.

Auglýsing
Stærsti ein­staki eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 44,6 pró­­sent eign­­ar­hlut. Auk þess á Kald­bak­­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­­sent hlut í Síld­­­ar­vinnsl­unni. Sam­herji á því, beint og óbeint, 49,9 pró­­sent í Síld­­ar­vinnsl­unni. Þor­­steinn Már Bald­vins­­son, annar for­­stjóri Sam­herja, er stjórn­­­ar­­for­­maður félags­­ins. Auk þess á Síld­­ar­vinnslan 0,92 pró­­sent í sjálfri sér, sem þýðir að sam­an­lagður eig­in­hlutur hennar og eign­­ar­hluti stærsta eig­and­ans fer nálægt 51 pró­­senti.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­­sögu allra sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­­sent. ­Út­­­­­­­­­gerð­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­­sent hans. Báðir forstjórar Samherja eiga hluti í Síldarvinnslunni. Mynd: Samherji

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­­sent afla­hlut­­­­­deild. 

Ekki tengdir aðilar sam­­kvæmt lögum

Næst stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar er félagið Kjálka­­nes ehf. Á meðal helstu hlut­hafa þess er Björgólfur Jóhanns­­son, hinn for­­stjóri Sam­herja, og fjöl­­skylda hans. Sami hópur á einnig útgerð­­ar­­fé­lagið Gjög­­ur, sem heldur á 2,29 pró­­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­­um. Ef sá kvóti er talin með ofan­­greindu er ljóst að rétt undir fimmt­ungur (19,79 pró­­sent) af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum lands­ins eru á höndum fyr­ir­tækja sem eru að ein­hverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sitja í for­­stjóra­stólum Sam­herja.

Gild­andi lög skil­­­­greina aðila í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi þó ekki tengda nema einn eigi meiri­hluta í öðr­­­­um. Því eru Sam­herji og Síld­­­­ar­vinnslan ekki skil­­­­greind sem tengdir aðil­ar og Gjögur og Síld­­ar­vinnslan ekki held­­ur, enda undir 50 pró­­sent mörk­unum líkt lög heim­ila. Í til­­­felli Sam­herja er hann eins lítið undir þeim og mög­u­­legt er, eða 0,01 pró­­sent. Það að skil­­greina aðila tengda út frá meiri­hluta­­eign eru mjög há mörk í sam­an­­­burði við það sem tíðkast ann­­ars staðar hér­­­­­lend­­­is.

Auglýsing
Í lögum um skrán­ingu raun­veru­­­­legra eig­enda og í frum­varpi til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna skatt­lagn­ingar tekna erlendra lög­­­­að­ila í lág­skatta­­­­ríkj­um, sam­skött­unar félaga, tak­­­­mörk­unar á frá­­­­drætti vaxta­gjalda og skatt­lagn­ingar útsendra starfs­­­­manna er til dæmis miðað við 25 pró­­­­sent beinan eða óbeinan eign­­­­ar­hlut til að aðilar telj­ist tengdir eða aðili telj­ist raun­veru­­­­legur eig­and­i. 

Rann­­sókn hætt vegna anna

Fiski­­stofa réðst í frum­­kvæð­is­rann­­sókn á árunum 2009 og 2010 á því hvort að telja ætti Sam­herja, Gjögur (hlutur Gjög­­urs í Síld­­ar­vinnsl­unni var færð yfir í Kjálka­­nes árið 2015) og Síld­­ar­vinnsl­una sem tengda aðila. Nið­­ur­­staðan var sú að engin rök væru fyrir því að Sam­herji og Gjögur færu með raun­veru­­leg yfir­­ráð yfir Síld­­ar­vinnsl­unni.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákvað í kjöl­farið að kanna hvort að Sam­herji, Gjögur og Síld­­ar­vinnslan væru ótengd líkt og þau hefðu haldið fram. Rann­­sókn máls­ins leiddi í ljós umtals­verða sam­vinnu milli þess­­ara fyr­ir­tækja í útgerð, fisk­vinnslu og sölu afurða auk þess sem við blasti að Sam­herji og Gjögur áttu full­­trúa í stjórn Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar. Í ljósi þessa var það nið­­ur­­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að óhjá­­kvæmi­­legt væri að hefja nýtt stjórn­­­sýslu­­mál til að rann­saka tengslin frek­­ar.

Nærri fimm árum síðar spurð­ist blaða­­maður Frétta­­blaðs­ins fyrir um gang rann­­sókn­­ar­inn­­ar. Svörin sem hann fékk voru þau að rann­­sókn­inni hefði verið hætt. Ekki vegna þess að til­­efnið skorti, heldur vegna þess að málið hafði dagað uppi hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu vegna seina­­gangs og því þótti ekki for­svar­an­­legt annað en að ljúka því án nið­­ur­­stöðu. Það hefði ein­fald­­lega verið of mikið að gera hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber 2019 að þegar Sam­herji kynnti sam­­­­stæðu sína erlend­is, tveimur árum eftir að þessi nið­­ur­­staða Fiski­­stofu lá fyr­ir, hafi Síld­­­­ar­vinnslan verið kynnt sem upp­­­­­­­sjá­v­­­­­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta sýndu glæru­kynn­ingar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wik­i­­leaks birti vegna Sam­herj­­­­a­­­­máls­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent