Ókláruðum íbúðum fækkar ört

Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.

7DM_9549_raw_2111.JPG
Auglýsing

Í síð­ustu viku voru rétt rúm­lega 4 þús­und ófull­búnar íbúðir á Íslandi og hefur þeim fækkað um 1.700 frá byrjun síð­asta árs. Leita þarf aftur til ára­mót­anna 2016 og 2017 til að finna jafn­lít­inn fjölda ófull­bú­inna íbúða, en á síð­ustu fjórum árum hefur þeim fjölgað í takt við aukna virkni á bygg­ing­ar­mark­aði. Þetta kemur fram í nýrri fast­eigna­gátt þjóð­skrár, þar sem nálg­ast má tölur um fjölda full­bú­inna og ófull­bú­inna íbúða. 

Mikil fjölgun síð­ustu árin

Frá árinu 2006 hefur full­búnum íbúðum að með­al­tali fjölgað um 1.700 á hverju ári. Á síð­ustu fjórum árum hefur fjölg­unin þó verið nokkuð yfir þessu með­al­tali og var hún mest á síð­asta ári, þegar full­búnum íbúðum fjölg­aði um tæp­lega 3.400 tals­ins. 

Á sama tíma hefur fjöldi ófull­bú­inna íbúða einnig fjölg­að, úr 3.900 í lok árs 2016 í 5.800 árið 2019. Þetta var mesti fjöldi ófull­bú­inna íbúða sem mælst hafði í lok árs frá því í fjár­málakrepp­unni árið 2009, en þá voru 6.500 íbúðir ókláraðar á land­inu. Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an. 

 

Mynd: Kjarninn. Heimild: Þjóðskrá

Búast við minnk­andi fram­boði

Sam­kvæmt tölum Hag­stofu tæp­lega tvö­fald­að­ist íbúða­fjár­fest­ing á þessu tíma­bili, þótt tekið sé til­lit til verð­bólgu. í fyrra lækk­aði hún svo örlítið aft­ur. Sam­kvæmt fast­eigna­gátt­inni stór­fækk­aði einnig ófull­búnum íbúðum í fyrra, en þær voru fjórð­ungi færri við síð­ustu ára­mót heldur en í byrjun árs 2020. Þessum íbúðum hefur svo haldið áfram að fækka það sem af er ári, en í þess­ari viku voru þær um 300 færri en þær voru í byrjun árs.

Auglýsing

Þessi þróun er í sam­ræmi við álykt­anir í nýlegri skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um stöðu og þróun mála á íbúða­mark­aði í ár. Þar var búist við miklum sam­drætti á bygg­ing­ar­mark­aði, en sam­kvæmt stofn­un­inni er hætt við að fram­boð nýrra eigna drag­ist saman á næstu árum vegna þess. Verði þessi sam­dráttur við­var­andi býst HMS við að óupp­fyllt íbúða­þörf muni aukast á næst­unni.

Gögn fast­eigna­gátt­ar­innar eru einnig í sam­ræmi við síð­ustu íbúða­taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins (SI) í sept­em­ber í fyrra. Í þeirri taln­ingu sást að mik­ill sam­dráttur var á óupp­fylltum íbúð­um, sér í lagi á íbúðum á fyrstu bygg­ing­ar­stig­um. Sam­tökin bjugg­ust þá við að full­búnum íbúðum muni fækka í ár og á næsta ári.

Árin eftir hrun víti til varn­aðar

HMS varar við miklum sam­drætti í bygg­ing­ar­iðn­aði í skýrslu sinni, í ljósi þess hve langan tíma það gæti tekið fyrir bygg­ing­ar­iðn­að­inn að ná upp fullum afköstum aftur og skila nýjum íbúðum á mark­að­inn.

Sam­kvæmt stofn­un­inni var iðn­að­ur­inn lengi að ná aftur vopnum sínum í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008. Eftir margra ára van­fjár­fest­ingu mynd­að­ist svo íbúða­skortur sam­hliða skörpum verð­hækk­unum þegar eft­ir­spurn eftir þeim tók að aukast aftur vegna komu fleiri ferða­manna til lands­ins. Í því umhverfi versnuðu mögu­leikar heim­ila til að verða sér úti um hús­næði á fast­eigna- og leigu­mark­aði, sam­kvæmt skýrslu HMS.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent