365 miðlar teknir á teppið fyrir að sýna UFC án viðvarana

gunnar-nelson2.jpg
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd tók í októ­ber til skoð­unar útsend­ingu á dag­skrár­liðnum UFC Fight Night, sem sýndur var á Stöð 2 Sport laug­ar­dag­inn 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Í þætt­inum var sýnt beint frá bar­daga Gunn­ars Nel­son og Rick Story, sem Gunnar tap­aði.

Útsend­ing þátt­ar­ins hófst klukkan 19:00 eða þremur tímum fyrir svokölluð vatna­skil, sem kveðið er á um í lögum um fjöl­miðla. Sam­kvæmt þeim er ó­heim­ilt að miðla efni í línu­legri dag­skrá sem ekki er talið við hæfi barna fyrir klukkan 21:00 á kvöldin virka daga og eftir klukkan 22:00 á kvöldin um helgar og til klukkan 05:00 á morgn­ana, nema að á undan því sé birt skýr við­vörun og það auð­kennt með sjón­rænu merki.

Með­ferð máls­ins og við­ræður fjöl­miðla­nefndar við 365 miðla leiddu til sáttar í mál­inu, sem und­ir­rituð var 17. mars síð­ast­lið­inn. Sáttin felur í sér að 365 miðlar skuld­binda sig til þess að birta fram­vegis skýra við­vörun á undan sýn­ingum frá keppnum í blönd­uðum bar­daga­list­um, hvort heldur sem er í UFC móta­röð­inni eða með öðrum hætti, og auð­kenna efnið með sjón­rænu merki, sem gefur til kynna að efnið sé ekki við hæfi barna, allan þann tíma sem efn­inu er miðl­að. ­Sama regla skal gilda við sýn­ingu 365 miðla frá keppnum í öðrum bar­daga­í­þrótt­um, sem inni­halda sýni­legt og veru­legt ofbeldi sem talist getur skað­legt vel­ferð barna.

Auglýsing

Sagt er frá sátt­inni á vef­síðu Fjöl­miðla­nefndar.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None