Íbúalausar eignir í Indlandi og glæsihýsi á Manhattan

centralpark.jpg
Auglýsing

Kabul Chawla, fjár­festir frá Ind­landi, lifir í vellyst­ingum í glæsi­hýsi á Man­hattan á meðan mörg hund­ruð eignir sem hann á í Nýju Delí heima fyrir standa tóm­ar. Ind­verskir her­menn sem eru komnir á eft­ir­laun hafa mót­mælt fyrir utan íbúð­irnar frá því í haust vegna þess að Chawla og bygg­inga­fé­lag hans, hafa ekki staðið við sitt, og sitja her­menn­irnir uppi hús­næð­is­laus­ir, búnir að borga háar fjár­hæðir fyrir búsetu­rétt í íbúð­un­um.

Í ítar­legri umfjöllun New York Times segir að Chawla sé umsvifa­mik­ill í fast­eigna­við­skiptum á Man­hattan í gegnum skúffu­fé­lög, sem haldi á stórum hluta skrif­stofu­hús­næð­is­plássa í Time Warner Center háhýs­inu. Umsvifin í New York vekja upp spurn­ingar um hvaðan Chawla fái pen­ing­ana og hvort hann sé búinn að eyða pen­ing­unum sem hann tók við frá her­mönn­unum í fast­eigna­verk­efni á Man­hatt­an.

Umfjöll­unin er liður í ítar­legri umfjöllun New York Times um fast­eigna­við­skipti á Man­hattan í New York þar sem pen­ing­arnir virð­ast streyma frá ýmsum jað­ar­mörk­uðum inn í borg­ina í gegnum skúffu­fé­lög, þar sem end­an­legir eig­endur eru hátt­sett fólk víða um heim.

Auglýsing

Í gær var fjallað um fjár­fest­ingar stjúp­sonar for­sæt­is­ráð­herra Malasíu, í gegnum skúffu­fé­lög og 33 ára gamlan fjár­festi, Jho Low, sem hefur keypt eignir og selt síðan áfram til stjúp­sonar for­sæt­is­ráð­herr­ans.

Á morgun er boðuð umfjöllun um fjár­fest­ingar frá Mexíkó.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None