48,5 prósent landsmanna andvíg inngöngu í Evrópusambandið

14088079625_1618443eaa_z.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar MMR á afstöðu almenn­ings til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, eru 48,5 pró­sent þjóð­ar­innar and­víg inn­göngu og 33,3 pró­sent, eða sléttur þriðj­ungur þjóð­ar­inn­ar, hlynnt inn­göngu. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 26. til 29 jan­úar og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1003 ein­stak­ling­ar, átján ára og eldri.

Tíu pró­sent þeirra sem studdu rík­is­stjórn­ina voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið saman við 51,6 pró­sent þeirra sem ekki styða rík­is­stjórn­in­ar.

Afstaða almenn­ings til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er sam­bæri­leg og fyrir ári síð­an. Í jan­úar 2014 sögð­ust 32,3 pró­sent aðspurða vera hlynnt inn­göngu í ESB, og 50 pró­sent voru því and­víg.

AuglýsingÞeir eldri jákvæð­ari fyrir inn­gönguÞeir sem tóku afstöðu og eru hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið voru hlut­falls­lega flestir á aldr­inum 50 til 67 ára, en tæp­lega 39 pró­sent aðspurðra í ald­urs­flokknum voru hlynntir inn­göngu í ESB. Í ald­urs­flokknum 30 til 49 voru tæp­lega 35 pró­sent hlynnt inn­göngu, og ríf­lega 29 pró­sent ein­stak­linga á aldr­inum 18 til 29 ára voru hlynnt inn­göngu Íslands.

Þá voru ein­stak­lingar yfir 67 ára aldri síst hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið, en ef þeim sem tóku afstöðu sem voru 68 ára eða eldri sögð­ust 26,6 pró­sent þeirra vera hlynnt inn­göngu Íslands í ESB.

Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins voru frekar hlynntir inn­göngu Íslands en þeir sem búsettir eru á lands­byggð­inni. 38 pró­sent þeirra höf­uð­borg­ar­búa sem tóku afstöðu voru hlynnt inn­göngu, borið saman við 25,7 pró­sent þeirra sem búsettir voru á lands­byggð­inni.

Hlut­fall þeirra sem voru hlynnt inn­göngu Íslands hækk­aði með auknum tekj­um, og nokkur munur var á afstöðu fólks eftir stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og sögð­ust styðja Sam­fylk­ing­una voru 77 pró­sent hlynnt inn­göngu í ESB, 63,6 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Bjarta fram­tíð, 51,7 pró­sent stuðn­ings­manna Pírata, 39,9 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Vinstri-græn, 12,1 pró­sent Sjálf­stæð­is­manna og 6,5 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Meiri­hlut­inn vill ekki að umsókn verði dregin til bakaÍ nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland kom fram að meiri­hluti lands­manna vill ekki að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka. 35,7 pró­sent aðspurðra sögð­ust vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 pró­sent sögð­ust hvorki vera fylgj­andi né and­víg­ir.

Sam­kvæmt sömu könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam­band­inu en nú, eða 46,2 pró­sent. Tæp 54 pró­sent svar­enda voru and­vígir aðild.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None