Grísk stjórnvöld munu leita annað ef ekki semst við ESB

h_51762188.jpg
Auglýsing

Grikkir þurfa að hafa varaáætlun ef ekki tekst að semja við Evrópusambandið og þeir gætu leitað til Bandaríkjanna, Rússlands og Kína.  „Það sem við viljum er samkomulag,“ sagði Panos Kammenos, varnarmálaráðherra Grikklands í viðtali við grísku sjónvarpsstöðina Mega TV í morgun, en BBC greinir frá.

„En ef það verður ekkert samkomulag og við sjáum að Þýskaland verður áfram stíft og vill splundra Evrópu, þá er það skylda okkar að hafa plan B. Plan B er að fá fjármagn annars staðar frá. Það gætu verið Bandaríkin í besta falli, það gæti verið Rússland, það gæti verið Kína eða önnur ríki.“

Með áætlun tilbúna fyrir fund evruhópsins


Grísk stjórnvöld munu leggja fimm tillögur fram á fundi evruhópsins á morgun, samkvæmt grískum fjölmiðlum. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan gríska fjármálaráðuneytisins.

Fundur evruhópsins á morgun er sérstakur neyðarfundur þar sem málefni Grikklands verða rædd. Markmið Grikkja er að ná samkomulagi fyrir næsta fund evruhópsins sem verður strax eftir helgina, þann 16. febrúar. Evruhópurinn samanstendur af fjármálaráðherrum evruríkjanna. Samkomulaginu er ætlað að gefa grísku ríkisstjórninni frest fram yfir sumarið til að ná fram varanlegri samningum. Ríkisstjórnin er sögð ætla að leggja til samkomulag sem á að gilda frá því að núverandi samningar við ESB og AGS renna út, í lok febrúar, og fram í lok ágúst.

Auglýsing

Meðal annarra atriða sem lögð verða fyrir evruhópinn er að skipt verði út 30 atriða umbótaplaggi sem hefur verið mikið gagnrýnt í Grikklandi. Í staðinn verði ráðist í tíu umbætur í samstarfi við Efnahags- og framfarastofnunina (OECD). Þá vilja Grikkir breyta hlutfalli tekjuafgangs í fjárlögum. Nú er gert ráð fyrir því að tekjuafgangur ríkisins þurfi að vera þrjú prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta telja stjórnvöld ekki raunhæft og vilja að hlutfallið verði lækkað í 1,5 prósent.

Þá vilja stjórnvöld hefja samningaviðræður um endurfjármögnun á skuldum ríkisins með hagvaxtartengdu skuldabréfi, eins og fjármálaráðherrann hefur talað fyrir. Lokaatriðið á lista stjórnvalda er að tafarlaust verði ráðist gegn félagslegum vandamálum eins og fátækt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None