51.538 skrifuðu undir á þjóðareign - afhenda forsetanum síðar í júlí

Screen-Shot-2015-07-11-at-00.41.11.png
Auglýsing

51.538 nöfn voru skrifuð á und­ir­skrifta­list­ann Þjóð­ar­eign.is, en söfnun und­ir­skrifta lauk á mið­nætti á fimmtu­dag. Und­ir­skrifta­söfn­unin er sú fimmta stærsta í sögu Íslands. Aðstand­endur söfn­un­ar­innar munu afhenda for­seta Íslands und­ir­skrifta­list­ann í þarnæstu viku.

Í áskor­un­inni sem fólk skrif­aði undir var skorað á Ólaf Ragnar Gríms­son, for­seta Íslands, að vísa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu mak­ríl­frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sem náði á end­anum ekki fram að ganga, og hverjum þeim lögum sem þar sem fisk­veiði­auð­lindum er ráð­stafað til meira en eins árs á meðan ekki er skýrt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá.

Aðstand­endur und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar voru þau Agnar K. Þor­steins­son, Bolli Héð­ins­son, Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, Henný Hinz, Jón Sig­urðs­son, Jón Steins­son og Þor­kell Helga­son.

Auglýsing

Í sam­tali við mbl.is segir Bolli að aðstand­endur séu gríð­ar­lega sáttir við þátt­tök­una, alveg hafi verið ófyr­ir­séð hversu margar und­ir­skriftir hafi safn­ast og fjöld­inn hafi komið skemmti­lega á óvart.

Aðstand­endur söfn­un­ar­innar eru þó við­búnir því að ein­hver nöfn falli út. Nú verði und­ir­skrift­irnar sam­keyrðar við þjóð­skrá og þau nöfn fjar­lægð sem ekki passa. Það sé búið að gera þetta jafn­óðum að ein­hverju leyti en nú verði loka­yf­ir­ferð og ekki mjög margar und­ir­skriftir ættu að falla burt. Að þessu loknu verður list­inn afhentur Ólafi Ragn­ari.

Fimmta stærsta und­ir­skrifta­söfn­uninÁður en ráð­ist var í þessa und­ir­skrifta­söfnun tók Kjarn­inn sam­an­ frétta­skýr­ingu um und­ir­skrifta­safn­anir á und­an­förnum árum. Á þeim lista kemst þjóð­ar­eign í fjórða sæt­ið. Tæp­lega 54 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun um að áfram­hald við­ræðna við ESB færu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í fyrra og árið 2010 skrif­uðu ríf­lega 56 þús­und manns undir lista gegn Ices­ave 2. Fjöl­menn­asta und­ir­skrifta­söfn­unin er hjartað í Vatns­mýri, sem ráð­ist var í árið 2013.

Ef litið er til lengri tíma kemur und­ir­skrifta­söfn­unin Varið land, sem ráð­ist var í árið 1974, inn í þriðja sæt­ið, en tæp­lega 56 þús­und manns skrif­uðu undir hana. Þetta kemur fram í sam­an­tekt sagn­fræð­ings­ins Stef­áns Páls­sonar frá því í maí. Sam­kvæmt þeim lista er þjóð­ar­eign í fimmta sæti yfir stærstu und­ir­skrifta­safn­an­irn­ar.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None