Um 400 fjölskyldur, sem eiga meira en 100 milljónir króna í hreinni eign, það er 100 milljónum meiri eignir en skuldir, munu geta fengið fé frá ríkissjóði til þess að lækka verðtryggðar fasteignaskuldir sínar. Þetta kemur fram í gögnum frá embætti Ríkisskattstjóra (RSK) sem birt hafa verið á vef Alþingis og voru til umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Frumvarp um niðurfellingar verðtryggðra fasteignaskulda, sem fjármagnaðar verða með fé úr ríkissjóði, er nú til meðferðar í efnahags- og viðskiptanefnd.
Í gögnunum kemur fram hvernig eignastaða fjölskyldna í landinu er og skuldastaða sömuleiðis. Flestar fjölskyldurnar eru með neikvæða eignastöðu, eða 18.520, eða eignastöðu frá 0 til 10 milljónum, en í þeim hópi eru 18.530 fjölskyldur, að því er fram kemur í gögnum frá RSK.
Sjá má gögnin frá RSK hér.