Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna

Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.

Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Auglýsing

Að mati Bænda­sam­taka Íslands hefur ekki verið sýnt fram á með full­nægj­andi hætti hver sé raun­veru­leg þörf á að upp­lýs­ingar um land­bún­að­ar­styrki séu gerðar opin­berar að frum­kvæði stjórn­valda. Þetta kemur fram í umsögn sam­tak­anna sem send var atvinnu­vega­nefnd Alþingis í vik­unni vegna til­lögu til þings­á­lykt­unar um birt­ingu upp­lýs­inga um opin­bera styrki og aðrar greiðslur í land­bún­aði.Í umsögn­inni segir að Bænda­sam­tökin séu hlynnt gagn­sæi í með­ferð opin­bers fjár og greið­ara aðgengi almenn­ings að upp­lýs­ingum sem falla með skýrum hætti innan gild­is­sviðs upp­lýs­inga­laga. Það sé hins vegar ekki svo ein­falt að heim­ila óheftan aðgang almenn­ings að upp­lýs­ingum um opin­bera styrki því í fámenn­ari búgrein­um, svo sem í svína- og kjúklinga­rækt, geti verið um við­kvæmar upp­lýs­ingar að ræða vegna sam­keppn­is­stöðu og mik­il­vægra við­skipta­hags­muna bænda.Upp­lýs­ing­arnar verði ókeypis og öllum aðgengi­legar

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan kveður á um að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra birti opin­ber­lega upp­lýs­ingar um styrki og aðrar greiðslur sem veittar eru á grund­velli búvöru­samn­inga. Þessar upp­lýs­ingar skulu vera birtar raf­rænt, vera öllum aðgengi­legar og kosta ekk­ert. Þá verði birtar upp­lýs­ingar fyrir hvert ár um fjár­hæð styrkja, grund­völl þeirra og nafn og búsetu styrk­þega. Flutn­ings­menn til­lög­unnar eru þing­flokkur Við­reisn­ar, þau Jón Stein­dór Valdi­mars­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Hanna Katrín Frið­riks­son og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir.

Auglýsing


Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram hún hafi verið lögð fram á síð­asta lög­gjaf­ar­þingi og sé nú end­ur­flutt nán­ast óbreytt. „Mark­miðið með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þess­ari er að tryggja gagn­sæi í veit­ingu almanna­fjár til fram­leið­enda á sviði land­bún­að­ar. Erfitt hefur reynst fyrir hags­muna­að­ila og almenn­ing að nálg­ast upp­lýs­ingar um slíkar greiðslur að und­an­skil­inni ósund­ur­greindri heild­ar­fjár­hæð í fjár­lögum hvers árs. Er þar munur á greiðslum á grund­velli búvöru­samn­inga og því sem almennt gildir um stuðn­ing íslenska rík­is­ins við sjálf­stæða atvinnu­rek­end­ur.“Sam­bæri­legar upp­lýs­ingar aðgengi­legar í nágranna­löndum

Þar segir einnig að sam­kvæmt 13. grein upp­lýs­inga­laga skuli stjórn­völd veita almenn­ingi upp­lýs­ingar um starf­semi sína og vinna mark­visst að því að gera gagna­grunna og skrár aðgengi­leg með raf­rænum hætti. „Slík hefur þó ekki verið fram­kvæmdin þegar kemur að upp­lýs­ingum um opin­bera styrki og greiðslur til fram­leið­enda á sviði land­bún­að­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inni.Nú þegar birta stjórn­völd upp­lýs­ingar um opin­bera styrki í ein­hverjum mæli að eigin frum­kvæði líkt og segir í grein­ar­gerð­inni, til dæmis atvinnu­lífs-, rann­sókn­ar- og menn­ing­ar­styrki á vegum Rannís, lista­manna­laun og styrki á vegum verk­efn­is­ins Atvinnu­mál kvenna. Þar er einnig sagt að upp­lýs­ingar um stuðn­ing til land­bún­aðar opin­berar og aðgengi­legar á vef í nágranna­löndum okkar og innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Loka­orð grein­ar­gerð­ar­innar eru á þá leið að með því að gefa almenn­ingi kost að afla sér upp­lýs­inga um opin­bera styrki í land­bún­aði megi auka traust til atvinnu­grein­ar­innar auk þess sem það felur í sér aukið gagn­sæi í með­ferð opin­bers fjár.Hvetja stjórn­völd til að leita til sam­keppn­is­yf­ir­valda

Líkt og áður segir telja Bænda­sam­tökin ekki vera búið að sýna fram á þörf­ina til þess að gera þessar upp­lýs­ingar opin­ber­ar. Í umsögn sinni er það einnig sagt „óljóst hver þörf eða eft­ir­spurn eftir upp­lýs­ing­unum er raun­veru­lega og í hvaða til­fellum slíkar upp­lýs­ingar eiga ekki erindi við almenn­ing skv. upp­lýs­inga­lög­um.“Bænda­sam­tökin beina því einnig til stjórn­valda að leita álits sam­keppn­is­yf­ir­valda áður en lengra er hald­ið, sé það vilji stjórn­valda að veita aðgang að þeim upp­lýs­ingum sem þings­á­lykt­un­ar­til­lagan nær til.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent