Karolina Fund: Ný heimildamynd um tattú-menninguna á Íslandi

5b79d171e83cec55d784b9d9f8275ca8-1.jpg
Auglýsing

Listin sem leynist undir skinninu er ný heimildarmynd eftir Matthías Má Magnússon og Eggert Gunnarsson um húðflúr-menninguna á Íslandi. Myndin er verkefni vikunnar hjá Karolina Fund. Við tókum viðtal við framleiðendurna Eggert og Matthías.

Eggert: „Ég er hef unnið við sjónvarp lengi og síðustu árin hef ég til að mynda leikstýrt Ævari vísindamanni og framleitt þá þáttaröð. Að auki hef ég unnið mikið við tónlistartengt efni. Þar má nefna Tónaflóð, Stórtónleika Rásar 2 á Menningarnótt, Músíktilraunir og svo hef ég átt gott samstarf við KÍTON og er að vinna með þeim stórt verkefni sem nefnist Eldsmiðjan. Að auki hef ég unnið heimildarmyndir um til dæmis Yrsu Sigurðardóttur, Rósu Gísladóttur og heimildarmyndina Fyrirheitna landið? um Íslendinga sem flutt hafa til Noregs.

Það virðist vera mikil áhugi á húðflúri um þessar mundir. Þeir sem eru ekki með húðflúr eins og ég erum líklega í minnihluta. Það var það sem mig langaði að skoða og það líka að það virðist vera mikill metnaður í því að vinna myndverk sem skipta máli á húð fólks.

Auglýsing

Það kom mér mjög á óvart hversu vel menntuð þau eru sem stunda þessa listgrein hér á landi.  Við fjöllum um þau öll á einhvern hátt og ætlum líka að reyna að skoða það sem þeir sem eru fluttir annað hafast að. Það eru nokkrir flúrarar sem eru að gera það gott erlendis.

Við sækjum í Karolina Fund vegna þess að það er ekki um auðugan garð að gresja hvað varðar fjármögnun á verkefnum sem þessum. Við eru að leita til fólks og bjóða þeim að taka þátt í þessu verkefni með okkur.  Það er ýmislegt sem er í boði fyrir þá sem leggja okkur liðEndilega skoðið það á síðunni okkar á Karolina Fund.“

Hér má sjá annan framleiðanda myndarinnar, útvarpsmanninn Matthías Má á Rás 2, fá sér húðflúr. Hér má sjá annan framleiðanda myndarinnar, útvarpsmanninn Matthías Má á Rás 2, fá sér húðflúr.

Hvaðan kemur áhugi ykkar á tattú menningunni?

Matti: „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á þessu listformi og á týpunum sem verða húðflúrarar. Þetta er svona „sub-culture“ sem er að springa út núna. Svo er þessi saga á Íslandi svo stutt, rétt rúmlega 30 ár eða svo.“

Þó það virðist sem að tattú séu núna fyrst að verða almenn þá eru þau ekki ný af nálinni, ef svo má segja. Er ekki heilmikil saga í kringum tattú?

„Það er svo sannarlega mikil og löng saga sem spannar mörg þúsund ár.  Lengi var talið að Egyptar til forna hafi verið fyrstir til að nota þetta tjáningarform. Merki um húðflúr hafa fundist á múmíum. En nýverið fannst Ísmaðurinn svokallaði. Hann átti sér heimkynni á landamærum Ítalíu og Austurríkis. Þessi fundur gefur það til kynna að húðflúr hafi verið tjáningarform mannfólks í að minnstakosti 5200 ár.

Hér á Íslandi var ekki hægt að láta húðflúra sig fyrr en eftir 1980.“

Hafið þið orðið varir við einhverja breytingu varðandi þetta listform í hugarheimi íslendinga á síðustu 20 - 30 árum?

„Já, svo sannarlega, fyrir 20 til 30 árum voru nær eingöngu sjómenn sem fengu sér tattoo. En í dag eru allir að fá sér tattoo og virðist aldur ekki skipta neinu máli. Það sem er einnig áhugavert við tattoo í dag er að það virðist allt ganga, það er að segja það er engin einn stíl í tísku eins og til dæmis „tribal“ tattoo voru á tíunda áratugnum. Tattoo í dag er bara ekkert tiltöku mál eins og það var fyrir 20 til 30 árum síðan. Það eru allir með tattoo núna.“

Hér er hægt að skoða verkefnið og styðja við það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None