Karolina Fund: Ný heimildamynd um tattú-menninguna á Íslandi

5b79d171e83cec55d784b9d9f8275ca8-1.jpg
Auglýsing

Listin sem leyn­ist undir skinn­inu er ný heim­ild­ar­mynd eftir Matth­ías Má Magn­ús­son og Egg­ert Gunn­ars­son um húð­flúr-­menn­ing­una á Íslandi. Myndin er verk­efni vik­unnar hjá Karol­ina Fund. Við tókum við­tal við fram­leið­end­urna Egg­ert og Matth­í­as.

Egg­ert: „Ég er hef unnið við sjón­varp lengi og síð­ustu árin hef ég til að mynda leik­stýrt Ævari vís­inda­manni og fram­leitt þá þátta­röð. Að auki hef ég unnið mikið við tón­list­ar­tengt efni. Þar má nefna Tóna­flóð, Stór­tón­leika Rásar 2 á Menn­ing­arnótt, Mús­íktil­raunir og svo hef ég átt gott sam­starf við KÍTON og er að vinna með þeim stórt verk­efni sem nefn­ist Eld­smiðj­an. Að auki hef ég unnið heim­ild­ar­myndir um til dæmis Yrsu Sig­urð­ar­dótt­ur, Rósu Gísla­dóttur og heim­ild­ar­mynd­ina Fyr­ir­heitna land­ið? um Íslend­inga sem flutt hafa til Nor­egs.

Það virð­ist vera mikil áhugi á húð­flúri um þessar mund­ir. Þeir sem eru ekki með húð­flúr eins og ég erum lík­lega í minni­hluta. Það var það sem mig lang­aði að skoða og það líka að það virð­ist vera mik­ill metn­aður í því að vinna mynd­verk sem skipta máli á húð fólks.

Auglýsing

Það kom mér mjög á óvart hversu vel menntuð þau eru sem stunda þessa list­grein hér á land­i.  Við fjöllum um þau öll á ein­hvern hátt og ætlum líka að reyna að skoða það sem þeir sem eru fluttir annað haf­ast að. Það eru nokkrir flúr­arar sem eru að gera það gott erlend­is.

Við sækjum í Karol­ina Fund vegna þess að það er ekki um auð­ugan garð að gresja hvað varðar fjár­mögnun á verk­efnum sem þess­um. Við eru að leita til fólks og bjóða þeim að taka þátt í þessu verk­efni með okk­ur.  Það er ýmis­legt sem er í boði fyrir þá sem leggja okkur liðEndi­lega skoðið það á síð­unni okkar á Karol­ina Fund.“

Hér má sjá annan framleiðanda myndarinnar, útvarpsmanninn Matthías Má á Rás 2, fá sér húðflúr. Hér má sjá annan fram­leið­anda mynd­ar­inn­ar, útvarps­mann­inn Matth­ías Má á Rás 2, fá sér húð­flúr.

Hvaðan kemur áhugi ykkar á tattú menn­ing­unni?

Matti: „Ég hef alltaf haft mjög mik­inn áhuga á þessu list­formi og á týp­unum sem verða húð­flúr­ar­ar. Þetta er svona „su­b-cult­ure“ sem er að springa út núna. Svo er þessi saga á Íslandi svo stutt, rétt rúm­lega 30 ár eða svo.“

Þó það virð­ist sem að tattú séu núna fyrst að verða almenn þá eru þau ekki ný af nál­inni, ef svo má segja. Er ekki heil­mikil saga í kringum tattú?

„Það er svo sann­ar­lega mikil og löng saga sem spannar mörg þús­und ár.  Lengi var talið að Egyptar til forna hafi verið fyrstir til að nota þetta tján­ing­ar­form. Merki um húð­flúr hafa fund­ist á múm­í­um. En nýverið fannst Ísmað­ur­inn svo­kall­aði. Hann átti sér heim­kynni á landa­mærum Ítalíu og Aust­ur­rík­is. Þessi fundur gefur það til kynna að húð­flúr hafi verið tján­ing­ar­form mann­fólks í að minnsta­kosti 5200 ár.

Hér á Íslandi var ekki hægt að láta húð­flúra sig fyrr en eftir 1980.“

Hafið þið orðið varir við ein­hverja breyt­ingu varð­andi þetta list­form í hug­ar­heimi íslend­inga á síð­ustu 20 - 30 árum?

„Já, svo sann­ar­lega, fyrir 20 til 30 árum voru nær ein­göngu sjó­menn sem fengu sér tatt­oo. En í dag eru allir að fá sér tattoo og virð­ist aldur ekki skipta neinu máli. Það sem er einnig áhuga­vert við tattoo í dag er að það virð­ist allt ganga, það er að segja það er engin einn stíl í tísku eins og til dæmis „tri­bal“ tattoo voru á tíunda ára­tugn­um. Tattoo í dag er bara ekk­ert til­töku mál eins og það var fyrir 20 til 30 árum síð­an. Það eru allir með tattoo nún­a.“

Hér er hægt að skoða verk­efnið og styðja við það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None