Fylgi ríkisstjórnarflokka eykst eftir skuldaniðurfellingu

rikisstjorn-1.jpg
Auglýsing

Bæði Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur auka fylgi sitt frá því í októ­ber, sam­kvæmt nýrri skoð­anna­könnun Frétta­blaðs­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fer úr 30,3 pró­sentum 32,9 pró­senta fylgi. Það þýðir að flokk­ur­inn myndi fá 22 þing­menn kjörna ef kosið væri nú, eða þremur fleiri en í síð­ustu alþing­is­kosn­ing­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir örlítið við sig á milli kann­anna. Hann mæld­ist með 8,7 pró­senta fylgi í októ­ber en fengi nú 12,8 pró­sent. Flokk­ur­inn er langt frá kjör­fylgi sínu því hann fékk 24,4 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Þing­mönnum hans myndi því fækka úr 19 í níu ef kosið yrði nú.

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir kynntu nið­ur­stöðu Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, aðgerð­ar­á­ætl­unar hennar í skulda­málum þeirra heim­ila sem voru með verð­tryggð lán, í byrjun síð­ustu viku. Leið­rétt­ingin var stærsta kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Sam­fylk­ingin næst stærsti flokk­ur­innSam­kvæmt könnun Frétta­blaðs­ins yrði Sam­fylk­ingin næst­stærsti flokkur lands­ins ef kosið yrði í dag.Hún fengi 19,2 pró­sent atkvæða og tólf þing­menn, sem er þremur fleiri en í síð­ustu alþing­is­kosn­ing­um.

Björt Fram­tíð fengi 12,5 pró­sent atkvæða, Vinstri-græn 9,7 pró­sent og Píratar 9,2 pró­sent.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None