Sextíu prósent atvinnurekenda vilja klára ESB-viðræður

eu-1.jpg
Auglýsing

Sex­tíu pró­sent þeirra fyr­ir­tækja sem eiga aðild að Félagi atvinnu­rek­enda (FA) hefðu viljað halda aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið áfram, sam­kvæmt nýrri könnun félags­ins. Um 19 pró­sent fyr­ir­tækj­anna segj­ast hlynnt aðild en 41 pró­sent fyr­ir­tækja eru and­víg.

39 pró­sent aðspurðra sögð­ust telja að taka ætti upp evr­una á Íslandi við aðild að ESB, en í sams­konar könnun í fyrra vildu 57 pró­sent taka upp evru. Um fjöru­tíu pró­sent sögð­ust nú vera á móti því að taka upp evr­una en hlut­fallið var 28 pró­sent í fyrra.

Þá sögð­ust 27 pró­sent aðspurðra vera sam­mála því að Ísland ætti að taka ætti upp annan gjald­miðil ein­hliða á Íslandi.

Auglýsing

Niðurstöður könnunarinnar meðal félagsmanna FA. Myndritið er af síðu félagsins. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar meðal félags­manna FA. Mynd­ritið er af síðu félags­ins.

64 pró­sent fyr­ir­tækja með beina félags­að­ild svör­uðu könn­un­inni.

Ný til­laga lögð fram á næst­unniFram kemur í Frétta­blað­inu í dag að ný til­laga um við­ræðu­slit við Evr­ópu­sam­bandið verði lögð fyrir rík­is­stjórn­ina á allra næstu fundum henn­ar. Vinna við til­lög­una er á loka­metr­unum í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Blaðið hefur eftir heim­ild­ar­mönnum sínum innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins að sumir þeirra telji litla nauð­syn á fram­lagn­ingu til­lög­un­ar. Ljóst sé að hún muni taka tíma frá öðrum málum á Alþingi og tím­inn til þing­frest­unar sé naum­ur.

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að með til­lög­unni séu for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins að svíkja beinar yfir­lýs­ingar um að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla yrði haldin um fram­hald við­ræðna. „Ef menn ætla að svíkja beinar yfir­lýs­ingar um þetta verður því mætt með eldi og brenni­stein­i“.

Legið hefur ljóst fyrir und­an­farnar vikur að ný til­laga væri á leið­inni. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra ljáði máls á því í lok síð­asta árs og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, sagði á Alþingi þann 20. jan­úar að hann gerði ráð fyrir því að ný til­laga yrði lögð fram innan fárra daga.

Hann kall­aði jafn­­framt eft­ir efn­is­­legri umræðu um það hvað það þýði fyr­ir Ísland að ganga í Evr­­ópu­­sam­­band­ið.

Meiri­hluti lands­manna vill ekki slíta við­ræðumMeiri­hluti lands­manna vill ekki að aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu verði dregin til baka, sam­kvæmt nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir sam­tökin Já Ísland. 35,7 pró­sent vilja að umsóknin verði dregin til baka en 11,1 pró­sent sögðust hvorki vera fylgj­andi né and­víg­ir.

Sam­kvæmt könnun Capacent Gallup hafa heldur aldrei fleiri verið hlynntir því að Ísland verði aðili að sam­band­inu en nú, eða 46,2 pró­sent. Tæp 54 pró­sent svar­enda voru and­vígir aðild.

 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None