365 innheimtir ekki virðisaukaskatt vegna fjarskiptaþjónustu

365.jpg
Auglýsing

Á greiðslu­seðlum 365 vegna sér­stakra á­skrift­ar­pakka, er ekki gert ráð fyrir virð­is­auka­skatti vegna fjar­skipta­þjón­ustu, sem inni­falin er "end­ur­gjalds­laus" í til­boð­un­um. Sam­kvæmt lögum um virð­is­auka­skatt er það óheim­ilt, og gildir þá einu þó skatt­skyld þjón­usta sé veitt án end­ur­gjalds.

Ljós­hraða­net og heima­sími fylgir á 0 kr.Fjöl­miðla­sam­steypan 365 aug­lýsir fimm áskrift­ar­til­boð, svo­kall­aða til­boð­s­pakka, á heima­síðu sinni þar sem full­yrt er að ljós­hraða­net og heima­sími fylgi með í til­boð­inu á núll krón­ur. Pakk­arnir sem um ræðir eru Skemmti­pakk­inn, Sport­pakk­inn, Stóri pakk­inn, Risa pakk­inn og Enski pakk­inn. Skemmti­pakk­inn er ódýrast­ur, kostar 8.490 krónur á mán­uði, en Risa pakk­inn kostar mest, eða 23.990 krónur á mán­uði.

Kjarn­inn hefur undir höndum greiðslu­seðil vegna áskriftar að Skemmti­pakka 365. Þar ber upp­hæðin sem er til inn­heimtu 8.490 sjö pró­senta virð­is­auka­skatt, sem útleggst á rúmar 555 krón­ur. Það er að hluta til í sam­ræmi við skatta­lög, enda bera afnota­gjöld hljóð­varps- og sjón­varps­stöðva sjö pró­senta virð­is­auka­skatt. Fjar­skipta­þjón­usta ber hins vegar 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatt, en hvergi er minnst á fjar­skipta­þjón­ust­una sem inni­fal­inn er í pakka­til­boð­inu, enda þjón­ustan "ókeypis" sam­kvæmt til­boð­inu.

greidslusedill Hér má sjá hvar 365 inn­heimtir sjö pró­senta virð­is­auka­skatt í sam­ræmi við skatt­pró­sentu vegna sjón­varps­á­skrift­ar. Fjar­skipta­þjón­ustan er hins vegar hvergi sjá­an­leg á greiðslu­seðl­in­um.

Auglýsing

Þegar gef­inn er út reikn­ingur vegna sölu­vöru sem ber að hluta 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatt en að hluta sjö pró­senta virð­is­auka­skatt á að aðgreina söl­una eftir skatt­hlut­föllum þannig að heilda­ver­verð vöru og þjón­ustu, ásamt virð­is­auka­skatti, komi sér­stak­lega fram vegna hvors skatt­hlut­falls. Er kveðið á um þetta í lögum um virð­is­auka­skatt.

Skiptir engu þó skatt­skyld þjón­usta sé afhent án end­ur­gjaldsSelji þjón­ustu­að­ili, án sér­stakrar sund­ur­lið­unar á sölu­reikn­ingi, skatt­skyldar vörur eða þjón­ustu sem bera ýmist 25,5 eða sjö pró­senta virð­is­auka­skatt inn í órjúf­an­legri heild, til dæmis til­boð­s­pakka, og kaup­andi hefur ekki val um að kaupa vör­urnar í sitt hvoru lagi, ber að leggja virð­is­auka­skatt á heild­ina í sam­ræmi við þá vöru eða þjón­ustu innan til­boð­s­pakk­ans sem ber hæsta virð­is­auka­skatt­inn. Ekki er skýrt kveðið á um þetta í skatta­lög­gjöf­inni, heldur er þetta túlkun sem leidd er af meg­in­regl­unni að skatt­skyldar vörur og þjón­usta beri almennt 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatt.

Sam­kvæmt lögum um virð­is­auka­skatt skiptir engu þó 365 sé bein­línis að afhenda fjar­skipta­þjón­ustu end­ur­gjalds­laust. Ef skatt­skyldur aðili, sem 365 vissu­lega er, afhendir án end­ur­gjalds skatt­skyldar vörur eða þjón­ustu, eins og fjar­skipta­þjón­ust­u, ber engu að síður að reikna virð­is­auka­skatt vegna slíkrar afhend­ingar og skila í rík­is­sjóð, og skal þá miða við almennt gang­verð til grund­vallar skatt­verð­inu.

365 sendir að jafn­aði út tvo greiðslu­seðla á mán­uði, ann­ars vegar vegna áður­nefndra áskrifta­til­boða og hins vegar meðal ann­ars vegna umfram gagna­magns, leigu á beini og vegna ljós­leið­ara­gjalds sem rennur til Mílu. Á þeim greiðslu­seðlum er ekki heldur gert ráð fyrir 25,5 pró­senta virð­is­auka­skatts vegna fjar­skipta­þjón­ustu, það er ljós­hraða­nets og heima­síma.

Í svari Rík­is­skatt­stjóra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans vildi emb­ættið ekki svara því hvort málið sé til skoð­unar þar. Þá kveðst rík­is­skatt­stjóri ekki geta tjáð sig um skatt­skil eða önnur mál­efni ein­stakra aðila.

365 vinnur að breyt­ingum á fram­setn­ing­u greiðslu­seðlaÍ svari Sig­rúnar L. Sig­ur­jóns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs 365, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að fyr­ir­tækið reikni og skili tví­skiptum virð­is­auka af sjón­varps­þjón­ustu og fjar­skipta­þjón­ustu. "Það er hins­vegar rétt ábend­ing að þessi útreikn­ingur kemur ekki fram með sýni­legum hætti á reikn­ingnum fyrir sjón­varps­þjón­ust­una en verið er að vinna að því að breyta fram­setn­ingu þannig að þessi útreikn­ingur sé sýni­leg­ur."

Þá sé sömu­leiðis unnið að því að tryggja að við­skipta­vinir fái einn sam­eig­in­legan greiðslu­seðil þegar þeir kaupa fjar­skipta- og sjón­varps­þjón­ustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None