Væntingar dvína í skugga kjaraviðræðna

10016471563_0af3028882_z.jpg
Auglýsing

Væntingavísitala Gallups lækkaði um 17 stig í aprílmánuði og mælist nú 84,3 stig. Lækkunin er sú mesta á vísitölunni milli mánaða í tæp tvö ár. Vísitalan fór yfir 100 stig í mars síðastliðnum en vísitalan er mæld á bilinu 0 til 200 stigug, þar sem gildið 100 þýðir að jafnmargir aðspurðra neytenda eru bjartsýnir og svartsýnir á stöðu og horfir í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Greining Íslandsbanka greinir frá lækkun vísitölunnar í dag.

Í raun kemur það okkur ekki á óvart að VVG [væntingavísitala Gallup] lækki á milli mars og apríl. Hins vegar er lækkunin að þessu sinni töluvert meiri en við höfðum vænst. Við teljum afar líklegt að fréttaflutningar af kjaradeilum og yfirvofandi verkföllum hafi átt stóran þátt í lækkun VVG nú í apríl, en miðað við það virðist ekki gæta mikillar samstöðu eða bjartsýni á meðal aðila sem þar koma að borði,“ segir í Morgunkorni greiningardeildar bankans.

Auglýsing

Útlit fyrir bættan hag

Þótt gildi vísitölunnar hafi lækkað mikið milli mánaða í apríl þá stendur hún hærra en fyrir ári síðan, þegar hún mældist 82,7 stig. Greining Íslandsbanka spáir því að vísitalan fari hækkandi. Fjölmörg teikn séu á lofti um að hagur neytenda fari áfram batnandi.


„Við teljum mjög líklegt að væntingar íslenskra neytenda komi áfram til með að sigla upp á við næstu misserin, og að vísitalan muni jafnvel oftar en ekki að mælast yfir 100 stigunum það sem eftir lifir árs. Fjölmörg teikn eru á lofti um að hagur neytenda fari áfram batnandi, auk þess sem efnahagshorfur eru allgóðar fyrir næstu misserin. Þannig benda tölur af vinnumarkaði til þess að rífandi gangur sé í honum nú í upphafi árs, og hefur staðan þar ekki  hafa verið betri í sjö ár. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði heildarvinnustundum í hagkerfinu um 4,2% á fyrsta ársfjórðungi, sem má má nánast að öllu leyti rekja til fjölgunar starfandi fremur en lengri vinnutíma hjá hverjum og einum. Þróun heildarvinnustunda gefur ágætis vísbendingu um umsvifin í hagkerfinu á hverjum tíma, og skv. þeim virðist því árið fara kröftuglega af stað. Jafnframt hefur kaupmáttur launa verið að aukast nokkuð hratt, og rímar það ágætlega við tölur frá eftirspurnarhlið hagkerfisins sem benda til þess að einkaneysluvöxtur gæti orðið nokkuð myndarlegur á árinu. Er útlitið þar með hið ágætasta, að því gefnu að sumarið reynist þokkalega snjólétt.“


ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None