48,5 prósent landsmanna andvíg inngöngu í Evrópusambandið

14088079625_1618443eaa_z.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar MMR á afstöðu almenn­ings til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, eru 48,5 pró­sent þjóð­ar­innar and­víg inn­göngu og 33,3 pró­sent, eða sléttur þriðj­ungur þjóð­ar­inn­ar, hlynnt inn­göngu. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 26. til 29 jan­úar og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1003 ein­stak­ling­ar, átján ára og eldri.

Tíu pró­sent þeirra sem studdu rík­is­stjórn­ina voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið saman við 51,6 pró­sent þeirra sem ekki styða rík­is­stjórn­in­ar.

Afstaða almenn­ings til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er sam­bæri­leg og fyrir ári síð­an. Í jan­úar 2014 sögð­ust 32,3 pró­sent aðspurða vera hlynnt inn­göngu í ESB, og 50 pró­sent voru því and­víg.

AuglýsingÞeir eldri jákvæð­ari fyrir inn­gönguÞeir sem tóku afstöðu og eru hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið voru hlut­falls­lega flestir á aldr­inum 50 til 67 ára, en tæp­lega 39 pró­sent aðspurðra í ald­urs­flokknum voru hlynntir inn­göngu í ESB. Í ald­urs­flokknum 30 til 49 voru tæp­lega 35 pró­sent hlynnt inn­göngu, og ríf­lega 29 pró­sent ein­stak­linga á aldr­inum 18 til 29 ára voru hlynnt inn­göngu Íslands.

Þá voru ein­stak­lingar yfir 67 ára aldri síst hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið, en ef þeim sem tóku afstöðu sem voru 68 ára eða eldri sögð­ust 26,6 pró­sent þeirra vera hlynnt inn­göngu Íslands í ESB.

Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins voru frekar hlynntir inn­göngu Íslands en þeir sem búsettir eru á lands­byggð­inni. 38 pró­sent þeirra höf­uð­borg­ar­búa sem tóku afstöðu voru hlynnt inn­göngu, borið saman við 25,7 pró­sent þeirra sem búsettir voru á lands­byggð­inni.

Hlut­fall þeirra sem voru hlynnt inn­göngu Íslands hækk­aði með auknum tekj­um, og nokkur munur var á afstöðu fólks eftir stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og sögð­ust styðja Sam­fylk­ing­una voru 77 pró­sent hlynnt inn­göngu í ESB, 63,6 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Bjarta fram­tíð, 51,7 pró­sent stuðn­ings­manna Pírata, 39,9 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Vinstri-græn, 12,1 pró­sent Sjálf­stæð­is­manna og 6,5 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Meiri­hlut­inn vill ekki að umsókn verði dregin til bakaÍ nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland kom fram að meiri­hluti lands­manna vill ekki að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka. 35,7 pró­sent aðspurðra sögð­ust vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 pró­sent sögð­ust hvorki vera fylgj­andi né and­víg­ir.

Sam­kvæmt sömu könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam­band­inu en nú, eða 46,2 pró­sent. Tæp 54 pró­sent svar­enda voru and­vígir aðild.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None