400 stóreignafjölskyldur geta fengið niðurfellingu

borgin_vef.jpg
Auglýsing

Um 400 fjöl­skyld­ur, sem eiga meira en 100 millj­ónir króna í hreinni eign, það er 100 millj­ónum meiri eignir en skuld­ir, munu geta fengið fé frá rík­is­sjóði til þess að lækka verð­tryggðar fast­eigna­skuldir sín­ar. Þetta kemur fram í gögnum frá emb­ætti Rík­is­skatt­stjóra (RSK) sem birt hafa verið á vef Alþingis og voru til umræðu í efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis í gær. Frum­varp um nið­ur­fell­ingar verð­tryggðra fast­eigna­skulda, sem fjár­magn­aðar verða með fé úr rík­is­sjóði, er nú til með­ferðar í efna­hags- og við­skipta­nefnd.

Í gögn­unum kemur fram hvernig eigna­staða fjöl­skyldna í land­inu er og skulda­staða sömu­leið­is. Flestar fjöl­skyld­urnar eru með nei­kvæða eigna­stöðu, eða 18.520, eða eigna­stöðu frá 0 til 10 millj­ón­um, en í þeim hópi eru 18.530 fjöl­skyld­ur, að því er fram kemur í gögnum frá RSK.

Sjá má gögnin frá RSK hér.

Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None