Skattrannsóknarstjóri hefur beðið eftir svari í tvær vikur

Bryndís Kristjánsdóttir
Auglýsing

Þann 27. janúar sendi skattrannsóknarstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytinu bréf þar sem fram kom að embættið teldi að ekki væri hægt að uppfylla skilyrði ráðuneytisins fyrir kaupum á gögnum úr skattaskjólum. Enn hefur ekkert svar borist skattrannsóknarstjóra, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Bryndís Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri sendi frá sér í morgun.

Í tilkynningunni kemur fram að fjármála- og efnahagsráðuneytið hafi upplýst skattrannsóknarstjóra þann 3. desember síðastliðinn að ráðuneytið myndi tryggja þær fjárheimildir sem til þurfi til að afla gagnanna, þó með fyrirvara um eðlilegt samráð og að uppfylltum tveimur skilyrðum; annars vegar að ekki séu gerðir við aðra en þá sem „til þess eru bærir,“ og hins vegar að mögulegt sé að skilyrða greiðslur til seljanda gagnanna við hlutfall af innheimtu.

Eftir að hafa kannað hvort unnt væri að efna nefnd skilyrði ráðuneytisins, sendi Skattrannsóknarstjóri ráðuneytinu bréf þann 27. janúar um að að minnsta kosti annað skilyrði ráðuneytisins yrði ekki uppfyllt. Þar segir jafnframt að skattrannsóknarstjóri telju að ef koma eigi til frekari viðræðna um kaup á þeim gögnum sem um ræði þurfi að koma til endurskoðunar á að minnsta kosti einu nefndu skilyrði og eftir atvikum einnig á hinu skilyrðinu, eftir því hvaða skilning beri að leggja í inntak þess. Skattrannsóknarstjóri mat það sem svo að áður en lengra yrði haldið með málið yrði að lyggja fyrir afstaða ráðuneytisins til þessa.

Auglýsing

Þá taldi skattrannsóknarstjóri sömuleiðis nauðsynlegt að áður en gengið verði til mögulegra kaupa á nefndum gögnum, liggi fyrir með hvaða hætti skattayfirvöld komi til með að vinna úr þeim, svo farsælt verði. Samkvæmt fréttatilkynningunni í morgun hefur Skattrannsóknarstjóri bent á mögulegar leiðir í þeim efnum í samtölum við starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur enn ekki svarað bréfi Skattrannsóknarstjóra frá 27. janúar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None