Hundagjöld í Reykjavík lækkuð í von um að skráningum fjölgi

Dýraþjónusta Reykjavíkur heitir nýtt borgarapparat sem stofnað hefur verið utan um þjónustu við hunda og ketti og eigendur þeirra. Með þessum breytingum er Hundaeftirlitið lagt niður sem sjálfstæð eining og málefni katta færast frá meindýraeftirlitinu.

Gjöld fyrir hundahald í Reykjavík lækka um að allt að helming, hið minnsta til þriggja ára. Borgarfulltrúar eru ekki einhuga um hvort borgin eigi yfir höfuð að vera að velta sér upp úr hundahaldi borgaranna.
Gjöld fyrir hundahald í Reykjavík lækka um að allt að helming, hið minnsta til þriggja ára. Borgarfulltrúar eru ekki einhuga um hvort borgin eigi yfir höfuð að vera að velta sér upp úr hundahaldi borgaranna.
Auglýsing

Meiri­hluti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur stað­festi á fundi sínum í vik­unni ákvörðun borg­ar­ráðs um að stofna nýja Dýra­þjón­ustu Reykja­víkur til þess að fara með mál­efni hunda og katta í borg­inni, bæði gælu­dýra og þeirra sem eru villt. 



Með þess­ari ákvörðun er Hunda­eft­ir­lit Reykja­víkur lagt niður og mál­efni katta flutt frá mein­dýra­eft­ir­liti borg­ar­innar til hinnar nýju dýra­þjón­ustu, sem fengið hefur nafnið DÝR og verður með starfs­stöð í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­in­um. 



Hunda­gjöldin lækkuð til þriggja ára í von um aukna skrán­ingu



Borg­ar­yf­ir­völd byggja þessa ákvörðun á til­lögum starfs­hóps, sem skoð­aði mál­efni hunda og katta og taldi að hag­kvæmni myndi nást fram með því að færa alla þjón­ustu við dýrin á einn stað. Vænt­ingar eru uppi um að að fleiri hunda­eig­endur skrái dýrin sín eftir þessar breyt­ing­ar, en sam­hliða stofnun DÝR er gjald fyrir að skrá nýjan hund lækkað um rúm 40 pró­sent og árlegt þjón­ustu- og eft­ir­lits­gjald um 50 pró­sent.  

Auglýsing


Gjald fyrir skrán­ingu hunds verður 11.900 krónur í stað 20.800 króna áður og árlega þjón­ustu­gjaldið fer úr 19.850 krónum í 9.900 krón­ur. Áfram mun kosta 30.200 krónur að láta hunda­eft­ir­lits­menn borg­ar­innar hand­sama óskráðan hund.



Lækkun gjalds­ins er til­rauna­verk­efni til þriggja ára, en skráðum dýrum þarf að fjölga um 80 pró­sent á því tíma­bili til að reikn­ings­dæmið gangi upp og hunda­gjöldin standi undir hunda­eft­ir­lits­hluta Dýra­þjón­ustu Reykja­vík­ur.



Með breyt­ing­unum sem gerðar hafa verið er hunda­hald form­lega leyft í Reykja­vík. Í bókun meiri­hluta borg­ar­ráðs frá 4. febr­úar segir að á um 40 pró­sent heim­ila í Reyka­vík búi gælu­dýr og að með þessum breyt­ingum vilji meiri­hlut­inn „gera dýrum og gælu­dýra­eig­endum hærra undir höfð­i,“ enda séu dýr mik­il­vægur hluti af borg­ar­sam­fé­lagi.



Telja hunda­leyfi og -gjöld „tíma­skekkju“



Ekki var full sam­staða um þessa breyttu gælu­dýra­stefnu innan borg­ar­ráðs og síðan borg­ar­stjórn­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lagð­ist gegn breyt­ingum í borg­ar­ráði og í bók­unum í fund­ar­gerðum borg­ar­innar má lesa að full­trúar hans og Flokks fólks­ins telji sér­stakar leyf­is­veit­ingar fyrir hunda tíma­skekkju.



Ákvarðanir um breytingar á gæludýraeftirliti borgarinnnar voru staðfestar á fundi borgarstjórnar í vikunni. Mynd: Bára Huld Beck



„Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks fagna lækkun hunda­eft­ir­lits­gjalds en myndu heldur vilja að gjaldið yrði að fullu fellt niður og hunda­eft­ir­lit Reykja­víkur lagt nið­ur. Hunda­eig­endur hafa ekki notið þjón­ustu í skiptum fyrir hunda­eft­ir­lits­gjald borg­ar­innar og telja inn­heimt­una því órétt­mæta gjald­töku,“ segir í bókun borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks. 



Þeir sögðu einnig að örmerkja­skrán­ingar hunda­eig­enda í land­lægan gagna­grunn ættu að fela í sér nægi­lega skrán­ingu og bentu á að í Bret­landi og í öðrum nor­rænum ríkjum hefði sveit­ar­fé­lög lagt niður sína skrán­ing­ar­skyldu eftir að land­lægir örmerkja­gagna­grunnar komu til sög­unn­ar.

Málefni katta hafa færð frá meindýraeftirliti borgarinnar. Mynd: Arnar Þór



„Hið opin­bera þarf ekki að sinna sér­stöku eft­ir­liti eða skrá­setn­ingum hunda enda hafa borg­ar­búar og einka­fram­tak tekið sér þessi verk­efni í hendur með far­sælum hætti hér­lend­is,“ segir í bók­un­inni.



Sagði hunda­eft­ir­lits­menn hafa „lítið sem ekk­ert að gera“



Kol­brún Bald­urs­dóttir áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins í borg­ar­ráði sagði það úrelt fyr­ir­komu­lag að vera að fylgj­ast sér­stak­lega með hunda­haldi í Reykja­vík. Í bókun hennar segir að hunda­eft­ir­lit borg­ar­innar sé óþarfi. Aðeins 8 hundar hefðu verið vistaðir í geymslu árið 2018 og kvört­unum fækkað niður í nokkra tugi árlega.



Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins segir hundagjöld ósanngjörn. Mynd: Bára Huld Beck



„Samt sem áður hefur starfs­gildum ekki fækkað sem er léleg nýt­ing á fjár­munum hunda­eig­enda. Að hunda­leyf­is­gjöldin standi ekki undir kostn­aði stenst ekki skoðun því ástæðan er launa­kostn­aður starfs­manna sem hafa lítið sem ekk­ert að gera og sinna til­gangs­lausum verk­efn­um,“ segir í bókun Kol­brúnar frá 4. febr­ú­ar.



Hún sat hjá við end­an­lega afgreiðslu máls­ins í borg­ar­stjórn í lið­inni viku og gagn­rýndi á ný að verið væri að halda skrá yfir hunda og hunda­eig­end­ur.



„Hunda­eig­endur standa einir undir öllum kostn­aði við dýra­eft­ir­lit í borg­inni. Hunda­eig­endur sjá um sig sjálfir enda eru þeir öfl­ugir á sam­fé­lags­miðlum og fljótir til að aðstoða hvern annan ef upp koma vanda­mál. Hundar valda sjaldan tjóni og hægt er að tryggja hunda hjá trygg­ing­ar­fé­lög­um. Hunda­eft­ir­lits­gjaldið er ekk­ert annað en refsiskattur sem lýsir for­dóm­um,“ segir í bókun Kol­brúnar frá því á þriðju­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent