Stjórnvöld reikna með að bólusetning verði langt komin í lok júní

Heilbrigðisyfirvöld gera ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190.000 einstaklinga hér á landi fyrir lok júní næstkomandi með bóluefnum Pfizer, AstraZeneca og Moderna.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Gera má ráð fyrir að hægt verði að bólu­setja tæp­lega 190.000 ein­stak­linga hér á landi fyrir lok júní næst­kom­andi með bólu­efnum Pfiz­er, Astr­aZeneca og Moderna sem öll eru með mark­aðs­leyfi og komin í notkun hér á landi. Þetta er mun meira en áður var vænst.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þar segir að mestu muni ann­ars vegar um nýjan samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins við Pfizer sem tryggir Íslandi bólu­efni fyrir 25.000 til 30.000 manns strax á öðrum árs­fjórð­ungi, til við­bótar fyrri samn­ing­um. Gert er ráð fyrir að Ísland und­ir­riti samn­ing um aukið magn bólu­efna frá Pfizer á grund­velli nýs samn­ings Evr­ópu­sam­bands­ins fyrir lok þess­arar viku.

Hins vegar muni aukin fram­leiðslu­geta Astr­aZeneca hafa áhrif. Alls verði rúm­lega 280.000 ein­stak­lingum boðin bólu­setn­ing hér á landi, það er öllum sem eru 16 ára og eldri. Vænta megi bólu­efna frá fleiri lyfja­fram­leið­endum á öðrum árs­fjórð­ungi að því gefnu að þeim verði veitt mark­aðs­leyfi á næst­unni eins og að sé stefnt.

Auglýsing

Sótt­varna­læknir vinnur að gerð bólu­setn­ing­ar­daga­tals

„Gert er ráð fyrir að Evr­ópska lyfja­stofn­unin leggi mat á bólu­efni Jans­sen og Curevac innan skamms en mat hennar er for­senda mark­aðs­leyf­is. Áætlað er að afhend­ing þess­ara bólu­efna geti haf­ist á öðrum fjórð­ungi árs­ins en ekki liggja fyrir stað­festar upp­lýs­ingar frá fram­leið­end­unum um magn. Að auki er fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins að leggja loka­hönd á samn­ing um kaup á bólu­efni frá Nova­vax sem Ísland getur fengið hlut­deild í á sömu for­sendum og gilt hafa um aðra samn­inga Evr­ópu­sam­starfs­ins,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt kemur fram að sótt­varna­læknir vinni að gerð bólu­setn­ing­ar­daga­tals á grund­velli fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga um afhend­ingu bólu­efna á næstu mán­uð­um. Þar verði birtar upp­lýs­ingar um for­gangs­hópa og hvenær ein­stak­lingar í hverjum hópi geti vænst þess að fá boð um bólu­setn­ingu. „Þessum upp­lýs­ingum er fyrst og fremst ætlað að veita fólki grófar upp­lýs­ingar um fram­vindu bólu­setn­inga gegn COVID-19 hér á landi. Upp­lýs­ing­arnar verða birtar með fyr­ir­vara um mögu­legar breyt­ingar á áætl­unum um afhend­ingu bólu­efna. Benda má á bólu­setn­ing­ar­daga­tal líkt og hér um ræðir sem birt hefur verið á vef Sund­heds­styrel­sen, sem er dönsk syst­ur­stofnun emb­ættis land­læknis og einnig sam­bæri­legt daga­tal á vef syst­ur­stofnun emb­ættis land­læknis í Nor­eg­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent