Áætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að arðgreiðslur frá Orkuveitunni hækki

Reykjavíkurborg, sem er stærsti eigandi Orkuveitu Reykjavíkur, áætlar að arðgreiðslur út úr henni verði á bilinu fimm til sex milljarðar króna á ári á næstu árum. Gangi þær áætlanir eftir verða arðgreiðslurnar fjórum sinnum hærri 2026 en þær voru 2019.

Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Auglýsing

Í fimm ára fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar er gert ráð fyrir að arð­greiðslur frá Orku­veitu Reykja­víkur (OR), sem borgin á 93,5 pró­sent hlut í, muni hækka á kom­andi árum. OR greiddi út 1,5 millj­arð króna í arð til eig­enda sinna árið 2019, þrjá millj­arða króna í fyrra og fjóra millj­arða króna í ár. 

Sam­kvæmt áætlun Reykja­vík­ur­borgar til næstu ára er reiknað með að OR borgi stærsta eig­anda sínum 25,4 millj­arða króna í arð­greiðslur á árunum 2022 til 2026. Á því tíma­bili er áætlað að hlut­deild borg­ar­innar í arð­greiðslum orku­fyr­ir­tæk­is­ins verði á bil­inu 4,7 til 5,6 millj­arðar króna á ári. Sam­kvæmt því má ætla að heild­ararð­greiðslur OR verði, sam­kvæmt fimm ára áætl­un­inni, fimm millj­arðar króna strax á næsta ári og nái hámarki árið 2026 þegar þær fara í sex millj­arða króna. Aðrir eig­endur OR eru Akra­nes (5,5 pró­sent) og Borg­ar­byggð (eitt pró­sent). 

Gangi þessi áætlun eftir munu arð­greiðslur út úr OR því hafa fjór­fald­ast milli 2019 og 2026 og tvö­fald­ast frá því í fyrra og fram til árs­ins 2026.

Auglýsing
OR er næst stærsta orku­fyr­ir­tæki lands­ins á eftir Lands­virkj­un. Rekstr­ar­tekjur þess voru 48 millj­arðar króna í fyrra og hagn­aður 5,6 millj­arðar króna. Eignir móð­ur­fé­lags­ins voru metnar á 394,2 millj­arða króna í lok síð­asta árs. Undir OR eru fjögur dótt­ur­fyr­ir­tæki: Veit­ur, sem eru stærsta veitu­fyr­ir­tæki lands­ins, Orka nátt­úr­unnar sem fram­leiðir og selur raf­magn og miðlar heitu vatni til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Ljós­leið­ar­inn, sem selur heim­ili fyr­ir­tækjum aðgang að gagna­flutn­ings­kerfi, og Car­bfix, sem vinnur að sam­nefndri aðferð til kolefn­is­bind­ing­ar. 

Ábyrgð­ar­gjald mun fara lækk­andi

Í fimm ára áætl­un­inni segir að gert sé ráð fyrir arð­greiðslum frá OR í sam­ræmi við áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins, eða að arð­greiðsl­urnar séu háðar því að arð­greiðslu­skil­yrði séu upp­fyllt. 

Jafn­framt er gert ráð fyrir tekjum af svoköll­uðu ábyrgð­ar­gjaldi frá OR í sam­ræmi við núver­andi mat óháðs aðila á láns­kjörum, með og án eig­enda­á­byrgð­ar, með til­liti til höf­uð­stóls gjald­skyldra skuld­bind­inga á hverjum tíma fyrir sig. 

Ábyrgð­ar­gjaldið hefur verið greitt frá árinu 2005 vegna ábyrgða sem eig­endur OR hafa veitt á skuldir sam­stæð­unn­ar. Í fyrra var gjaldið 0,85 pró­sent á lán vegna sér­leyf­is­starf­semi og 0,61 pró­sent á lán vegna sam­keppn­is­starfs­semi. Á árinu 2020 greiddi OR alls 647 millj­ónir króna til eig­enda sinna í ábyrgð­ar­gjald. Þar af hafa farið um 605 millj­ónir króna til Reykja­vík­ur­borgar miðað við hlut­deild borg­ar­innar í fyr­ir­tæk­inu.

Í áætlun Reykja­vík­ur­borgar er gert ráð fyrir því að ábyrgð­ar­gjaldið sem greið­ist til Reykja­víkur fari lækk­andi á kom­andi árum. Þannig reiknar borgin með að hlut­deild hennar í gjald­inu verði 412 millj­ónir króna á næsta ári en að það lækki svo ár frá ári og verði 141 milljón króna árið 2026.

Gert ráð fyrir 66 millj­arða króna hagn­aði á árunum 2023 til 2026

Í fimm ára áætlun Reykja­vík­ur­borg­­ar­innar sem var lögð fram í lið­inni viku er gert ráð fyrir að afkoma sam­­stæð­unnar batni á tíma­bil­inu 2023 til 2026. Gert er ráð fyrir að hagn­aður sam­­stæð­unnar verði sam­tals 66,2 millj­­arðar króna á því fjög­­urra ára tíma­bil­i. 

Þar er gert ráð fyrir að A-hlut­inn, sá sem er fjár­­­magn­aður með skatt­­tekj­um, skili afgangi strax á árinu 2023 og að hann verði tveir millj­­arðar króna. Rekstr­­ar­hagn­að­­ur­inn fari svo batn­andi í kjöl­farið og verði sam­tals 20,5 millj­­arðar króna á árunum 2024 til 2026. B-hlut­inn, sem nær utan um fyr­ir­tæki í eigu borg­ar­inn­ar, þar sem OR skiptir lang­mestu máli, er þó áfram sem áður sá hluti sam­stæð­unnar sem skilar mestur hagn­aði.

Stefnt er að því að reka sam­­stæðu Reykja­vík­­­ur­­borgar með 8,6 millj­­arða króna afgangi á næsta ári sam­­kvæmt fjár­­hags­á­ætlun borg­­ar­innar fyrir árið 2022. Sá hluti rekstrar Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar sem fjár­­­­­magn­aður er með skatt­­­tekj­um, svo­­­kall­aður A-hluti, verður hins vegar að óbreyttu rek­inn með 3,4 millj­­arða króna halla. Sá halli bæt­ist við 9,7 millj­­arða króna halla á A-hlut­­anum í ár sam­­kvæmt útkomu­­spá og 5,8 millj­­arða króna halla á honum í fyrra.

Sam­an­lagt er því gert ráð fyrir að A-hluti rekstrar Reykja­vík­­­ur­­borgar verði rek­inn í 18,9 millj­­arða króna halla á árunum 2020 til 2022.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent