Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Sam­kvæmt dag­skrá Alþingis á Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, síðar í dag að mæla fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þrettán þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks um órétt­mæti máls­höfð­unar Alþingis gegn ráð­herrum og afsök­un­ar­beiðni. Til­lagan hefur tví­vegis áður verið lögð fram án þess að hafa kom­ist á dag­skrá. Hún snýst um að þing­­­menn­irnir vilja að Alþingi álykti að „rangt hafi verið að leggja til máls­höfðun á hendur ráð­herrum vegna póli­tískra aðgerða eða aðgerða­leys­is, sbr. til­lögu til þings­á­lykt­unar á 138. lög­gjaf­ar­þing­i[...], að rang­lega hafi verið staðið að atkvæða­greiðslu um til­lög­una og að rangt hafi verið að sam­þykkja hana.“

Auk þess vilja þing­menn­irnir að Alþingi álykti að þeir fyrr­ver­andi ráð­herrar sem upp­haf­lega þings­á­lykt­un­ar­til­lagan beind­ist að, og sá ráð­herra sem höfðað var mál gegn, verð­s­kuldi afsök­un­ar­beiðni „frá hlut­að­eig­andi aðil­u­m.“

Til­­lagan sem þing­­menn­irnir 13 vilja að verði ályktað um snýst um höfðun saka­­máls vegna refsi­verðrar hátt­­semi í emb­ætt­is­­færslur á hendur Geir H. Haar­de, sem var for­­sæt­is­ráð­herra Íslands í aðdrag­anda hruns­ins, Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, sem var utan­rík­is­ráð­herra og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í rík­is­stjórn, Árna M. Mathies­en, sem var fjár­mála­ráð­herra, og Björg­vini G. Sig­urðs­syni, sem var við­skipta­ráð­herra. Til­laga um að höfða mál gegn Geir var sam­­þykkt á sínum tíma með 33 atkvæðum gegn 30 í i sept­­em­ber 2010. Til­laga um að höfða mál gegn hinum þremur var felld.

Auglýsing
Auk Sig­mundar Dav­íðs eru þau Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Berg­þór Óla­son, Birgir Þór­ar­ins­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Karl Gauti Hjalta­son, Ólafur Ísleifs­son, Sig­urður Páll Jóns­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Óli Björn Kára­son, Páll Magn­ús­son, Ás­mund­ur Frið­riks­son og Brynjar Níels­son á til­lög­unni. Henni var útbýtt á Alþingi í núver­andi mynd 2. des­em­ber í fyrra.

Núver­andi ráð­herrar á meðal þeirra sem sam­þykktu ákæruna 

Á meðal þeirra sem sam­­­þykktu ákæruna á hendur Geir í þing­inu í sept­­­em­ber 2010 voru nokkrir ráð­herrar sem nú sitja í rík­­­is­­­stjórn með Sjálf­­­stæð­is­­­flokkn­­­um. Þeir eru Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra, Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, Svan­­­dís Svav­­­­­ar­s­dóttir og Ásmundur Einar Daða­­­son. Sig­urður Ingi var raunar einn flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um máls­höfð­un­ina gegn ráð­herr­um. Þau kaus Stein­grímur J. Sig­­­fús­­­son, for­­­seti Alþing­is, einnig með ákærunni.

Rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í skýrslu sinni sem birt var í apríl 2010 að nokkrir íslenskir ráð­herrar hefðu sýnt af sér van­rækslu í starfi í aðdrag­anda hruns­ins. Þing­­­­manna­­­­nefnd sem skipuð var til að fjalla um skýrsl­una komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í sept­­­­em­ber 2010 að ákæra ætti fjóra fyrr­ver­andi ráð­herra, þau Geir H. Haar­de, Árna Mathies­en, Ing­i­­­­björgu Sól­­­­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­­­­urðs­­­­son, fyrir Lands­­­­dómi vegna þess­­­­arar van­rækslu.

Þegar alþing­is­­­­menn kusu um málið varð nið­­­­ur­­­­staðan hins vegar sú að ein­ungis Geir var ákærð­­­­ur. Nokkrir þing­­­­menn Sam­­­­fylk­ingar ákváðu að segja já við ákæru á hendur ráð­herrum Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins en hlífa sínum flokks­­­­mönn­­­­um.

Lands­­­­dóms­­­­mál­inu lauk með því að Geir var fund­inn sekur um einn ákæru­lið en þeir voru upp­­­­haf­­­­lega sex. Honum var ekki gerð refs­ing. Geir kærði máls­­­­með­­­­­­­ferð­ina til Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls Evr­­­­ópu. Það mál tap­að­ist í nóv­­­em­ber síð­­­ast­liðn­­­­­um.

Skipu­lagt eftir flokkspóli­­­tískum línum

Flutn­ings­­­menn segja í grein­ar­gerð að nið­­­ur­­­staða Lands­­­dóms hafi sýnt að ekki hafi verið til­­­efni til ákæru, að ekki hefði verið gætt sam­ræmis við beit­ingu laga um Lands­­­dóm þar sem lög­­­unum hefur ekki verið beitt í öðrum til­­­vikum er varða stjórn­­­­­mála­­­legar ákvarð­­­anir og aðgerðir sem stefnt hafa hags­munum rík­­­is­ins í hætt­u. 

Þá telja þeir að atkvæða­greiðsla um máls­höfðun hafi borið þess merki þess að nið­­­ur­­­staða um það hverja skyldi ákæra „hefði ann­að­hvort verið til­­­vilj­ana­­­kennd eða skipu­lögð eftir flokkspóli­­­tískum lín­um“, og að lýð­ræð­is­­­legu stjórn­­­­­ar­fari lands­ins standi ógn af því ef reynt sé að fá starf­andi eða fyrr­ver­andi stjórn­­­­­mála­­­menn dæmda til fang­els­is­vistar vegna póli­­­tískra aðgerða eða aðgerða­­­leysis „án þess að um hafi verið að ræða ásetn­ing um brot“. 

Ýmsar stjórn­­­­­mála­­­legar stefnur og ákvarð­an­ir, eða aðgerða­­­leysi, geti verið skað­­­legar hags­munum rík­­­is­ins án þess að ætl­­­unin hafi verið að valda tjóni. „Slíkt álita­­­mál beri að leiða til lykta í kosn­­­ingum en ekki fyrir dóm­stól­­­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent