Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli

Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Auglýsing

Til marks um að bar­dag­inn um bólu­efnin sé haf­inn fyrir alvöru er sú ákvörðun ítal­skra stjórn­valda að stöðva fyr­ir­hug­aða send­ingu 250 þús­und skammta af bólu­efni til Ástr­al­íu. Evr­ópu­sam­bandið gerir ekki athuga­semdir við ákvörð­un­ina. Enda var hún byggð á fyr­ir­komu­lagi sem fram­kvæmda­stjórn þess kynnti til sög­unnar í jan­ú­ar: Að sækja þyrfti um sér­stakt leyfi til stjórn­valda í við­kom­andi ríki innan sam­bands­ins áður en bólu­efni væri flutt út.  

Sú ákvörðun sam­bands­ins snéri fyrst og fremst að lyfja­fyr­ir­tæk­inu Astr­aZeneca. Skærur brut­ust út á milli fram­kvæmda­stjórn­ar­innar og fyr­ir­tæk­is­ins eftir að það til­kynnti að minna yrði til skipt­anna af bólu­efn­inu innan ESB en áætl­anir höfðu upp­runa­lega gert ráð fyr­ir. Stjórnin sagði það samn­ings­brot. Sér­stak­lega í ljósi þess að Bretar og fleiri ríki fengju alla sína skammta þrátt fyrir fram­leiðslu­erf­ið­leika. Fyr­ir­tækið benti hins vegar á að ESB hefði dregið lapp­irnar í samn­inga­gerð­inn­i. 

Auglýsing

Og það er einmitt bólu­efni frá því fyr­ir­tæki sem ítölsk stjórn­völd sitja nú á og neita að heim­ila að sent verði til Ástr­alíu eins og til stóð. Bólu­efni sem fram­leitt er í verk­smiðjum Astr­aZeneca á Ítal­íu. Fram­kvæmda­stjórn ESB getur ógilt þá ákvörðun en ekki er útlit fyrir að það verði gert. Enda gerðu Ítal­ir, að því er heim­ildir Polit­ico og fleiri fjöl­miðla herma, stjórn­inni fyr­ir­ætl­anir sínar ljósar fyrr í vik­unni og eftir skoðun tók hún undir með þeim: Hætta væri á að svo stór send­ing til Ástr­alíu myndi brjóta í bága við bólu­efna­samn­inga sem ESB hefur gert.

Þetta er ekki í sam­ræmi við þau svör sem João Aguiar Machado, sendi­herra ESB hjá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni, gaf fyrr í vik­unni. „Frá því að fyr­ir­komu­lagið tók gildi þann 1. febr­úar höfum við fengið 150 beiðnir um útflutn­ing [á bólu­efn­i]. Við höfum heim­ilað þær all­ar. Ég end­ur­tek, all­ar.“

Ekki við­kvæmt ríki

Það var við­skipta­blaðið Fin­ancial Times sem fyrst greindi frá ákvörðun Ítala. Í frétt blaðs­ins í gær­kvöldi kom fram að ástæður hennar væru m.a. þær að Ástr­alía teld­ist ekki „við­kvæmt“ ríki hvað far­ald­ur­inn varð­ar. Þar sé hann undir nokkuð góðri stjórn í augna­blik­inu. Í öðru lagi þótti send­ingin of stór, 250 þús­und skammt­ar, sem krefj­ist sér­stakrar athug­un­ar. 

Við­brögð Ástr­ala hafa hingað til verið kurt­eis­is­leg. Sjálfir eru þeir að hefja, ef allt gengur að óskum, nokkuð umfangs­mikla fram­leiðslu bólefna á næst­unni. Þeir hafa þó vin­sam­lega beðið fram­kvæmda­stjórn ESB að end­ur­skoða ákvörð­un­ina. Ef loka­svarið verður hið sama gæti annað hljóð komið í strokk­inn.

Bóluefnið sem senda átti til Ástralíu hafði AstraZeneca framleitt í verksmiðju sinni á Ítalíu. Mynd: EPA

Evr­ópu­sam­bandið hafði veðjað nokkuð stórt á bólu­efni Astr­aZeneca sem þróað var af vís­inda­mönnum við Oxford háskóla. Þeir voru þeir fyrstu til að ljúka við fyrstu fasa rann­sókn sína, sem lof­uðu góðu, þó að bæði Pfizer og Moderna hafi svo tekið fram úr í þró­un­ar­ferl­inu og fengið mark­aðs­leyfi á und­an. 

Hindr­anir í fram­leiðslu bólu­efnis Astr­aZeneca urðu hins vegar til þess að í stað þess að afhenda 100 milljón skammta til ESB á fyrsta árs­fjórð­ungi verða þeir nær 40 millj­ón­um. 

Í ljósi alls þessa kemur það ekki öllum á óvart að það hafi verið útflutn­ingur af bólu­efni Astr­aZeneca sem hafi verið stöðv­aður en ekki ein­hverra ann­arra fram­leið­enda.

En ef aðrir beita sömu brögð­um?

Útflutn­ings­höml­urnar sem ESB setti á njóta stuðn­ings leið­toga ríkja sam­bands­ins. Þeir hafa þó sumir hverjir vakið athygli fram­kvæmda­stjórn­ar­innar á því að fleiri, t.d. Banda­rík­in, gætu ef út í það er far­ið, beitt svip­uðum með­ulum til að hindra útflutn­ing bólu­efna.

Um þetta er m.a. fjallað í bréfi sem Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, sendi Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórnar ESB, í febr­ú­ar. Áhyggj­urnar snúa að nýju bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins John­son & John­son en þess er vænst að Evr­ópska lyfja­stofn­unin veiti því mark­aðs­leyfi á fundi sínum 11. mars. Það gæti þá komið á markað í apr­íl. 

Bólu­efni John­son & John­son verður m.a. fram­leitt í verk­smiðju í Belgíu en í ljós hefur komið að fyr­ir­tækið ætlar sér að klára fram­leiðslu­ferlið, setja efnið í lyfjaglös­in, handan hafs­ins – í Banda­ríkj­un­um. Frederik­sen er meðal þeirra sem telja þetta fyr­ir­komu­lag bjóða hætt­unni heim. Að stjórn­völd í Banda­ríkj­unum geti þá heft dreif­ingu þess til Evr­ópu. Og gera þurfi eitt­hvað í mál­inu til að tryggja hags­muni Evr­ópu­landa.

Af þessu þarf ekki að hafa áhyggj­ur, hafa Banda­ríkja­menn síðar sag­t. 

Auglýsing

Harð­lega hefur verið gagn­rýnt hversu langan tíma tók ESB að klára samn­inga við lyfja­fyr­ir­tæk­in. Það gerð­ist í ágúst hvað Astr­aZeneca varðar en mörgum vikum fyrr hafði fyr­ir­tækið gengið til samn­inga við Bret­land og fleiri ríki. Sama var uppi á ten­ingnum varð­andi samn­inga við Moderna og Pfiz­er. Ekki var gengið frá þeim fyrr en í  nóv­em­ber. 

Þetta á sér ýmsar skýr­ingar sem sumir hafa þó hrist höf­uðið yfir. Þannig er talið að samn­inga­nefnd ESB hafi verið umhugað um að ná niður verðum og tryggja að lyfja­fyr­ir­tækin – ekki sam­bandið – yrði ábyrgt fyrir áhrifum mögu­legra auka­verk­ana bólu­efn­anna. Á meðan ein­stök ríki gengu hratt og örugg­lega til samn­inga og pönt­uðu risa send­ingar ákvað samn­inga­nefnd ESB að „prútta eins og hún væri á útsölu­torgi“ á meðan versti veiru­far­aldur í meira en heila öld er að ganga yfir heims­byggð­ina, líkt og það er orðað í frétta­skýr­ingu Spi­egel um samn­inga­við­ræð­urn­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar