9 af hverjum 10 styðja kröfu um 300 þúsund króna lágmarkslaun

14317521740_8a320556ce_z.jpg
Auglýsing

91,6 pró­sent aðspurðra eru hlynntir kröfum um að hækka lág­marks­laun á íslenskum vinnu­mark­aði í 300 þús­und krónur á mán­uði innan þriggja ára. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Starfs­greina­sam­band Íslands. Aðeins 4,3 pró­sent sögð­ust and­víg því að lág­marks­laun yrðu hækkuð í 300 þús­und krón­ur, en 4,1 pró­sent sögð­ust hvorki fylgj­andi né and­víg.

67,1 pró­sent sögð­ust alfarið hlynnt kröf­unni um að lág­marks­laun verði 300 þús­und. 14,8 pró­sent sögð­ust mjög hlynnt og 9,7 pró­sent frekar hlynnt.

Fólk var einnig spurt að því hver lág­marks­laun á íslenskum vinnu­mark­aði ættu að vera miðað við fullt starf. Að með­al­tali taldi fólk að lág­marks­laun ættu að vera 329 þús­und krón­ur. „Kröfur SGS, sem hyggst hrinda af stað fyrstu verk­falls­að­gerðum sínum á morgun fimmtu­dag, ef ekki semst áður, virð­ast njóta breiðs og víð­tæks stuðn­ings í sam­fé­lag­in­u,“ segir í til­kynn­ingu Starfs­greina­sam­bands­ins um mál­ið.

Auglýsing

Stuðn­ingur við kröf­urnar er örlítið meiri hjá konum en körlum og konur nefndu líka að með­al­tali hærri tölu þegar spurt var hver lág­marks­laun í land­inu ættu að vera. Eng­inn munur var á svörum fólks eftir búsetu á land­inu né heldur milli tekju­hópa.

"Þessar nið­ur­stöður stað­festa þann með­byr sem við höfum fundið í sam­fé­lag­in­u,“ er haft eftir Drífu Snædal, fram­kvæmda­stjóra SGS. „Það er kom­inn tími til þess að lág­marks­laun dugi fyrir fram­færslu og almenn­ingur tekur undir með okkur í þeirri sjálf­sögðu kröfu. Það er ánægju­legt að fá stað­fest­ingu á því að við séum á réttri leið og svona afger­andi stuðn­ingur gefur okkur byr undir báða vængi í þeim átökum sem framundan eru. Sam­tök atvinnu­lífs­ins verða að hlýða á kröfur okkar og sam­fé­lags­ins alls. Það er í þeirra valdi að afstýra erf­iðum og lang­dregnum átök­um."

Könn­unin var gerð dag­ana 16. til 26. apríl og 1450 voru spurðir í henni. Svar­hlut­fallið var 59,2 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None