Adolf Ingi stofnar útvarpsstöð fyrir erlenda ferðamenn

14050620829-48467e93f5-z-1.jpg
Auglýsing

Íþrótta­f­rétta­mað­ur­inn Adolf Ingi Erlings­son vinnur nú að stofnun nýrrar útvarps­stöðvar á Íslandi, sem verður ætluð erlendum ferða­mönn­um. Adolf Ingi hefur stofnað einka­hluta­fé­lag utan um rekst­ur­inn ­sem fékk út­hlutað útvarps­leyfi í vik­unni, en nýja útvarps­stöðin kemur til með að heita Radio Iceland FM.

Adolf Ingi hefur und­an­farna mán­uði unnið að stofnun útvarps­stöðv­ar­inn­ar, eða allt frá því að hug­myndin kvikn­aði. "Systir mín kom keyr­andi frá Höfn í Horna­firði norður til Akur­eyrar í sum­ar, þar sem við vorum í sum­ar­bú­stað fjöl­skyld­unn­ar. Þegar hún var komin norður sagði hún: „Veistu hvað vant­ar? Það vantar útvarps­stöð fyrir ferða­menn­ina!“ Þar með kvikn­aði hug­mynd­in, sem hljóm­aði ágæt­lega til að byrja með, en svo eftir því sem við ræddum þetta meira þá fannst okkur hún alltaf bara verða betri og betri,“ segir Adolf Ingi í sam­tali við Kjarn­ann.

Á útvarps­stöð­inni verður í boði fræðsla, skemmtun og fréttir á klukku­tíma fresti, að sögn Adolfs Inga, en allt efni verður á ensku og þá verður ein­vörð­ungu spiluð íslensk tón­list. Þá verða búnir til sér­stakir þættir fyrir mis­mun­andi svæði og staði á Íslandi sem eru áhuga­verðir fyrir ferða­menn að heim­sækja.

Auglýsing

Einkennismerki nýju útvarpsstöðvarinnar. Ein­kenn­is­merki nýju útvarps­stöðv­ar­inn­ar.

Mikið ævin­týri og mjög metn­að­ar­fullt verk­efniAd­olf Ingi á í við­ræðum við efn­aðan fjár­festi í ferða­þjón­ustu um aðkomu hans að verk­efn­inu, sem kostar nokkra tugi millj­óna að hans sögn. Nú stendur yfir leit að heppi­legu hús­næði undir starf­sem­ina og manna­ráðn­ingar eru komnar á fullt, en Adolf Ingi gerir ráð fyrir sjö til átta stöðu­gildum til að byrja með. Þá eru sömu­leiðis hafin kaup á nauð­syn­legum tækja­bún­aði.

„Þetta er heil­mikið ævin­týri og mjög metn­að­ar­fullt verk­efni. Við ætl­u­m að ná til ferða­manna þar sem þeir eru að ferð­ast um landið á bíla­leigu­bíl­unum eða sínum einka­bíl­um, og þess vegna þarf að byggja upp dreifi­kerfi fyrir stöð­ina og það kostar tugi millj­óna króna. Til að byrja með reikna ég með að vera með fimmtán senda víðs­vegar um landið og það hefur bara held ég engin útvarps­stöð farið í jafn loftið með jafn mikla dreif­ingu og við stefnum að til að byrja með. Ég held að bara Rás 2, Rás 1 og Bylgjan séu með meiri dreif­ing­u.“

Adolf Ingi stefnir að því að útvarps­stöðin hefji útsend­ingar 1. febr­úar næst­kom­andi ef allt gangi að ósk­um. „Þetta er stórt dæmi, og miklu stærra dæmi en maður gerði sér grein fyrir til að byrja með. En það er með þetta eins og allt ann­að, eins og að ráð­ast í fram­kvæmdir heima hjá sér eða byggja sum­ar­bú­stað, ef maður hefði gert sér grein fyrir umfangi verk­efn­is­ins áður en maður fór af stað, þá hefði maður trú­lega aldrei farið af stað,“ segir Adolf Ingi og hlær.

Til að byrja með munu útsend­ingar Radio Iceland nást á Suð­vest­ur­horni lands­ins, á Suð­ur­landi austur á Höfn, á Egils­stöð­um, Húsa­vík, í Eyja­firði, Skaga­firði og Borg­ar­nesi og yfir á suð­ur­strönd Snæ­fells­ness.

Spenn­andi tæki­færi fyrir fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustuAd­olf Ingi hefur miklar vænt­ingar til nýju útvarps­stöðv­ar­inn­ar, en tekjur henn­ar verða byggðar á aug­lýs­inga­sölu og seldum umfjöll­un­um. „Ég held að þetta sé mjög spenn­andi kostur fyrir aðila í ferða­þjón­ustu, því þarna gefum við þeim leið til að ná til ferða­manna á meðan þeir eru hér á landi. Það hefur verið vanda­mál í mark­aðs­setn­ingu að ná til ferða­mann­anna, því að þegar þeir koma til lands­ins þá eru þeir svo­lítið týnd­ir. Stór hluti þeirra ferð­ast um landið á eigin veg­um, á bíla­leigu­bílum og einka­bíl­um, en þar ætlum við að ná til þeirra með útvarps­út­send­ing­um, sem eru sér­stak­lega ætl­aðar fyrir þá,  til að vekja áhuga þeirra á landi og þjóð, fræða þá og síðan er þetta hrein­lega örygg­is­tæki lík­a,“ segir Adolf Ingi.

„Það hefði til dæmis munað tölu­verðu að hafa svona útvarps­stöð til að ná til erlendra ferða­manna þegar eld­gosið í Holu­hrauni skall á, þá hefði verið hægt að nota þennan ventil til að vara þá við. Eins lík­a þegar það eru við­var­anir út af veðri, flóðum eða hverju sem er. Þarna eiga þeir að geta fengið upp­lýs­ingar um allt sem þá varðar um.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None