Að óbreyttu missa flestir starfsmenn Arctic Odda á Flateyri vinnuna

flateyri-99-26291.jpg
Auglýsing

"Staðan er þannig að við erum enn að leita að sam­starfs­að­ilum eða kaup­endum að ­bol­fisk­vinnsl­unni okkar á Flat­eyri, með það að mark­miði að starf­semin geti haldið þar áfram." Þetta segir Sig­urður Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri ­Arctic Odda í sam­tali við Kjarn­ann. "Um­leit­anir okkar eru á við­kvæmu stigi, en ég er búinn að ræða við aðila, sem hafa ýmist í hyggju um að ganga til liðs við okkur eða kaupa, og þreif­ingar eru í gang­i."

Eins og kunn­ugt er hyggst sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Arctic Oddi á Flat­eyri hætta þar bol­fisk­vinnslu, eftir að Byggða­stofnun dró úthlutun 300 tonna byggða­kvóta til fyr­ir­tæk­is­ins til baka. Byggða­stofnun segir úthlutun kvót­ans háða fram­tíð­ar­sýn fyr­ir­tæk­is­ins varð­andi bol­fisk­vinnslu á Flat­eyri, en Arctic Oddi hyggst nú ein­beita sér að kjarna­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, það er vinnsla á eld­is­fiski. "Eftir að við misstum byggða­kvót­ann þá var stoð­uðum kippt undan bol­fisk­vinnsl­unni, en við höfum skiln­ing á afstöðu Byggða­stofn­unn­ar. Við höfum staðið við okkar sam­komu­lag til þessa, og unnið allan fisk á Flat­eyri sam­hliða eld­is­fiskn­um. Við ætl­uðum að gera það áfram en nú sjáum við ekki lengur for­sendur til þess. Við erum ekki sér­fræð­ingar í bol­fisk­vinnslu, okkar sér­svið eru eld­is­af­urð­ir, og við erum alls ekki að hætta fisk­eld­in­u," segir Sig­urð­ur.

Að óbreyttu missa nær allir starfs­menn vinn­unaFimmtán manns létu af störfum hjá fyr­ir­tæk­inu í síð­asta mán­uð­i, en tíu þeirra var sagt upp störf­um. Átján manns eru enn að störfum hjá fyr­ir­tæk­inu, sem hefur hrá­efni, það er eld­is­fisk, til að halda uppi vinnslu fram að ára­mótum og mögu­lega ein­hverjum vik­um ­leng­ur. Þá starfa jafn­framt fimm manns hjá útgerð fyr­ir­tæk­is­ins, sem til stendur að selja líka með tíð og tíma sam­hliða fyr­ir­hug­uðum breyt­ingum á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Ef Arctic Oddi nær ekki að landa samn­ingum við sam­starfs­að­ila á næstu mán­uð­um, verður þorra starfs­fólks­ins sagt upp. "Því miður verður það þannig, en við munum halda okkar starfs­fólki upp­lýstu um stöð­una. Við erum að fara úr bol­fisk­vinnsl­unni og ef ekki finnst lausn varð­andi fram­tíð henn­ar, þá verður fleirum sagt upp því mið­ur. Þá munum við bara halda eftir lág­marks fjölda starfs­manna sem við þurfum til að sinna fisk­eld­inu fram að næstu slátrun sem verður ekki fyrr en næsta haust."

Auglýsing

"Við erum langt frá því að leggja árar í bát."Dýr­fisk­ur, syst­ur­fé­lag Arctic Odda, hefur eld­is­leyfi fyrir slátrun og vinnslu 3.000 tonna af eld­is­fiski. Upp­bygg­ing fisk­eld­is­ins hefur tekið lengri tíma en vonir fyr­ir­tæk­is­ins stóðu til, en að sögn Sig­urð­ar­ mun fisk­eldið tryggja hátt í fjöru­tíu árs­störf þegar það verður komið að fullu á kopp­inn innan þriggja ára. Þangað til sá áfangi næst mun fyr­ir­tækið ráða starfs­fólk inn til að sinna slátrun og vinnslu árs­tíða­bund­ið. "Við erum langt í frá að leggja árar í bát varð­andi fisk­eld­ið, við ætlum að halda áfram að byggja það upp."

Í frétt Kjarn­ans í gær gagn­rýndu Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­kaup­stað­ar, og Finn­bogi Svein­björns­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Vest­firð­inga,  fyr­ir­tækið fyrir að hafa ekki til­kynnt hóp­upp­sagnir sem það réðst í í síð­asta mán­uði. "Það er rétt, við höfðum ekki sam­band við þá þegar við sögðum fólk­inu upp, en bæði stétt­ar­fé­lag­inu og bæj­ar­yf­ir­völdum mátti vera ljóst hvað stæði til miðað við þau sam­skipti sem við höfum átt í und­an­farnar vikur og mán­uð­i."

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None