Síldarvinnslan stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands

Síldarvinnslan ætlar að verða annað útgerðarfyrirtækið sem skráð verður í Kauphöll Íslands. Samherji á tæplega helminginn í Síldarvinnslunni.

Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning á skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu. 

Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að  LEX lögmannsstofa og endurskoðendafyrirtækið EY muni sjá um gerð áreiðanleikakannana. 

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar hf segir að farið sé í þessa vegferð með það í huga að efla félagið og opna Síldarvinnsluna fyrir fjárfestum. „Sjávarútvegurinn er undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og er Síldarvinnslan meðal stærstu og öflugustu sjávarútvegsfélaga landsins. Með skráningu félagsins á markað fjölgar tækifærum fjárfesta til að koma að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er framsækin atvinnugrein þar sem stöðugt er unnið að aukinni verðmætasköpun auðlindarinnar samhliða áskorunum í að draga úr kolefnisspori og umhverfisáhrifum greinarinnar.“

Eigið fé upp á 47 milljarða króna

Síld­ar­vinnslan ehf. átti eigið fé upp á 360,5 millj­ónir dala í lok árs 2019. Á með­al­gengi þess árs gerir það 44 millj­arða króna en á gengi dags­ins í dag er eigið fé um 47 millj­arðar króna.  

Veiði­heim­ildir Síld­ar­vinnsl­unnar voru bók­færðar á 228,3 millj­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­arðar króna. Félagið hefur á und­an­förnum árum keypt mikið magn af kvóta á mark­aði og sam­stæðan hefur einnig fjár­fest mik­ið, meðal ann­ars í nýjum skip­um.

Síld­ar­vinnslan heldur beint á 5,2 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla. Auk þess heldur Berg­ur-Hug­inn, sem er að öllu leyti í hennar eigu, nú á á um 2,7 pró­sent alls kvóta. Auk þess á Síld­­­ar­vinnslan 75,20 pró­­­sent hlut í Run­ólfi Hall­freðs­­­syni ehf., sem heldur á 0,62 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta.

Auglýsing
Stærsti ein­staki eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 44,6 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess á Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni. Sam­herji á því, beint og óbeint, 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni. Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóri Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður félags­ins. Auk þess á Síld­ar­vinnslan 0,92 pró­sent í sjálfri sér, sem þýðir að sam­an­lagður eig­in­hlutur hennar og eign­ar­hluti stærsta eig­and­ans fer nálægt 51 pró­senti.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­sent hans. Báðir forstjórar Samherja eiga hluti í Síldarvinnslunni. Mynd: Samherji

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­sent afla­hlut­­­­deild. 

Ekki tengdir aðilar sam­kvæmt lögum

Næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er félagið Kjálka­nes ehf. Á meðal helstu hlut­hafa þess er Björgólfur Jóhanns­son, hinn for­stjóri Sam­herja, og fjöl­skylda hans. Sami hópur á einnig útgerð­ar­fé­lagið Gjög­ur, sem heldur á 2,29 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um. Ef sá kvóti er talin með ofan­greindu er ljóst að rétt undir fimmt­ungur (19,79 pró­sent) af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum lands­ins eru á höndum fyr­ir­tækja sem eru að ein­hverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sitja í for­stjóra­stólum Sam­herja.

Gild­andi lög skil­­­greina aðila í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi þó ekki tengda nema einn eigi meiri­hluta í öðr­­­um. Því eru Sam­herji og Síld­­­ar­vinnslan ekki skil­­­greind sem tengdir aðil­ar og Gjögur og Síld­ar­vinnslan ekki held­ur, enda undir 50 pró­sent mörk­unum líkt lög heim­ila. Í til­felli Sam­herja er hann eins lítið undir þeim og mögu­legt er, eða 0,01 pró­sent. Það að skil­greina aðila tengda út frá meiri­hluta­eign eru mjög há mörk í sam­an­­burði við það sem tíðkast ann­ars staðar hér­­­lend­­is.

Auglýsing
Í lögum um skrán­ingu raun­veru­­­legra eig­enda og í frum­varpi til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna skatt­lagn­ingar tekna erlendra lög­­­að­ila í lág­skatta­­­ríkj­um, sam­skött­unar félaga, tak­­­mörk­unar á frá­­­drætti vaxta­gjalda og skatt­lagn­ingar útsendra starfs­­­manna er til dæmis miðað við 25 pró­­­sent beinan eða óbeinan eign­­­ar­hlut til að aðilar telj­ist tengdir eða aðili telj­ist raun­veru­­­legur eig­and­i. 

Rann­sókn hætt vegna anna

Fiski­stofa réðst í frum­kvæð­is­rann­sókn á árunum 2009 og 2010 á því hvort að telja ætti Sam­herja, Gjögur (hlutur Gjög­urs í Síld­ar­vinnsl­unni var færð yfir í Kjálka­nes árið 2015) og Síld­ar­vinnsl­una sem tengda aðila. Nið­ur­staðan var sú að engin rök væru fyrir því að Sam­herji og Gjögur færu með raun­veru­leg yfir­ráð yfir Síld­ar­vinnsl­unni.

Samkeppniseftirlitið ákvað í kjöl­farið að kanna hvort að Sam­herji, Gjögur og Síld­ar­vinnslan væru ótengd líkt og þau hefðu haldið fram. Rann­sókn máls­ins leiddi í ljós umtals­verða sam­vinnu milli þess­ara fyr­ir­tækja í útgerð, fisk­vinnslu og sölu afurða auk þess sem við blasti að Sam­herji og Gjögur áttu full­trúa í stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Í ljósi þessa var það nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að óhjá­kvæmi­legt væri að hefja nýtt stjórn­sýslu­mál til að rann­saka tengslin frek­ar.

Nærri fimm árum síðar spurð­ist blaða­maður Frétta­blaðs­ins fyrir um gang rann­sókn­ar­inn­ar. Svörin sem hann fékk voru þau að rann­sókn­inni hefði verið hætt. Ekki vegna þess að til­efnið skorti, heldur vegna þess að málið hafði dagað uppi hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu vegna seina­gangs og því þótti ekki for­svar­an­legt annað en að ljúka því án nið­ur­stöðu. Það hefði ein­fald­lega verið of mikið að gera hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Kjarn­inn greindi frá því í nóvember 2019 að þegar Sam­herji kynnti sam­­­stæðu sína erlend­is, tveimur árum eftir að þessi nið­ur­staða Fiski­stofu lá fyr­ir, hafi Síld­­­ar­vinnslan verið kynnt sem upp­­­­­sjá­v­­­­ar­hluti hennar og myndir birtar af starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta sýndu glæru­kynn­ingar sem voru hluti af þeim gögnum sem Wiki­leaks birti vegna Sam­herj­­­a­­­máls­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent