365 miðlar teknir á teppið fyrir að sýna UFC án viðvarana

gunnar-nelson2.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd tók í októ­ber til skoð­unar útsend­ingu á dag­skrár­liðnum UFC Fight Night, sem sýndur var á Stöð 2 Sport laug­ar­dag­inn 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Í þætt­inum var sýnt beint frá bar­daga Gunn­ars Nel­son og Rick Story, sem Gunnar tap­aði.

Útsend­ing þátt­ar­ins hófst klukkan 19:00 eða þremur tímum fyrir svokölluð vatna­skil, sem kveðið er á um í lögum um fjöl­miðla. Sam­kvæmt þeim er ó­heim­ilt að miðla efni í línu­legri dag­skrá sem ekki er talið við hæfi barna fyrir klukkan 21:00 á kvöldin virka daga og eftir klukkan 22:00 á kvöldin um helgar og til klukkan 05:00 á morgn­ana, nema að á undan því sé birt skýr við­vörun og það auð­kennt með sjón­rænu merki.

Með­ferð máls­ins og við­ræður fjöl­miðla­nefndar við 365 miðla leiddu til sáttar í mál­inu, sem und­ir­rituð var 17. mars síð­ast­lið­inn. Sáttin felur í sér að 365 miðlar skuld­binda sig til þess að birta fram­vegis skýra við­vörun á undan sýn­ingum frá keppnum í blönd­uðum bar­daga­list­um, hvort heldur sem er í UFC móta­röð­inni eða með öðrum hætti, og auð­kenna efnið með sjón­rænu merki, sem gefur til kynna að efnið sé ekki við hæfi barna, allan þann tíma sem efn­inu er miðl­að. ­Sama regla skal gilda við sýn­ingu 365 miðla frá keppnum í öðrum bar­daga­í­þrótt­um, sem inni­halda sýni­legt og veru­legt ofbeldi sem talist getur skað­legt vel­ferð barna.

Auglýsing

Sagt er frá sátt­inni á vef­síðu Fjöl­miðla­nefndar.

 

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None