Stjórnvöld reikna með að bólusetning verði langt komin í lok júní

Heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólu­setja tæp­lega 190.000 ein­stak­linga hér á landi fyrir lok júní næst­kom­andi með bólu­efnum Pfiz­er, Astr­aZeneca og Moderna sem öll eru með mark­aðs­leyfi og komin í notkun hér á landi. Þetta er mun meira en áður var vænst.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þar segir að mestu muni ann­ars vegar um nýjan samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins við Pfizer sem tryggir Íslandi bólu­efni fyrir 25.000 til 30.000 manns strax á öðrum árs­fjórð­ungi, til við­bótar fyrri samn­ing­um. Gert er ráð fyrir að Ísland und­ir­riti samn­ing um aukið magn bólu­efna frá Pfizer á grund­velli nýs samn­ings Evr­ópu­sam­bands­ins fyrir lok þess­arar viku.

Hins vegar muni aukin fram­leiðslu­geta Astr­aZeneca hafa áhrif. Alls verði rúm­lega 280.000 ein­stak­lingum boðin bólu­setn­ing hér á landi, það er öllum sem eru 16 ára og eldri. Vænta megi bólu­efna frá fleiri lyfja­fram­leið­endum á öðrum árs­fjórð­ungi að því gefnu að þeim verði veitt mark­aðs­leyfi á næst­unni eins og að sé stefnt.

Auglýsing

Sótt­varna­læknir vinnur að gerð bólu­setn­ing­ar­daga­tals

„Gert er ráð fyrir að Evr­ópska lyfja­stofn­unin leggi mat á bólu­efni Jans­sen og Curevac innan skamms en mat hennar er for­senda mark­aðs­leyf­is. Áætlað er að afhend­ing þess­ara bólu­efna geti haf­ist á öðrum fjórð­ungi árs­ins en ekki liggja fyrir stað­festar upp­lýs­ingar frá fram­leið­end­unum um magn. Að auki er fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að leggja loka­hönd á samn­ing um kaup á bólu­efni frá Nova­vax sem Ísland getur fengið hlut­deild í á sömu for­sendum og gilt hafa um aðra samn­inga Evr­ópu­sam­starfs­ins,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt kemur fram að sótt­varna­læknir vinni að gerð bólu­setn­ing­ar­daga­tals á grund­velli fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga um afhend­ingu bólu­efna á næstu mán­uð­um. Þar verði birtar upp­lýs­ingar um for­gangs­hópa og hvenær ein­stak­lingar í hverjum hópi geti vænst þess að fá boð um bólu­setn­ingu. „Þessum upp­lýs­ingum er fyrst og fremst ætlað að veita fólki grófar upp­lýs­ingar um fram­vindu bólu­setn­inga gegn COVID-19 hér á landi. Upp­lýs­ing­arnar verða birtar með fyr­ir­vara um mögu­legar breyt­ingar á áætl­unum um afhend­ingu bólu­efna. Benda má á bólu­setn­ing­ar­daga­tal líkt og hér um ræðir sem birt hefur verið á vef Sund­heds­styrel­sen, sem er dönsk syst­ur­stofnun emb­ættis land­læknis og einnig sam­bæri­legt daga­tal á vef syst­ur­stofnun emb­ættis land­læknis í Nor­eg­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent