ESB líklegt til að skattleggja gegn áhrifum verðbólgu

Líklegt er að Evrópusambandið muni styðja upptöku hvalrekaskatts á orkufyrirtæki í álfunni til að fjármagna stuðningsaðgerðir við tekjulág heimili og fyrirtæki vegna mikilla verðhækkana. Ítalía hefur nú þegar samþykkt slíka skattlagningu.

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, ásamt Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, ásamt Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

For­ystu­fólk í Evr­ópu­sam­band­inu mun senni­lega gefa grænt ljós á til­lögu fram­kvæmda­stjórnar sam­bands­ins um að hrinda af stað stuðn­ings­að­gerðum fyrir tekju­lág heim­ili og fyr­ir­tæki til þess að sporna gegn áhrifum mik­illa orku­verðs­hækk­ana. Aðgerð­irnar verða fjár­magn­aðar með svoköll­uðum hval­reka­skatti á orku­fyr­ir­tækin sem grætt hafa mest í álf­unni. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg sem birt­ist í gær.

Skatt­lagn­ing á hagnað orku­fyr­ir­tækja

Sam­kvæmt frétt­inni munu þjóð­ar­leið­togar aðild­ar­ríkja sam­bands­ins ræða hvernig eigi að styðja við atvinnu­lífið og tekju­lág heim­ili í yfir­stand­andi orku­verð­skrísu á tveggja daga fundi í vik­unni. Orku­verð á meg­in­landi Evr­ópu hefur hækkað mikið á und­an­förnum mán­uð­um, en þær má meðal ann­ars rekja til minni inn­flutn­ingi á gasi til hús­hit­unar frá Rúss­landi.

Á fund­in­um, sem hefst á morg­un, verður farið yfir til­lögur fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins um að koma á fót sam­eig­in­legt styrkja­kerfi sem gæti nýst fyrir heim­ilin aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins á krísu­tím­um.

Auglýsing

Í drögum að sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu sam­bands­ins, sem Bloomberg komst yfir, segir að góð leið til að fjár­magna þessa styrki væri svo­kall­aður hval­reka­skattur á orku­fyr­ir­tæki. Slíkur skattur væri lagður á hagnað fyr­ir­tækj­anna, en búist við er að hann hafi auk­ist um 200 millj­arða evra í aðild­ar­ríkj­unum – sem jafn­gildir um 28 billjónum króna – í vetur vegna verð­hækk­ana á orkunni sem þau seldu.

Nú þegar ákveðið í Ítalíu

Rík­is­stjórn Ítalíu hefur nú þegar ákveðið að skatt­leggja orku­fyr­ir­tækin þar í landi til að fjár­magna aðgerð­ar­á­ætlun fyrir tekju­lág heim­ili, sam­kvæmt frétt Bloomberg frá því fyrir helgi. Þar munu fyr­ir­tæki í geir­anum sem juku hagnað sinn um meira en fimm millj­ónir evra – sem jafn­gildir um 715 millj­ónum íslenskra króna – þurfa að greiða 10 pró­senta ein­greiðslu­skatt á hagn­að­inn sinn.

Með slíkri skatt­lagn­ingu segir Mario Drag­hi, for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, að rík­is­stjórnin geti stutt við þá sem hafa þurft að gjalda fyrir orku­verðs­hækk­an­irnar án þess að stór­auka fjár­laga­hall­ann sinn og skulda­söfnun hins opin­bera.

Engar stuðn­ings­að­gerðir hér á landi

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið birti í gær nið­ur­stöður úr minn­is­blaði sínu um áhrif hækk­andi orku­verðs á íslensk heim­ili. Sam­kvæmt því hefur verð­hækk­unin haft minni áhrif á fjár­hag heim­ila hér á landi heldur en í öðrum Evr­ópu­lönd­um, þar sem kynd­ing væri almennt ekki háð olíu og gasi.

Einnig sagði ráðu­neytið að fjár­hagur íslenskra heim­ila og inn­lend eft­ir­spurn væri sterk og bætti við að almennar milli­færslur eða skattafslættir myndu ekki endi­lega skila sér til heim­ila, þar sem slíkar aðgerðir myndu enn auka verð­bólgu og hækka vaxta­kostn­að.

Þó stóð einnig í minn­is­blað­inu að mik­il­vægt sé að fylgj­ast með áhrifum á tekju­lág heim­ili, sér­stak­lega þau sem ættu ekki hús­næði. Skuld­sett heim­ili sem væru nýkom­inn inn á hús­næð­is­markað gætu einnig lent í vanda ef ráð­ist væri í „óm­ark­vissar aðgerðir sem leiða til hærri vaxta.“ Ef talin væri þörf á því að bregð­ast við áhrifum á þessa hópa þyrftu þær aðgerðir að vera afmark­að­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent