Á fjórða þúsund skora á stjórnvöld að ráðast í Fjarðarheiðargöng

Sey.isfj_.r.ur_.jpg
Auglýsing

Nú hafa ríf­lega þrjú þús­und manns ritað nafn sitt und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu á net­inu, þar sem skorað er á sam­göngu­yf­ir­völd að ráð­ast í gerð jarð­ganga milli Seyð­is­fjarð­ar­kaup­staðar og Fljóts­dals­hér­aðs, undir Fjarð­ar­heið­ina alræmdu, svokölluð Fjarð­ar­heið­ar­göng. Þess má geta að íbúar Seyð­is­fjarðar eru 653 tals­ins sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar.

Í áskor­un­inni er þess kraf­ist að ráð­ist verði í jarð­ganga­gerð­ina sem allra fyrst, og alls ekki síðar en við lok fram­kvæmda við Norð­fjarð­ar­göng sem eru langt komn­ar. „Fjöl­margar álykt­anir og áköll hafa komið frá­ Seyð­firð­ingum um var­an­legar sam­göngu­bæt­ur. Ekki verður lengur unað við þær hættu­legu og óásætt­an­legu aðstæður sem eru í sam­göngu­málum Seyð­is­fjarð­ar,“ eins og segir í áskor­un­inni.

Eini veg­ur­inn til og frá firð­inumVeg­ur­inn um Fjarð­ar­heiði er eini veg­ur­inn til og frá Seyð­is­firði og liggur í 620 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Þar er oft mikið veðra­víti yfir vetr­ar­mán­uð­ina, og heiðin því oftar en ekki mik­ill far­ar­tálmi fyrir heima­menn, gesti fjarð­ar­ins sem og far­þega ferj­unnar Nor­rænu. Þá lok­að­ist heiðin ítrekað síð­ast­lið­inn vetur og stundum í nokkra daga í senn með til­heyr­andi óþæg­indum fyrir gesti og íbúa Seyð­is­fjarðar sem urðu þá innikró­að­ir, til að mynda með tak­mark­aða heil­brigð­is­þjón­ustu.

Í áskor­un­inni til stjórn­valda segir enn frekar: „Seyð­firð­ingar hafa barist fyrir Fjarð­ar­heið­ar­göngum í meira en 30 ár og því löngu orðið tíma­bært að hlustað sé á neyð­aróp okk­ar. Seyð­firð­ingar hafa sýnt mikla bið­lund og skiln­ing á nauð­syn ann­arra jarð­ganga- og vega­fram­kvæmda í land­inu og stutt heils­hugar við þær. Nú er komið að Fjarð­ar­heið­ar­göng­um.“

Auglýsing

Veldur íbúum óþæg­indum og örygg­is­leysiSeyð­firð­ingar segja mörg rök hníga að gerða Fjarð­ar­heið­ar­ganga, fyrir utan örygg­is­leysið sem fylgi því að eiga sífellt á hættu að eini veg­ur­inn til stað­ar­ins lok­ist á vet­urna.

Mikil atvinnu- og skóla­sókn sé yfir heið­ina í báðar átt­ir, og þá sé stór hluti byggð­ar­innar á Seyð­is­firði á skil­greindum ofan­flóða­svæð­u­m. „Ef hættu­á­stand skap­að­ist og/eða snjó­flóð féllu eru Seyð­firð­ingar mjög háðir því að sam­göngur um þennan eina akveg séu greið­fær­ar.“

Þá veigri margir sér við að leggja á heið­ina nema hún sé greið­fær, og öruggar sam­göngur frá Seyð­is­firði séu nauð­syn­legar til að kom­ast í sjúkra­flug frá Egils­stöðum eða á Fjórð­ungs­sjúkra­húsið í Nes­kaup­stað þar sem til að mynda fæð­ing­ar­deild svæð­is­ins sé til húsa.

„Heil­brigði og öryggi Seyð­firð­inga er ógnað vegna tíðrar ófærðar yfir heið­ina. Lög­gæsla hefur verið veru­lega skert á Seyð­is­firði og lög­reglu­stöðin hefur m.a. verið lögð nið­ur­. ­Byggða­þróun hefur ekki verið nógu hag­stæð. Óvið­un­andi sam­göngur er stór þáttur í þeirri þró­un. Með jarð­göngum stækkar atvinnu­svæði Seyð­is­fjarðar og nágranna­byggð­ar­laga. ­For­senda sam­ein­ingar sveita­fé­laga eru bættar sam­göng­ur.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None