Grísk stjórnvöld munu leita annað ef ekki semst við ESB

h_51762188.jpg
Auglýsing

Grikkir þurfa að hafa vara­á­ætlun ef ekki tekst að semja við Evr­ópu­sam­bandið og þeir gætu leitað til Banda­ríkj­anna, Rúss­lands og Kína.  „Það sem við viljum er sam­komu­lag,“ sagði Panos Kamm­en­os, varn­ar­mála­ráð­herra Grikk­lands í við­tali við grísku sjón­varps­stöð­ina Mega TV í morg­un, en BBC greinir frá.

„En ef það verður ekk­ert sam­komu­lag og við sjáum að Þýska­land verður áfram stíft og vill splundra Evr­ópu, þá er það skylda okkar að hafa plan B. Plan B er að fá fjár­magn ann­ars staðar frá. Það gætu verið Banda­ríkin í besta falli, það gæti verið Rúss­land, það gæti verið Kína eða önnur rík­i.“

Með áætlun til­búna fyrir fund evru­hóps­insGrísk stjórn­völd munu leggja fimm til­lögur fram á fundi evru­hóps­ins á morg­un, sam­kvæmt grískum fjöl­miðl­um. Þetta er haft eftir heim­ild­ar­mönnum innan gríska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Fundur evru­hóps­ins á morgun er sér­stakur neyð­ar­fundur þar sem mál­efni Grikk­lands verða rædd. Mark­mið Grikkja er að ná sam­komu­lagi fyrir næsta fund evru­hóps­ins sem verður strax eftir helg­ina, þann 16. febr­ú­ar. Evru­hóp­ur­inn sam­anstendur af fjár­mála­ráð­herrum evru­ríkj­anna. Sam­komu­lag­inu er ætlað að gefa grísku rík­is­stjórn­inni frest fram yfir sum­arið til að ná fram var­an­legri samn­ing­um. Rík­is­stjórnin er sögð ætla að leggja til sam­komu­lag sem á að gilda frá því að núver­andi samn­ingar við ESB og AGS renna út, í lok febr­ú­ar, og fram í lok ágúst.

Auglýsing

Meðal ann­arra atriða sem lögð verða fyrir evru­hóp­inn er að skipt verði út 30 atriða umbótaplaggi sem hefur verið mikið gagn­rýnt í Grikk­landi. Í stað­inn verði ráð­ist í tíu umbætur í sam­starfi við Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina (OECD). Þá vilja Grikkir breyta hlut­falli tekju­af­gangs í fjár­lög­um. Nú er gert ráð fyrir því að tekju­af­gangur rík­is­ins þurfi að vera þrjú pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Þetta telja stjórn­völd ekki raun­hæft og vilja að hlut­fallið verði lækkað í 1,5 pró­sent.

Þá vilja stjórn­völd hefja samn­inga­við­ræður um end­ur­fjár­mögnun á skuldum rík­is­ins með hag­vaxt­ar­tengdu skulda­bréfi, eins og fjár­mála­ráð­herr­ann hefur talað fyr­ir­. Loka­at­riðið á lista stjórn­valda er að taf­ar­laust verði ráð­ist gegn félags­legum vanda­málum eins og fátækt.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None