Skattrannsóknarstjóri hefur beðið eftir svari í tvær vikur

Bryndís Kristjánsdóttir
Auglýsing

Þann 27. jan­úar sendi skatt­rann­sókn­ar­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu bréf þar sem fram kom að emb­ættið teldi að ekki væri hægt að upp­fylla skil­yrði ráðu­neyt­is­ins fyrir kaupum á gögnum úr skatta­skjól­um. Enn hefur ekk­ert svar borist skatt­rann­sókn­ar­stjóra, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu sem Bryn­dís Krist­jáns­dóttur skatt­rann­sókn­ar­stjóri sendi frá sér í morg­un.

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi upp­lýst skatt­rann­sókn­ar­stjóra þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn að ráðu­neytið myndi tryggja þær fjár­heim­ildir sem til þurfi til að afla gagn­anna, þó með fyr­ir­vara um eðli­legt sam­ráð og að upp­fylltum tveimur skil­yrð­um; ann­ars vegar að ekki séu gerðir við aðra en þá sem „til þess eru bær­ir,“ og hins vegar að mögu­legt sé að skil­yrða greiðslur til selj­anda gagn­anna við hlut­fall af inn­heimtu.

Eftir að hafa kannað hvort unnt væri að efna nefnd skil­yrði ráðu­neyt­is­ins, sendi Skatt­rann­sókn­ar­stjóri ráðu­neyt­inu bréf þann 27. jan­ú­ar um að að minnsta kosti annað skil­yrði ráðu­neyt­is­ins yrði ekki upp­fyllt. Þar segir jafn­framt að skatt­rann­sókn­ar­stjóri telju að ef koma eigi til frek­ari við­ræðna um kaup á þeim gögnum sem um ræði þurfi að koma til end­ur­skoð­unar á að minnsta kosti einu nefndu skil­yrði og eftir atvikum einnig á hinu skil­yrð­inu, eftir því hvaða skiln­ing beri að leggja í inn­tak þess. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri mat það sem svo að áður en lengra yrði haldið með málið yrði að lyggja fyrir afstaða ráðu­neyt­is­ins til þessa.

Auglýsing

Þá taldi skatt­rann­sókn­ar­stjóri sömu­leiðis nauð­syn­legt að áður en gengið verði til mögu­legra kaupa á nefndum gögn­um, liggi fyrir með hvaða hætti skatta­yf­ir­völd komi til með að vinna úr þeim, svo far­sælt verði. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ing­unni í morgun hefur Skatt­rann­sókn­ar­stjóri bent á mögu­legar leiðir í þeim efnum í sam­tölum við starfs­menn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins.

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefur enn ekki svarað bréfi Skatt­rann­sókn­ar­stjóra frá 27. jan­ú­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None