Ríkið selur að minnsta kosti 20 prósent í Íslandsbanka fyrir opnun markaða á morgun

Í dag var tilkynnt um að söluferli á að minnsta kosti 20 prósent hlut í Íslandsbanka væri hafið, og að tilkynnt yrði um niðurstöðu þess á morgun fyrir opnun markaða. Íslenska ríkið verður minnihlutaeigandi í bankanum þegar viðskiptin eru frágengin.

Bjarni Benediktsson tekur lokaákvörðun um útboðsgengi og hversu mikið verður selt.
Bjarni Benediktsson tekur lokaákvörðun um útboðsgengi og hversu mikið verður selt.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins hefur sett af stað sölu­ferli á að minnsta kosti 20 pró­sent hlut rík­is­sjóðs í Íslands­banka. Til­kynnt verður um nið­ur­stöður sölu­ferl­is­ins fyrir opnun mark­aða á morgun og upp­gjör við­skipt­anna fer fram þann 28. mars. Eftir þann dag, sem er næst­kom­andi mánu­dag­ur, verður rík­is­sjóður orð­inn minni­hluta­eig­andi í Íslands­banka. 

Sölu­fyr­ir­komu­lagið verður með til­boðs­ferli til „inn­lendra og erlendra hæfra fjár­festa“ en ákvörðun um útboðs­gengi og end­an­legan hlut sem seldur verður mun á end­anum verða í höndum Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Í til­kynn­ingu sem Banka­sýslan hefur birt á heima­síðu sinni segir að sú ákvörðun verði tekin þegar áætl­aðar nið­ur­stöður úr sölu­ferl­inu liggja fyrir og að teknu til­liti til meðal ann­ars eft­ir­far­andi þátta, dagsloka­gengis hluta­bréfa Íslands­banka á aðal­mark­aði Nas­daq Iceland, mark­aðs­að­stæðna, eft­ir­spurnar ásamt öðrum þátt­u­m.“

Mark­aðsvirði Íslands­banka við lokun mark­aða í dag var 244 millj­arðar króna. Miðað við það gengi ætti sala á 20 pró­sent hlut að skila rík­is­sjóði að minnsta kosti 48,8 millj­örðum króna. Rík­is­sjóður seldi 35 pró­sent hlut fyrir aðeins hærri upp­hæð, 55,3 millj­arða króna, í fyrra­sum­ar. Mark­aðsvirði þess hlutar nú er um 85,4 millj­arðar króna og hann því hækkað um rúm­lega 30 millj­arða króna frá því að rík­is­sjóður seldi.

Auglýsing
Hlutur rík­is­sjóðs mun fara niður í að minnsta kosti 45 pró­sent eftir sölu­ferlið sem sett var á stað í dag.

Til­kynnt var um það síð­degis á föstu­dag að Bjarni hefði ákveðið að hefja fram­hald sölu­­með­­­ferðar á hlutum í Íslands­­­banka í sam­ræmi við til­­lögu Banka­­sýslu rík­­is­ins frá 20. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um. Ráð­herr­ann sendi Banka­­sýsl­unni bréf um ákvörð­un­ina þann dag.

Mik­ill hagn­aður í fyrra og stefnt á tug­millj­­arða útgreiðslur

Íslands­­­­­banki hagn­að­ist um 23,7 millj­­­arðar króna á árinu 2021. Arð­­­semi eigin fjár var 14,2 pró­­­sent og sem var vel yfir tíu pró­­­sent mark­miði bank­ans. Kostn­að­­­ar­hlut­­­fall bank­ans lækk­­­aði úr 54,3 pró­­­sent í 46,2 pró­­­sent milli ára.

Eigið fé Íslands­­­­­banka var 203,7 millj­­­arðar króna um síð­­­­­ustu ára­­­mót og eig­in­fjár­­­hlut­­­fall bank­ans 25,3 pró­­­sent. Útlán til við­­­skipta­vina Íslands­­­­­banka juk­ust um 7,9 pró­­­sent á síð­­­asta ári. Þá aukn­ingu má að mestu rekja til auk­inna umsvifa á hús­næð­is­­­mark­aði. Vaxta­munur bank­ans var 2,4 pró­­­sent. Hreinar vaxta­­­tekjur voru 34 millj­­­arðar króna og hækk­­­uðu um tvö pró­­­sent milli ára. Þókn­ana­­­tekjur hækk­­­uðu hins vegar um 22,1 pró­­­sent og voru sam­tals 12,9 millj­­­arðar króna.

Á grund­velli þess­­­arar afkomu var ákveðið að greiða hlut­höfum sínum 11,9 millj­­­arða króna í arð. Þar af fóru 65 pró­­­sent til stærsta ein­staka eig­and­ans, íslenska rík­­­is­ins, eða rúm­­­lega 7,7 millj­­­arðar króna. Þeir sem eiga 35 pró­­­sent hlut í bank­­­anum fengu svo sam­an­lagt tæpa 4,2 millj­­­arða króna í arð­greiðslu. Auk þess stefnir stjórn bank­ans að því að greiða út 40 millj­­­arða króna í umfram eigið fé á næstu 12-24 mán­uð­­­um. Sú veg­­­ferð hófst með því að aðal­­fundur bank­ans sam­­þykkti í gær að hefja end­­­ur­­­kaup á bréfum fyrir 15 millj­­­arða króna á næstu mán­uð­­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent