Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Auglýsing

Sam­kvæmt dag­skrá Alþingis á Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, síðar í dag að mæla fyrir þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þrettán þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks og Mið­flokks um órétt­mæti máls­höfð­unar Alþingis gegn ráð­herrum og afsök­un­ar­beiðni. Til­lagan hefur tví­vegis áður verið lögð fram án þess að hafa kom­ist á dag­skrá. Hún snýst um að þing­­­menn­irnir vilja að Alþingi álykti að „rangt hafi verið að leggja til máls­höfðun á hendur ráð­herrum vegna póli­tískra aðgerða eða aðgerða­leys­is, sbr. til­lögu til þings­á­lykt­unar á 138. lög­gjaf­ar­þing­i[...], að rang­lega hafi verið staðið að atkvæða­greiðslu um til­lög­una og að rangt hafi verið að sam­þykkja hana.“

Auk þess vilja þing­menn­irnir að Alþingi álykti að þeir fyrr­ver­andi ráð­herrar sem upp­haf­lega þings­á­lykt­un­ar­til­lagan beind­ist að, og sá ráð­herra sem höfðað var mál gegn, verð­s­kuldi afsök­un­ar­beiðni „frá hlut­að­eig­andi aðil­u­m.“

Til­­lagan sem þing­­menn­irnir 13 vilja að verði ályktað um snýst um höfðun saka­­máls vegna refsi­verðrar hátt­­semi í emb­ætt­is­­færslur á hendur Geir H. Haar­de, sem var for­­sæt­is­ráð­herra Íslands í aðdrag­anda hruns­ins, Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, sem var utan­rík­is­ráð­herra og odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í rík­is­stjórn, Árna M. Mathies­en, sem var fjár­mála­ráð­herra, og Björg­vini G. Sig­urðs­syni, sem var við­skipta­ráð­herra. Til­laga um að höfða mál gegn Geir var sam­­þykkt á sínum tíma með 33 atkvæðum gegn 30 í i sept­­em­ber 2010. Til­laga um að höfða mál gegn hinum þremur var felld.

Auglýsing
Auk Sig­mundar Dav­íðs eru þau Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Berg­þór Óla­son, Birgir Þór­ar­ins­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Karl Gauti Hjalta­son, Ólafur Ísleifs­son, Sig­urður Páll Jóns­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Óli Björn Kára­son, Páll Magn­ús­son, Ás­mund­ur Frið­riks­son og Brynjar Níels­son á til­lög­unni. Henni var útbýtt á Alþingi í núver­andi mynd 2. des­em­ber í fyrra.

Núver­andi ráð­herrar á meðal þeirra sem sam­þykktu ákæruna 

Á meðal þeirra sem sam­­­þykktu ákæruna á hendur Geir í þing­inu í sept­­­em­ber 2010 voru nokkrir ráð­herrar sem nú sitja í rík­­­is­­­stjórn með Sjálf­­­stæð­is­­­flokkn­­­um. Þeir eru Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra, Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, Svan­­­dís Svav­­­­­ar­s­dóttir og Ásmundur Einar Daða­­­son. Sig­urður Ingi var raunar einn flutn­ings­manna þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar um máls­höfð­un­ina gegn ráð­herr­um. Þau kaus Stein­grímur J. Sig­­­fús­­­son, for­­­seti Alþing­is, einnig með ákærunni.

Rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í skýrslu sinni sem birt var í apríl 2010 að nokkrir íslenskir ráð­herrar hefðu sýnt af sér van­rækslu í starfi í aðdrag­anda hruns­ins. Þing­­­­manna­­­­nefnd sem skipuð var til að fjalla um skýrsl­una komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í sept­­­­em­ber 2010 að ákæra ætti fjóra fyrr­ver­andi ráð­herra, þau Geir H. Haar­de, Árna Mathies­en, Ing­i­­­­björgu Sól­­­­rúnu Gísla­dóttur og Björg­vin G. Sig­­­­urðs­­­­son, fyrir Lands­­­­dómi vegna þess­­­­arar van­rækslu.

Þegar alþing­is­­­­menn kusu um málið varð nið­­­­ur­­­­staðan hins vegar sú að ein­ungis Geir var ákærð­­­­ur. Nokkrir þing­­­­menn Sam­­­­fylk­ingar ákváðu að segja já við ákæru á hendur ráð­herrum Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins en hlífa sínum flokks­­­­mönn­­­­um.

Lands­­­­dóms­­­­mál­inu lauk með því að Geir var fund­inn sekur um einn ákæru­lið en þeir voru upp­­­­haf­­­­lega sex. Honum var ekki gerð refs­ing. Geir kærði máls­­­­með­­­­­­­ferð­ina til Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls Evr­­­­ópu. Það mál tap­að­ist í nóv­­­em­ber síð­­­ast­liðn­­­­­um.

Skipu­lagt eftir flokkspóli­­­tískum línum

Flutn­ings­­­menn segja í grein­ar­gerð að nið­­­ur­­­staða Lands­­­dóms hafi sýnt að ekki hafi verið til­­­efni til ákæru, að ekki hefði verið gætt sam­ræmis við beit­ingu laga um Lands­­­dóm þar sem lög­­­unum hefur ekki verið beitt í öðrum til­­­vikum er varða stjórn­­­­­mála­­­legar ákvarð­­­anir og aðgerðir sem stefnt hafa hags­munum rík­­­is­ins í hætt­u. 

Þá telja þeir að atkvæða­greiðsla um máls­höfðun hafi borið þess merki þess að nið­­­ur­­­staða um það hverja skyldi ákæra „hefði ann­að­hvort verið til­­­vilj­ana­­­kennd eða skipu­lögð eftir flokkspóli­­­tískum lín­um“, og að lýð­ræð­is­­­legu stjórn­­­­­ar­fari lands­ins standi ógn af því ef reynt sé að fá starf­andi eða fyrr­ver­andi stjórn­­­­­mála­­­menn dæmda til fang­els­is­vistar vegna póli­­­tískra aðgerða eða aðgerða­­­leysis „án þess að um hafi verið að ræða ásetn­ing um brot“. 

Ýmsar stjórn­­­­­mála­­­legar stefnur og ákvarð­an­ir, eða aðgerða­­­leysi, geti verið skað­­­legar hags­munum rík­­­is­ins án þess að ætl­­­unin hafi verið að valda tjóni. „Slíkt álita­­­mál beri að leiða til lykta í kosn­­­ingum en ekki fyrir dóm­stól­­­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent