48,5 prósent landsmanna andvíg inngöngu í Evrópusambandið

14088079625_1618443eaa_z.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar MMR á afstöðu almenn­ings til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, eru 48,5 pró­sent þjóð­ar­innar and­víg inn­göngu og 33,3 pró­sent, eða sléttur þriðj­ungur þjóð­ar­inn­ar, hlynnt inn­göngu. Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 26. til 29 jan­úar og var heild­ar­fjöldi svar­enda 1003 ein­stak­ling­ar, átján ára og eldri.

Tíu pró­sent þeirra sem studdu rík­is­stjórn­ina voru hlynnt því að Ísland gangi í ESB, borið saman við 51,6 pró­sent þeirra sem ekki styða rík­is­stjórn­in­ar.

Afstaða almenn­ings til inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið er sam­bæri­leg og fyrir ári síð­an. Í jan­úar 2014 sögð­ust 32,3 pró­sent aðspurða vera hlynnt inn­göngu í ESB, og 50 pró­sent voru því and­víg.

AuglýsingÞeir eldri jákvæð­ari fyrir inn­gönguÞeir sem tóku afstöðu og eru hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið voru hlut­falls­lega flestir á aldr­inum 50 til 67 ára, en tæp­lega 39 pró­sent aðspurðra í ald­urs­flokknum voru hlynntir inn­göngu í ESB. Í ald­urs­flokknum 30 til 49 voru tæp­lega 35 pró­sent hlynnt inn­göngu, og ríf­lega 29 pró­sent ein­stak­linga á aldr­inum 18 til 29 ára voru hlynnt inn­göngu Íslands.

Þá voru ein­stak­lingar yfir 67 ára aldri síst hlynntir því að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið, en ef þeim sem tóku afstöðu sem voru 68 ára eða eldri sögð­ust 26,6 pró­sent þeirra vera hlynnt inn­göngu Íslands í ESB.

Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins voru frekar hlynntir inn­göngu Íslands en þeir sem búsettir eru á lands­byggð­inni. 38 pró­sent þeirra höf­uð­borg­ar­búa sem tóku afstöðu voru hlynnt inn­göngu, borið saman við 25,7 pró­sent þeirra sem búsettir voru á lands­byggð­inni.

Hlut­fall þeirra sem voru hlynnt inn­göngu Íslands hækk­aði með auknum tekj­um, og nokkur munur var á afstöðu fólks eftir stuðn­ingi við stjórn­mála­flokka. Af þeim sem tóku afstöðu og sögð­ust styðja Sam­fylk­ing­una voru 77 pró­sent hlynnt inn­göngu í ESB, 63,6 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Bjarta fram­tíð, 51,7 pró­sent stuðn­ings­manna Pírata, 39,9 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Vinstri-græn, 12,1 pró­sent Sjálf­stæð­is­manna og 6,5 pró­sent þeirra sem sögð­ust styðja Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Meiri­hlut­inn vill ekki að umsókn verði dregin til bakaÍ nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland kom fram að meiri­hluti lands­manna vill ekki að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka. 35,7 pró­sent aðspurðra sögð­ust vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 pró­sent sögð­ust hvorki vera fylgj­andi né and­víg­ir.

Sam­kvæmt sömu könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam­band­inu en nú, eða 46,2 pró­sent. Tæp 54 pró­sent svar­enda voru and­vígir aðild.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None