Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 92 þúsund tonn í janúar 2015, sem er 47% aukning frá janúar 2014. Þetta má lesa út úr gögnum Hagstofu Íslands.
Munar þar helst um tæp tuttugu þúsund tonn af loðnu. Á síðustu tólf mánuðum hefur orðið 13,4% aflasamdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.
Verið er að endurskoða magnvísitölu fiskafla sem verður gefin út að nýju frá og með mars 2015.
Auglýsing
| Heildarafli fiskiskipa | |||||
| janúar | |||||
| 2015 | 2014 | ||||
| Öll löndun | Allar tegundir | 91,9 þús. tonn. | 62,5 þús. tonn. | ||






