Flestir tilbúnir að skipta á lottómiðum

lotto_merki_rgb.jpg
Auglýsing

Hvernig bregst fólk við þegar það er beðið um að skipta á lottó-miðum? Út á það gekk tilraunin í síðasta þætti af Ferð til fjár á RÚV. Haukur Freyr Gylfason aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og sérlegur tilraunarmaður Ferðar til fjár, hélt í Happahúsið í Kringlunni og bað fólk um að skipta á lottómiða sem það hafði keypt skömmu áður á öðrum eins miða – nema með öðrum tölum auðvitað.

Haukur Freyr Gylfason, aðjúnkt við HR. Haukur Freyr Gylfason, aðjúnkt við HR.

Tilraunin varpar ljósi á hvort fólk hugsi mikið um þá eftirsjá sem gæti fylgt því að skipta á vinningsmiða. Fram kom í þættinum að þeir sem láta hræðslu og eftirsjá hafa mikil áhrif á sig bregðast seinna við en aðrir. Það getur til dæmis haft áhrif í hlutabréfaviðskiptum.

Auglýsing

Viltu skipta?

Viðbrögð miða-eigenda voru misjöfn þegar við báðum þá um að skipta á miðum við okkur. Flestir sögðu þó já, en örfáir vildu hreinlega ekki taka sénsinn. Það gæti tekið á ef við myndum vinna á miðann þeirra.


Árna Hjartarsyni, lottó-kaupanda í Kringlunni, fannst til að mynda ekkert mál að skipta um miða. „Ég sé að þú hefur ekki trú á þessum miða. Þá verð ég að láta þig hafa annan sem er betri,“ sagði hann. Aðrir sögðu nei, það yrði sárt að sjá vinninginn fara annað á miðann sem þau höfðu í höndunum.


Niðurstöður þessarar fjórðu tilraunar Ferðar til fjár eru þær að sumir forðast eftirsjá eins og heitan eldinn og vildu alls ekki skipta, á meðan öðrum fannst það lítið mál. Hugsa flestir Íslendingar lítið um mögulega eftirsjá og bregðast skjótt við aðstæðum?


Fyrri tilraunir:


Verðvitund ábótavant.


Sykurpúðatilraunin.


Hefur hegðun annarra áhrif á hegðun þína?


Kjarninn og Stofnun um fjármálalæsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítarlega um heimilisfjármál samhliða þáttunum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vikur. Markmiðið: Að stuðla að betra fjármálalæsi hjá landsmönnum! Næsti þáttur er á dagskrá fimmtudaginn 12. febrúar. Fylgstu með á Facebook-síðu Ferðar til fjár.


ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None