Það er vesen að hætta að borga reikningana

helgi-og---uri--ur.png
Auglýsing

Þur­íður Árna­dótt­ir, stað­geng­ill sýslu­manns, útskýrði fyrir Helga Seljan í síð­asta þætti af Ferð til fjár hvað ger­ist ef við­kom­andi hættir af ein­hverri ástæðu að borga ­reikn­inga. „Það koma reikn­ingar um hver mán­að­ar­mót, það er ógeðs­lega leið­in­legt og skuld­irnar lækka ekk­ert. Er ekki bara best að hætta að borga,“ sagði Helgi við Breka Karls­son, annan umsjón­ar­manna þátt­anna. Breki taldi best í stöð­unni að kalla til Þur­íði og fá hana til þess að útskýra málið bet­ur.

Fjár­nám eða upp­boð

Hér má lesa það sem fram fór á milli þeirra Þur­íðar og Helga, þegar hún útskýrði hvað ger­ist þegar það kemur til fjár­náms og gjald­þrota­með­ferð­ar:

Auglýsing


Þur­íð­ur: Ef þú hættir að borga reikn­inga, þar á meðal af fast­eigna­lán­um, þá getur það annað hvort endað með upp­boði á fast­eign­inni eða þá að það er gert fjár­nám hjá þér.Helgi: Hvað þýðir það?Þur­íð­ur: Fjár­nám þýðir að skuld­ar­eig­and­inn, eða gerð­ar­beið­and­inn eins og við köllum hann, fer fram á þú sért boð­aður til fjár­náms. Þú getur bent á eignir til trygg­ingar þeirrar kröfu sem kraf­ist er fjár­náms fyr­ir.Helgi: Get ég lagt fram hvað sem er, mál­verk eða hvað ann­að?Þur­íð­ur: Það er ekki hægt að leggja fram hvað sem er. Það verður að duga fyrir kröf­unni. Ef hins vegar þú átt enga eign til þess að benda á þá er hægt að gera hjá þér árang­urs­laust fjár­nám. Það þýðir að hægt er að kref­ast gjald­þrota­skipta á grund­velli árang­urs­lauss fjár­náms og þú gætir lent á van­skila­skrá vegna þessa.Helgi: Hvað tekur það langan tíma, eftir að ég hætti að borga reikn­ing­ana mína, þangað til sýslu­maður kemur með hamar og býður upp íbúð­ina mína?Þur­íð­ur: Það getur tekið marga mán­uði, alveg um ár.Helgi: Get ég þá ekki bara hætt að borga og búið hérna í marga mán­uði eða ár án þess að sýslu­mað­ur­inn komi og „haldi partý“?Þur­íð­ur: Hvort þú getir búið frítt er kannski ekki sýslu­manns að svara, frekar þeirra sem eiga kröf­una.Þannig lauk hrað­nám­skeiði Þur­íðar í því hvað ger­ist þegar við af ein­hverri ástæðum borgum ekki reikn­ing­ana! Nánar má lesa um fjár­nám og gjald­þrota­með­ferðir á vef­síðum Toll­stjóra og Umboðs­manns skuld­ara.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None