Sextíu prósent atvinnurekenda vilja klára ESB-viðræður

eu-1.jpg
Auglýsing

Sextíu prósent þeirra fyrirtækja sem eiga aðild að Félagi atvinnurekenda (FA) hefðu viljað halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram, samkvæmt nýrri könnun félagsins. Um 19 prósent fyrirtækjanna segjast hlynnt aðild en 41 prósent fyrirtækja eru andvíg.

39 prósent aðspurðra sögðust telja að taka ætti upp evruna á Íslandi við aðild að ESB, en í samskonar könnun í fyrra vildu 57 prósent taka upp evru. Um fjörutíu prósent sögðust nú vera á móti því að taka upp evruna en hlutfallið var 28 prósent í fyrra.

Þá sögðust 27 prósent aðspurðra vera sammála því að Ísland ætti að taka ætti upp annan gjaldmiðil einhliða á Íslandi.

Auglýsing

Niðurstöður könnunarinnar meðal félagsmanna FA. Myndritið er af síðu félagsins. Niðurstöður könnunarinnar meðal félagsmanna FA. Myndritið er af síðu félagsins.

64 prósent fyrirtækja með beina félagsaðild svöruðu könnuninni.

Ný tillaga lögð fram á næstunni


Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að ný tillaga um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fyrir ríkisstjórnina á allra næstu fundum hennar. Vinna við tillöguna er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu.

Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Sjálfstæðisflokksins að sumir þeirra telji litla nauðsyn á framlagningu tillögunar. Ljóst sé að hún muni taka tíma frá öðrum málum á Alþingi og tíminn til þingfrestunar sé naumur.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að með tillögunni séu forystumenn Sjálfstæðisflokksins að svíkja beinar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin um framhald viðræðna. „Ef menn ætla að svíkja beinar yfirlýsingar um þetta verður því mætt með eldi og brennisteini“.

Legið hefur ljóst fyrir undanfarnar vikur að ný tillaga væri á leiðinni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ljáði máls á því í lok síðasta árs og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, sagði á Alþingi þann 20. janúar að hann gerði ráð fyrir því að ný tillaga yrði lögð fram innan fárra daga.

Hann kallaði jafn­framt eft­ir efn­is­legri umræðu um það hvað það þýði fyr­ir Ísland að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.

Meirihluti landsmanna vill ekki slíta viðræðum


Meirihluti landsmanna vill ekki að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka, samkvæmt nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland. 35,7 prósent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 prósent sögðust hvorki vera fylgjandi né andvígir.

Samkvæmt könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sambandinu en nú, eða 46,2 prósent. Tæp 54 prósent svarenda voru andvígir aðild.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None