Það er vesen að hætta að borga reikningana

helgi-og---uri--ur.png
Auglýsing

Þur­íður Árna­dótt­ir, stað­geng­ill sýslu­manns, útskýrði fyrir Helga Seljan í síð­asta þætti af Ferð til fjár hvað ger­ist ef við­kom­andi hættir af ein­hverri ástæðu að borga ­reikn­inga. „Það koma reikn­ingar um hver mán­að­ar­mót, það er ógeðs­lega leið­in­legt og skuld­irnar lækka ekk­ert. Er ekki bara best að hætta að borga,“ sagði Helgi við Breka Karls­son, annan umsjón­ar­manna þátt­anna. Breki taldi best í stöð­unni að kalla til Þur­íði og fá hana til þess að útskýra málið bet­ur.

Fjár­nám eða upp­boð

Hér má lesa það sem fram fór á milli þeirra Þur­íðar og Helga, þegar hún útskýrði hvað ger­ist þegar það kemur til fjár­náms og gjald­þrota­með­ferð­ar:

Auglýsing


Þur­íð­ur: Ef þú hættir að borga reikn­inga, þar á meðal af fast­eigna­lán­um, þá getur það annað hvort endað með upp­boði á fast­eign­inni eða þá að það er gert fjár­nám hjá þér.Helgi: Hvað þýðir það?Þur­íð­ur: Fjár­nám þýðir að skuld­ar­eig­and­inn, eða gerð­ar­beið­and­inn eins og við köllum hann, fer fram á þú sért boð­aður til fjár­náms. Þú getur bent á eignir til trygg­ingar þeirrar kröfu sem kraf­ist er fjár­náms fyr­ir.Helgi: Get ég lagt fram hvað sem er, mál­verk eða hvað ann­að?Þur­íð­ur: Það er ekki hægt að leggja fram hvað sem er. Það verður að duga fyrir kröf­unni. Ef hins vegar þú átt enga eign til þess að benda á þá er hægt að gera hjá þér árang­urs­laust fjár­nám. Það þýðir að hægt er að kref­ast gjald­þrota­skipta á grund­velli árang­urs­lauss fjár­náms og þú gætir lent á van­skila­skrá vegna þessa.Helgi: Hvað tekur það langan tíma, eftir að ég hætti að borga reikn­ing­ana mína, þangað til sýslu­maður kemur með hamar og býður upp íbúð­ina mína?Þur­íð­ur: Það getur tekið marga mán­uði, alveg um ár.Helgi: Get ég þá ekki bara hætt að borga og búið hérna í marga mán­uði eða ár án þess að sýslu­mað­ur­inn komi og „haldi partý“?Þur­íð­ur: Hvort þú getir búið frítt er kannski ekki sýslu­manns að svara, frekar þeirra sem eiga kröf­una.Þannig lauk hrað­nám­skeiði Þur­íðar í því hvað ger­ist þegar við af ein­hverri ástæðum borgum ekki reikn­ing­ana! Nánar má lesa um fjár­nám og gjald­þrota­með­ferðir á vef­síðum Toll­stjóra og Umboðs­manns skuld­ara.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None