Adolf Ingi stofnar útvarpsstöð fyrir erlenda ferðamenn

14050620829-48467e93f5-z-1.jpg
Auglýsing

Íþrótta­f­rétta­mað­ur­inn Adolf Ingi Erlings­son vinnur nú að stofnun nýrrar útvarps­stöðvar á Íslandi, sem verður ætluð erlendum ferða­mönn­um. Adolf Ingi hefur stofnað einka­hluta­fé­lag utan um rekst­ur­inn ­sem fékk út­hlutað útvarps­leyfi í vik­unni, en nýja útvarps­stöðin kemur til með að heita Radio Iceland FM.

Adolf Ingi hefur und­an­farna mán­uði unnið að stofnun útvarps­stöðv­ar­inn­ar, eða allt frá því að hug­myndin kvikn­aði. "Systir mín kom keyr­andi frá Höfn í Horna­firði norður til Akur­eyrar í sum­ar, þar sem við vorum í sum­ar­bú­stað fjöl­skyld­unn­ar. Þegar hún var komin norður sagði hún: „Veistu hvað vant­ar? Það vantar útvarps­stöð fyrir ferða­menn­ina!“ Þar með kvikn­aði hug­mynd­in, sem hljóm­aði ágæt­lega til að byrja með, en svo eftir því sem við ræddum þetta meira þá fannst okkur hún alltaf bara verða betri og betri,“ segir Adolf Ingi í sam­tali við Kjarn­ann.

Á útvarps­stöð­inni verður í boði fræðsla, skemmtun og fréttir á klukku­tíma fresti, að sögn Adolfs Inga, en allt efni verður á ensku og þá verður ein­vörð­ungu spiluð íslensk tón­list. Þá verða búnir til sér­stakir þættir fyrir mis­mun­andi svæði og staði á Íslandi sem eru áhuga­verðir fyrir ferða­menn að heim­sækja.

Auglýsing

Einkennismerki nýju útvarpsstöðvarinnar. Ein­kenn­is­merki nýju útvarps­stöðv­ar­inn­ar.

Mikið ævin­týri og mjög metn­að­ar­fullt verk­efniAd­olf Ingi á í við­ræðum við efn­aðan fjár­festi í ferða­þjón­ustu um aðkomu hans að verk­efn­inu, sem kostar nokkra tugi millj­óna að hans sögn. Nú stendur yfir leit að heppi­legu hús­næði undir starf­sem­ina og manna­ráðn­ingar eru komnar á fullt, en Adolf Ingi gerir ráð fyrir sjö til átta stöðu­gildum til að byrja með. Þá eru sömu­leiðis hafin kaup á nauð­syn­legum tækja­bún­aði.

„Þetta er heil­mikið ævin­týri og mjög metn­að­ar­fullt verk­efni. Við ætl­u­m að ná til ferða­manna þar sem þeir eru að ferð­ast um landið á bíla­leigu­bíl­unum eða sínum einka­bíl­um, og þess vegna þarf að byggja upp dreifi­kerfi fyrir stöð­ina og það kostar tugi millj­óna króna. Til að byrja með reikna ég með að vera með fimmtán senda víðs­vegar um landið og það hefur bara held ég engin útvarps­stöð farið í jafn loftið með jafn mikla dreif­ingu og við stefnum að til að byrja með. Ég held að bara Rás 2, Rás 1 og Bylgjan séu með meiri dreif­ing­u.“

Adolf Ingi stefnir að því að útvarps­stöðin hefji útsend­ingar 1. febr­úar næst­kom­andi ef allt gangi að ósk­um. „Þetta er stórt dæmi, og miklu stærra dæmi en maður gerði sér grein fyrir til að byrja með. En það er með þetta eins og allt ann­að, eins og að ráð­ast í fram­kvæmdir heima hjá sér eða byggja sum­ar­bú­stað, ef maður hefði gert sér grein fyrir umfangi verk­efn­is­ins áður en maður fór af stað, þá hefði maður trú­lega aldrei farið af stað,“ segir Adolf Ingi og hlær.

Til að byrja með munu útsend­ingar Radio Iceland nást á Suð­vest­ur­horni lands­ins, á Suð­ur­landi austur á Höfn, á Egils­stöð­um, Húsa­vík, í Eyja­firði, Skaga­firði og Borg­ar­nesi og yfir á suð­ur­strönd Snæ­fells­ness.

Spenn­andi tæki­færi fyrir fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustuAd­olf Ingi hefur miklar vænt­ingar til nýju útvarps­stöðv­ar­inn­ar, en tekjur henn­ar verða byggðar á aug­lýs­inga­sölu og seldum umfjöll­un­um. „Ég held að þetta sé mjög spenn­andi kostur fyrir aðila í ferða­þjón­ustu, því þarna gefum við þeim leið til að ná til ferða­manna á meðan þeir eru hér á landi. Það hefur verið vanda­mál í mark­aðs­setn­ingu að ná til ferða­mann­anna, því að þegar þeir koma til lands­ins þá eru þeir svo­lítið týnd­ir. Stór hluti þeirra ferð­ast um landið á eigin veg­um, á bíla­leigu­bílum og einka­bíl­um, en þar ætlum við að ná til þeirra með útvarps­út­send­ing­um, sem eru sér­stak­lega ætl­aðar fyrir þá,  til að vekja áhuga þeirra á landi og þjóð, fræða þá og síðan er þetta hrein­lega örygg­is­tæki lík­a,“ segir Adolf Ingi.

„Það hefði til dæmis munað tölu­verðu að hafa svona útvarps­stöð til að ná til erlendra ferða­manna þegar eld­gosið í Holu­hrauni skall á, þá hefði verið hægt að nota þennan ventil til að vara þá við. Eins lík­a þegar það eru við­var­anir út af veðri, flóðum eða hverju sem er. Þarna eiga þeir að geta fengið upp­lýs­ingar um allt sem þá varðar um.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None