Keldan eflir þjónustu sína með nýrri tækni

kodi.jpg
Auglýsing

Vef­ur­inn Keld­an, sem fyr­ir­tækið Kóði á og rek­ur, býður nú upp á nýja þjón­ustu sem nefn­ist lyk­il­tölur fyr­ir­tækja. Þjón­ust­an veitir aðgang að helstu tölum og rekstr­ar­upp­lýs­ingum stærst­u ­fyr­ir­tækja lands­ins, til dæmis veltu, hagn­að, eign­ir, hluta­fé, starfs­manna­fjölda o.fl. „Það liggur fyrir að það er áhugi innan við­skipta­lífs­ins að hafa heild­ar­yf­ir­lit yfir stærstu fyr­ir­tæki lands­ins enda hafa slíkar upp­lýs­ingar marg­vís­legt nota­gild­i.  Með þess­ari þjón­ustu Keld­unnar verða upp­lýs­ing­arnar mun aðgengi­legri en áður og er það í takt við þá þróun að hafa hlut­ina lif­andi  net­in­u,“ segir Örvar Þór Ólafs­son, mark­aðs­stjóri Kóða.

Upp­lýs­ing­arnar um stærstu fyr­ir­tækin eru aðgengi­legar öllum og birt­ast á Keld­an.is undir liðnum lyk­il­töl­ur. Hægt verður að raða list­anum á mis­mun­andi hátt og flokka hann eftir atvinnu­greinum svo eitt­hvað sé nefn­t.  Í dag eru yfir 200 stærstu fyr­ir­tæki Íslands á list­an­um og verður fleiri bætt við á næstu vik­um.

Lyk­il­tölur fyr­ir­tækja eru sóttar úr árs­reikn­ingum sem við­skipta­vinir Keld­unnar hafa keypt í gegnum Keld­una, en Keld­an hefur miðlað árs­reikn­ingum frá RSK um ára­bil.  Það var hópur nem­enda við Háskól­ann í Reykja­vík sem vann loka­verk­efni fyrir Keld­una og þró­aði for­rit til að vinna gögn sjálf­virkt úr skönn­uðum árs­reikn­ing­um.  Til þess var m.a. not­ast við svo­kall­að­an ­vél­rænan lær­dóm (machine learn­ing techniques).  Hluti af gögn­unum sem kerf­ið vinn­ur er nú orð­inn aðgengi­legur á www.keld­an.is.

Auglýsing

Ávinn­ing­ur­inn af því að hafa upp­lýs­ingar um lyk­il­tölur fyr­ir­tækja á net­inu er marg­vís­legur að sögn Örv­ars, en not­and­inn getur nálg­ast upp­lýs­ing­arnar hvar og hvenær sem er, ­flokkað fyr­ir­tækin eftir mis­mun­andi lyk­il­töl­um, borið saman rekstr­ar­nið­ur­stöður frá ári til árs með mynd­rænni fram­setn­ingu, svo eitt­hvað sé nefnt.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None