Stendur við orð sín og biðst ekki afsökunar

Þingflokksformaður Pírata segir að ef gagnrýni hans á Miðflokkinn verði tekin á dagskrá hjá forsætisnefnd – eins og þingmaður Miðflokksins hefur lagt til – sé Alþingi komið á stað sem enginn þingmaður kæri sig um.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­flokks­for­maður Pírata, og Þor­steinn Sæmunds­son, þing­maður Mið­flokks­ins, áttu í orða­skaki á Alþingi í dag en Þor­steinn sagði undir liðnum störf þings­ins að stöðva þyrfti þá orð­ræðu sem Helgi Hrafn við­hefði. For­seti Alþingis og for­sætis­nefnd þyrfti að taka málið á dag­skrá og sjá til þess að slík orð­ræða væri ekki við­höfð í þingsölum Alþing­is.

For­saga máls­ins er sú að við umræðu í gær um frum­varp Ásmundar Ein­ars Daða­sonar félags- og barna­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum um mál­efni inn­flytj­enda gagn­rýndi Helgi Hrafn þing­menn Mið­flokks­ins harð­lega fyrir það hvernig orð­ræðu þeir við­hefðu um útlend­inga­mál hér á landi, en hann sagði hana meðal ann­ars líkj­ast for­dóma­fullri orð­ræðu um sam­kyn­hneigða á tíunda ára­tugi síð­ustu aldar og gyð­inga­hat­ur.

Þor­steinn tók málið upp undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag og sagði að nokkur umræða hefði orðið um orð­ræðu í stjórn­málum og hefðu þing­menn áður ýmist stigið á stokk „blý­sperrt­ir“ og lofað því að haga sér vel eða sagst aldrei hafa notað orð­ræðu sem væri ósæmi­leg. Núna nokkrum vikum seinna væri sið­bótin frá.

Auglýsing

„Hér í gær­kvöldi var orð­ræða í gangi sem for­seti, ásamt for­sætis­nefnd, hlýtur að taka til athug­unar þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þing­flokki með lítið bursta­skegg og allir greiddir til vinstri. Það er ekki líð­andi, herra for­seti. Og það er ekki líð­andi að heill þing­flokkur sé sak­aður um til­burði sem nálgist gyð­inga­hat­ur, og það kom­andi frá stuðn­ings­manni borg­ar­stjórnar sem setti við­skipta­bann á Ísr­a­el. Hversu mikil getur hræsnin orð­ið, herra for­set­i?“

Þá vildi hann meina að um ganga Alþingis reik­aði stefnu­laus lýður með lúið bók­hald í vas­anum sem ætl­aði að kenna öllum hinum hvernig ætti að haga sér. „Í gær­kvöldi gat popúlisti úr ein­stefnu­flokknum ekki stað­ist mátið að hefja upp sama söng og hinn sið­prúði félags­mála­ráð­herra sem er nýber að því að hafa farið á svig við lög um ráð­herra­á­byrgð og þing­sköp. Hann bland­aði sér í hóp­inn til að mála þennan hræði­lega þing­flokk þessum gyð­inga­hat­urs­homma­fælni­stimpli sem er alger­lega óþol­and­i,“ sagði Þor­steinn. 

Þorsteinn Sæmundsson Mynd: Bára Huld Beck

Stendur við orð sín

Helgi Hrafn tók til varna undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta og sagði að í umræðum á Alþingi í gær hefði hann tekið fyrir ýmsar birt­ing­ar­myndir andúðar á minni­hluta­hóp­um, svo sem hommum og gyð­ingum í gegnum tíð­ina.

„Þetta að ég skyldi nefna þessa birt­ing­ar­mynd fór ber­sýni­lega fyrir brjóstið á Mið­flokknum og skildi kannski engan undra. Ég vildi bara koma hingað upp og segja það að ég tek það nærri mér sem þing­maður og lýð­ræð­is­sinni að hér sé kallað eftir því að þaggað sé niður í þing­mönnum fyrir það að gagn­rýna Mið­flokk­inn.“

Helgi Hrafn sagði að hann hefði valið orð sín af kost­gæfni og nákvæmni. „Ég stend við þau, ég mun ítreka þau, ég biðst ekki afsök­unar og læt Mið­flokk­inn um að leið­rétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“

Eng­inn beðið um afsök­un­ar­beiðni

Þor­steinn steig aftur í pontu undir sama lið og sagði að nú hefði komið í ljós „enn einu sinni“ að hann hefði haft rétt fyrir sér í fyrri ræðu.

„Nú er komið hér upp og beitt þeirri aðferð að menn skuli sekir þangað til þeir sanni sak­leysi sitt. Og þetta er enn ein birt­ing­ar­myndin þess sem ég ræddi hér áðan, herra for­seti, og for­seti verður að taka í taumana núna vegna þess að þetta og þessi fram­koma og þessi orð­ræða og að gera fólki upp skoð­anir er gjör­sam­lega frá­leit. Það er nátt­úru­lega í sjálfu sér áhuga­vert að hátt­virtur þing­maður skuli taka það hér upp að fyrra bragði að hann muni ekki biðj­ast afsök­un­ar. Það hefur eng­inn beðið hann um það. Ekki nokkur ein­asti mað­ur. En ef hann finnur ein­hvers staðar hjá sér í koll­inum þörf á því þá er það eitt­hvað sem hann verður að eiga við sjálfan sig, því það hefur eng­inn beðið hann um það. Ekki nokkur skap­aður mað­ur,“ sagði hann. 

Sér ekki eftir stöku orði

Helgi Hrafn svar­aði í annað sinn og sagði að hann væri vanur að biðj­ast afsök­unar á því þegar hann gerði eða segði eitt­hvað sem hann síðan sæi eftir – eða sem hann teldi að betur mætti fara.

„Það er ein­fald­lega ekki til­fellið núna. Ég tek það fram bara til þess að hafa það á hreinu; það kom ekki til greina. Ég sé ekki eftir stöku orði sem ég lét falla hér í gær. Og ekki ennþá eftir neinu sem ég hef sagt í dag. Það sem ég sagði í gær var að vilj­andi eða óvilj­andi – með­vitað eða ómeð­vitað – þá er orð­ræða Mið­flokks­ins í mál­inu sem við vorum að ræða hér í gær og í öðrum málum sem varða útlend­inga til þess fallin að auka útlend­inga­andúð í land­inu. Hvort sem það er ætlun Mið­flokks­ins eða ekki þá ber hann ábyrgð á því.

Og ég mun halda áfram þessum mál­flutn­ingi eins lengi og Mið­flokk­ur­inn heldur uppi sín­um. Og þannig er það. Og ef þetta verður eitt­hvað tekið til umræðu að fara að þagga niður í þing­mönnum hér þegar þeir gagn­rýna Mið­flokk­inn þá erum við komin á ein­hvern stað sem eng­inn annar þing­maður vilji sjá hér á Alþing­i,“ sagði Helgi Hrafn.

Nið­ur­stöðu for­seta Alþingis ekki áfrýjað

Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, sagði í kjöl­farið að hann teldi betur fara á því að menn ættu orða­skipti um þetta undir öðrum dag­skrár­lið heldur en fund­ar­stjórn for­seta.

„Að öðru leyti er það eitt um að segja að það er í valdi þess for­seta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orð­færi þing­manna og hvort þar þurfi að gera athuga­semdir við. En athafnir eða athafna­leysi for­seta í slíkum til­vikum eru end­an­leg og þeirri nið­ur­stöðu verður ekki áfrýj­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent