Stjórnvöld reikna með að bólusetning verði langt komin í lok júní

Heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólu­setja tæp­lega 190.000 ein­stak­linga hér á landi fyrir lok júní næst­kom­andi með bólu­efnum Pfiz­er, Astr­aZeneca og Moderna sem öll eru með mark­aðs­leyfi og komin í notkun hér á landi. Þetta er mun meira en áður var vænst.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þar segir að mestu muni ann­ars vegar um nýjan samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins við Pfizer sem tryggir Íslandi bólu­efni fyrir 25.000 til 30.000 manns strax á öðrum árs­fjórð­ungi, til við­bótar fyrri samn­ing­um. Gert er ráð fyrir að Ísland und­ir­riti samn­ing um aukið magn bólu­efna frá Pfizer á grund­velli nýs samn­ings Evr­ópu­sam­bands­ins fyrir lok þess­arar viku.

Hins vegar muni aukin fram­leiðslu­geta Astr­aZeneca hafa áhrif. Alls verði rúm­lega 280.000 ein­stak­lingum boðin bólu­setn­ing hér á landi, það er öllum sem eru 16 ára og eldri. Vænta megi bólu­efna frá fleiri lyfja­fram­leið­endum á öðrum árs­fjórð­ungi að því gefnu að þeim verði veitt mark­aðs­leyfi á næst­unni eins og að sé stefnt.

Auglýsing

Sótt­varna­læknir vinnur að gerð bólu­setn­ing­ar­daga­tals

„Gert er ráð fyrir að Evr­ópska lyfja­stofn­unin leggi mat á bólu­efni Jans­sen og Curevac innan skamms en mat hennar er for­senda mark­aðs­leyf­is. Áætlað er að afhend­ing þess­ara bólu­efna geti haf­ist á öðrum fjórð­ungi árs­ins en ekki liggja fyrir stað­festar upp­lýs­ingar frá fram­leið­end­unum um magn. Að auki er fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að leggja loka­hönd á samn­ing um kaup á bólu­efni frá Nova­vax sem Ísland getur fengið hlut­deild í á sömu for­sendum og gilt hafa um aðra samn­inga Evr­ópu­sam­starfs­ins,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt kemur fram að sótt­varna­læknir vinni að gerð bólu­setn­ing­ar­daga­tals á grund­velli fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga um afhend­ingu bólu­efna á næstu mán­uð­um. Þar verði birtar upp­lýs­ingar um for­gangs­hópa og hvenær ein­stak­lingar í hverjum hópi geti vænst þess að fá boð um bólu­setn­ingu. „Þessum upp­lýs­ingum er fyrst og fremst ætlað að veita fólki grófar upp­lýs­ingar um fram­vindu bólu­setn­inga gegn COVID-19 hér á landi. Upp­lýs­ing­arnar verða birtar með fyr­ir­vara um mögu­legar breyt­ingar á áætl­unum um afhend­ingu bólu­efna. Benda má á bólu­setn­ing­ar­daga­tal líkt og hér um ræðir sem birt hefur verið á vef Sund­heds­styrel­sen, sem er dönsk syst­ur­stofnun emb­ættis land­læknis og einnig sam­bæri­legt daga­tal á vef syst­ur­stofnun emb­ættis land­læknis í Nor­eg­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent