Vilja kanna hvort blaðamenn DV eigi sjálfir að borga málskostnað

15003216880-ce1a14ed47-z.jpg
Auglýsing

DV hefur þurft að greiða tugi millj­óna króna í skaða­bætur og/eða til lög­manna á und­an­förnum árum og það hefur leikið fjár­hag blaðs­ins grátt, sam­kvæmt úttekt Franca ehf-al­manna­tengsla­fyr­ir­tækis á stöðu DV sem blaðs og net­mið­ils. Höf­undar úttekt­ar­inn­ar, fyrrum frétta­mað­ur­inn Egg­ert Skúla­son og Eygló Jóns­dóttir almanna­teng­ill, benda á mögu­leika þess að blaða­menn DV taki sjálfir þátt í kostn­aði af mál­sókn­um. Þetta kemur fram í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins um úttekt­ina.

Í umfjöllun blaðs­ins segir að DV og dv.is fái fall­einkun í úttekt­inni og höf­undar hennar leggi til að rit­stjórn­ar­stefna DV verði end­ur­skoð­uð. Nauð­syn­legt sé að orðið sann­girni sé að finna í rit­stjórn­ar­stefnu mið­ils­ins og nauð­syn­legt þykir að færa hana „nær því hlut­verki sem fjöl­miðlar geta og eiga að sinna, sem er miðlun upp­lýs­inga á sann­gjarnan og hlut­lausan hátt til almenn­ings“. Áber­andi hafi verið hjá álits­gjöfum að þeir telji DV hafa dregið fólk í dilka á und­an­förnum árum. Sumum hafi verið hampað en aðrir fengið fyrir ferð­ina.

Orð­spor og ímynd mið­ils­ins meðal almenn­ings er sam­kvæmt úttekt­inni mjög slæm. For­tíð­ar­draugar fylgi miðl­inum bæði hjá almenn­ingi og starfs­fólki.

Auglýsing

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None