Í dag eru 50 ár frá því Winston Churchill lést, en hann er almennt álitinn einn áhrifamesti stjórnmálamaður sögunnar. Hann var forsætisráðherra Bretlands á stríðstímum, 1940 til 1945, og síðan aftur frá 1951 til 1955. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1953, fyrir magnaða greiningu sína á Seinni heimstyrjöldinni í skrifum sínum, í bland við tilfinninganæma sjálfsævisögu sína.
Churchill hafði afar áhrifamikla nærveru, samkvæmt hinum ýmsu rituðu heimildum um hann og samtíma hans. Í bókinni The Gathering Storm, sem byggir meðal annars á einkaskjölum hans og breska hersins, sést vel heildarmyndin af gífurlega miklum áhrifum sem hann hafði á gang stríðsins, og þá staðreynd að nasistar töpuðu að lokum.
Hinn 4. júní 1940 hélt hann áhrifamikla ræðu í breska þinginu, þar sem hann stappaði stálinu í þjóð sína.
https://www.youtube.com/watch?v=N89Cpc4vl60
Ræða Churchill í bandaríska þinginu, í janúar 1942, hefur stundum verið nefnd áhrifamesta ræða 20. aldarinnar. Einkum orðin, um að nú ráði bandamenn örlögum sínum; „We are now the masters of our fate“, og undirbygging þeirra. Með ræðunni vildi hann freista þess að ná fullkominni samstöðu með Bandaríkjamönnum, með það fyrir augum að sigrast á nasistum. Og tókst ætlunarverk sitt, svo um munaði.
Upptaka af hluta ræðunnar, sem breytti gangi sögunnar, er hér meðfylgjandi.
https://www.youtube.com/watch?v=R95rjk_nEI8