Ísland tapaði 2-1 fyrir sterkum Tékkum

gylfi.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta tap­aði fyrir Tékkum í kvöld, 2-1, á Doosan leik­vang­inum í Plzen. Tékkar voru mun sterkara liðið allan leik­inn og gerðum Íslend­ingum lífið leitt með stífri pressu. Íslenska lið­inu gekk illa að halda bolt­anum innan liðs­ins, en byrj­uðu leik­inn þó vel og komust yfir með marki Ragn­ars Sig­urðs­sonar á 9. mín­útu leiks­ins.

Eftir það pressuðu Tékkar stíft það sem eftir var af fyrri hálf­leiknum og tókst að jafna á síð­ustu mín­útu fyrri hálf­leiks með skalla frá Pavel Kader­á­bek. Ísland fékk síðan á sig skelfi­legt sjálfs­mark á 61. mín­útu þegar bolt­inn fór af Jóni Daða Böðv­ars­syni, í Hannes Þór Hall­dórs­son mark­vörð og þaðan í net­ið.

Gylfi Sig­urðs­son var nærri búinn að jafna fyrir Ísland en skot hans fór í stöng­ina. Jóhann Berg Guð­munds­son fékk síðan algjört dauða­færi undir lok leiks­ins en Petr Cech, vara­mark­vörður Chel­sea, sá við hon­um.

Auglýsing

Ísland er nú í 2. sæti rið­ils­ins á eftir Tékkum með 9 stig, en Tékkar hafa fullt hús stiga, 12 stig. Hol­lend­ing­ar, sem unnu Letta í dag 6-0, eru í þriðja sæt­inu með 6 stig.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None