365 innheimtir ekki virðisaukaskatt vegna fjarskiptaþjónustu

365.jpg
Auglýsing

Á greiðslu­seðlum 365 vegna sér­stakra á­skrift­ar­pakka, er ekki gert ráð fyrir virð­is­auka­skatti vegna fjar­skipta­þjón­ustu, sem inni­falin er "end­ur­gjalds­laus" í til­boð­un­um. Sam­kvæmt lögum um virð­is­auka­skatt er það óheim­ilt, og gildir þá einu þó skatt­skyld þjón­usta sé veitt án end­ur­gjalds.

Ljós­hraða­net og heima­sími fylgir á 0 kr.Fjöl­miðla­sam­steypan 365 aug­lýsir fimm áskrift­ar­til­boð, svo­kall­aða til­boð­s­pakka, á heima­síðu sinni þar sem full­yrt er að ljós­hraða­net og heima­sími fylgi með í til­boð­inu á núll krón­ur. Pakk­arnir sem um ræðir eru Skemmti­pakk­inn, Sport­pakk­inn, Stóri pakk­inn, Risa pakk­inn og Enski pakk­inn. Skemmti­pakk­inn er ódýrast­ur, kostar 8.490 krónur á mán­uði, en Risa pakk­inn kostar mest, eða 23.990 krónur á mán­uði.

Kjarn­inn hefur undir höndum greiðslu­seðil vegna áskriftar að Skemmti­pakka 365. Þar ber upp­hæðin sem er til inn­heimtu 8.490 sjö pró­senta virð­is­auka­skatt, sem útleggst á rúmar 555 krón­ur. Það er að hluta til í sam­ræmi við skatta­lög, enda bera afnota­gjöld hljóð­varps- og sjón­varps­stöðva sjö pró­senta virð­is­auka­skatt. Fjar­skipta­þjón­usta ber hins vegar 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatt, en hvergi er minnst á fjar­skipta­þjón­ust­una sem inni­fal­inn er í pakka­til­boð­inu, enda þjón­ustan "ókeypis" sam­kvæmt til­boð­inu.

greidslusedill Hér má sjá hvar 365 inn­heimtir sjö pró­senta virð­is­auka­skatt í sam­ræmi við skatt­pró­sentu vegna sjón­varps­á­skrift­ar. Fjar­skipta­þjón­ustan er hins vegar hvergi sjá­an­leg á greiðslu­seðl­in­um.

Auglýsing

Þegar gef­inn er út reikn­ingur vegna sölu­vöru sem ber að hluta 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatt en að hluta sjö pró­senta virð­is­auka­skatt á að aðgreina söl­una eftir skatt­hlut­föllum þannig að heilda­ver­verð vöru og þjón­ustu, ásamt virð­is­auka­skatti, komi sér­stak­lega fram vegna hvors skatt­hlut­falls. Er kveðið á um þetta í lögum um virð­is­auka­skatt.

Skiptir engu þó skatt­skyld þjón­usta sé afhent án end­ur­gjaldsSelji þjón­ustu­að­ili, án sér­stakrar sund­ur­lið­unar á sölu­reikn­ingi, skatt­skyldar vörur eða þjón­ustu sem bera ýmist 25,5 eða sjö pró­senta virð­is­auka­skatt inn í órjúf­an­legri heild, til dæmis til­boð­s­pakka, og kaup­andi hefur ekki val um að kaupa vör­urnar í sitt hvoru lagi, ber að leggja virð­is­auka­skatt á heild­ina í sam­ræmi við þá vöru eða þjón­ustu innan til­boð­s­pakk­ans sem ber hæsta virð­is­auka­skatt­inn. Ekki er skýrt kveðið á um þetta í skatta­lög­gjöf­inni, heldur er þetta túlkun sem leidd er af meg­in­regl­unni að skatt­skyldar vörur og þjón­usta beri almennt 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatt.

Sam­kvæmt lögum um virð­is­auka­skatt skiptir engu þó 365 sé bein­línis að afhenda fjar­skipta­þjón­ustu end­ur­gjalds­laust. Ef skatt­skyldur aðili, sem 365 vissu­lega er, afhendir án end­ur­gjalds skatt­skyldar vörur eða þjón­ustu, eins og fjar­skipta­þjón­ust­u, ber engu að síður að reikna virð­is­auka­skatt vegna slíkrar afhend­ingar og skila í rík­is­sjóð, og skal þá miða við almennt gang­verð til grund­vallar skatt­verð­inu.

365 sendir að jafn­aði út tvo greiðslu­seðla á mán­uði, ann­ars vegar vegna áður­nefndra áskrifta­til­boða og hins vegar meðal ann­ars vegna umfram gagna­magns, leigu á beini og vegna ljós­leið­ara­gjalds sem rennur til Mílu. Á þeim greiðslu­seðlum er ekki heldur gert ráð fyrir 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatts vegna fjar­skipta­þjón­ustu, það er ljós­hraða­nets og heima­síma.

Í svari Rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vildi emb­ættið ekki svara því hvort málið sé til skoð­unar þar. Þá kveðst rík­is­skatt­stjóri ekki geta tjáð sig um skatt­skil eða önnur mál­efni ein­stakra aðila.

365 vinnur að breyt­ingum á fram­setn­ing­u greiðslu­seðlaÍ svari Sig­rúnar L. Sig­ur­jóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs 365, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að fyr­ir­tækið reikni og skili tví­skiptum virð­is­auka af sjón­varps­þjón­ustu og fjar­skipta­þjón­ustu. "Það er hins­vegar rétt ábend­ing að þessi útreikn­ingur kemur ekki fram með sýni­legum hætti á reikn­ingnum fyrir sjón­varps­þjón­ust­una en verið er að vinna að því að breyta fram­setn­ingu þannig að þessi útreikn­ingur sé sýni­leg­ur."

Þá sé sömu­leiðis unnið að því að tryggja að við­skipta­vinir fái einn sam­eig­in­legan greiðslu­seðil þegar þeir kaupa fjar­skipta- og sjón­varps­þjón­ustu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None