Vinnumálastofnun greiddi of lítið fyrir laun í sóttkví

Mismunandi túlkun fyrirtækis og Vinnumálastofnunar leiddu til þess að einungis 13 prósent launa vaktastarfsmanns í sóttkví voru greidd af stofnuninni. Þetta voru of litlar greiðslur, samkvæmt úrskurðarnefnd velferðarmála.

Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar
Auglýsing

Ein­ungis 13 pró­sent af greiðsl­unum sem vakta­starfs­maður í sótt­kví fékk frá íslensku fyr­ir­tæki voru greiddar frá Vinnu­mála­stofn­un. Úrskurð­ar­nefnd vel­ferð­ar­mála telur greiðslur stofn­un­ar­innar hafa verið of lág­ar, en sam­kvæmt Sam­tökum atvinnu­lífs­ins (SA) má gera ráð fyrir að hún muni leið­rétta afgreiðslu umsókna hjá öðrum fyr­ir­tækjum sem hafa sótt um end­ur­greiðslu vegna launa í sótt­kví. Þetta kemur fram í frétt frá SA sem birt­ist á vef sam­tak­anna á föstu­dag í síð­ustu viku. 

Ríkið greiði fyrir laun í sótt­kví

Í frétt­inni segir SA að starfs­menn eigi  ekki rétt á launum frá atvinnu­rek­enda þegar þeir eru settir í sótt­kví án þess að vera veik­ir, en með nýsam­þykktum lögum hafi ríkið ákveðið að styðja atvinnu­rek­endur svo að starfs­menn þeirra sem eru í sótt­kví fái greitt.

Sam­kvæmt lög­unum ætti starfs­maður í sótt­kví að fá greitt fyrir hvern dag sem hann er í sótt­kví, sama hvort sá dagur væri vinnu­dagur eða ekki. Upp­hæð dag­legrar greiðslu væri jöfn einum þrí­tug­asta af mán­að­ar­upp­hæð fyrir laun í sótt­kví. 

Auglýsing

Vinnu­mála­stofn­unin reikn­aði daggreiðslur einnig með þeim hætti, en túlk­aði lögin aftur á móti þannig að ein­ungis ætti að inna þeim af hendi þegar starfs­mað­ur­inn hefði átt að vera í vinn­u. 

42 þús­und á móti sex þús­undum

Þannig var mik­ill munur á greiðslum fyr­ir­tækis til vakta­starfs­manns síns sem fór í 14 daga sótt­kví og greiðslum Vinnu­mála­stofn­unar til fyr­ir­tæk­is­ins, þar sem starfs­mað­ur­inn átti bara að vinna í tvo daga af þessum 14. Á meðan vinnu­stað­ur­inn greiddi starfs­mann­inum rúmar 42 þús­und krónur fékk hann aðeins tæp­lega sex þús­und krónur frá Vinnu­mála­stofn­un, eða um 13 pró­sent af greiðsl­un­um. 

Kæru­nefnd vel­ferð­ar­mála hefur nú úrskurðað að fram­kvæmd Vinnu­mála­stofn­unar á greiðsl­unum hafi verið ólög­mæt. Sam­kvæmt SA er þessi úrskurður for­dæm­is­gef­andi og búast má við því að stofn­unin fari aftur yfir umsóknir fyr­ir­tækja sem hafa sótt um end­ur­greiðslu á grund­velli lag­anna. Sam­tökin vilja meina að eðli­legt sé að Vinnu­mála­stofnun hafi sam­band við fyr­ir­tækin að eigin frum­kvæði og leið­rétti greiðsl­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent