Ætla að flýta nýrri umferðargjaldtöku og lækka framlög til stjórnmálaflokka

Umfang aðgerða sem ríkisstjórnin hefur komið með inn í vinnu við fjármálaáætlun felur í sér tekjusókn eða aðhald sem nema á 26 milljörðum króna fyrir næsta ár. Nýju gjaldtökukerfi umferðar verður flýtt, en það er þó enn óljóst hvernig útfærslan verður.

Ríkisstjórnin samþykkti tillögur sem eiga að vinna gegn þenslu og verðbólgu á ríkisstjórnarfundi á miðvikudag.
Ríkisstjórnin samþykkti tillögur sem eiga að vinna gegn þenslu og verðbólgu á ríkisstjórnarfundi á miðvikudag.
Auglýsing

Rík­is­stjórnin sam­þykkti á fundi sínum á mið­viku­dag nokkrar til­lögur sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verð­bólgu í hag­kerf­inu. Þessum til­lögum kom Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra í gær áfram til fjár­laga­nefndar sem vinnur nú að því að leggja loka­hönd á fjár­mála­á­ætlun fyrir þing­lok.

Sagt var frá til­lögum rík­is­stjórn­ar­innar í frétta­til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í gær. Aðgerð­irn­ar, sem eru bæði á tekju- og útgjalda­hlið rík­is­sjóðs, eiga að draga úr halla á rík­is­sjóði hraðar en gert er ráð fyrir í fjár­mála­á­ætlun eins og hún liggur fyrir þing­inu, og segir í til­kynn­ingu stjórn­valda að það sé gert bæði í því skyni að „draga úr þenslu og byggja upp styrk rík­is­sjóðs til að mæta óvæntum áföllum fram­tíð­ar“.

Heild­ar­um­fang til­lagn­anna eru 26 millj­arð­ar, eða um 0,7 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að þessar aðgerðir eigi „að vega á móti þörf fyrir stýri­vaxta­hækk­an­ir“ og að til­lög­urnar verði nánar útfærðar í fjár­laga­frum­varpi fyrir næsta ár.

Nýtt umferð­ar­gjalda­kerfi – enn allt í myrkri um útfærslu

Efst á blaði yfir nýjar og auknar tekjur sem rík­is­stjórnin ætlar sér að sækja er flýt­ing inn­leið­ingar á nýju gjald­töku­kerfi í umferð­ar­mál­um. Unnið hefur verið að breyt­ingum á gjald­töku­kerfi umferðar um nokkra hríð og hefur fjár­mála­ráð­herra sagt að ýmsir kostir komi til greina í þeim efn­um.

Auglýsing

Bjarni ræddi þessi mál meðal ann­ars í sam­­tölum við Kjarn­ann síðla á síð­­asta ári. Þar nefndi hann sjálf­­virkn­i­­lausnir og tolla­hlið á meðal val­­kosta þegar kæmi að gjald­­töku af umferð. „Þar koma margir kostir til greina, eins og við sjáum bara í öðrum lönd­­­um. Það er hægt að lesa af mæl­um, það er hægt að vera með toll­hlið, það er hægt að nota sjálf­­­virkn­i­­­lausnir og fleira. Þetta er eitt­hvað sem við ætlum að taka til skoð­unar og hrinda í fram­­­kvæmd,“ sagði Bjarni.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck.

Kjarn­inn hefur óskað eftir frek­ari upp­lýs­ingum frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu um hvort búið sé að taka ákvarð­anir um fyr­ir­komu­lag nýrrar gjald­töku á umferð, en í til­kynn­ingu stjórn­valda er talað um að unnið sé „að inn­leið­ingu ein­fald­ara og skil­virkara tekju­öfl­un­ar­kerfi, sem sam­ræm­ist þörf á áfram­hald­andi útgjöldum við nýfram­kvæmd­ir, við­hald og rekstur vega­kerf­is­ins“.

Óljóst er af til­kynn­ingu stjórn­valda hversu miklar nýjar tekjur eiga að koma inn með nýju fyr­ir­komu­lagi tekju­öfl­unar af bíla­um­ferð.

Skattar hækk­aðir á áfengi og tóbak í frí­höfn­inni

Á tekju­hlið­inni ætlar rík­is­stjórnin inn­leiða nokkrar sér­tækar gjalda­breyt­ingar og það sem er efst á blaði í þeim efnum er að til stendur að lækka afslátt­inn af áfeng­is­gjaldi og tóbaks­gjaldi í frí­höfn­inni frá því sem nú er. Fleiri krónur af hverri seldri vín­flösku í Leifs­stöð munu því renna til rík­is­ins. Óljóst er hvað þetta á að skila mörgum krónum í rík­is­kass­ann á árs­grund­velli.

Afslættir af áfengis- og tóbaksgjöldum í Fríhöfninni verða lækkaðir, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

Rík­is­stjórnin leggur einnig til að fyr­ir­komu­lag og umfang verð­mæta­gjalds vegna sjó­kvía­eldis verði end­ur­skoðað og að vara­flug­valla­gjald verði lagt á. Einnig er fyr­ir­hugað að frá og með árinu 2024 og verði ráð­ist í „tekju­öflun af ferða­mönnum í sam­ráði við ferða­þjón­ust­una sam­hliða áfram­hald­andi inn­viða­upp­bygg­ingu og álags­stýr­ingu í tengslum við vax­andi straum ferða­manna til lands­ins“ eins og það er orðað í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Á tekju­hlið­inni stendur einnig til að upp­færa krónu­tölu­gjöld með nýrri áætlun um verð­lags­þró­un, en þau eiga ekki að hækka umfram hana.

Ferða­kostn­aður rík­is­ins og fram­lög til stjórn­mála­flokka lækka

Á útgjalda­hlið­inni er efst á blaði að til stendur að lækka ferða­kostnað rík­is­ins var­an­lega, en um er að ræða 640 milljón króna lækkun sam­kvæmt til­kynn­ingu stjórn­valda. „Dregið hefur úr þörf á ferða­lögum í sam­ræmi við lofts­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins og í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Einnig leggur rík­is­stjórnin til að aðhald mál­efna­sviða verði tíma­bundið á árinu 2023 í sam­ræmi við for­sendur fjár­laga árs­ins 2022, að því frá­töldu að ekk­ert aðhalds­mark­mið verði sett fyrir heil­brigð­is- og öldr­un­ar­stofn­an­ir.

Auglýsing

„Þannig verði almennt aðhald 2% utan þeirra liða sem van­inn er að und­an­skilja en 0,5% á fram­halds- og háskóla. Engin aðhalds­krafa er sett á bóta­kerfi almanna­trygg­inga og atvinnu­leys­is, sjúkra­trygg­ingar og dóm­stóla, að við­bættum heil­brigð­is- og öldr­un­ar­stofn­un­um,“ sam­kvæmt til­kynn­ingu stjórn­valda.

Rík­is­stjórnin leggur einnig til að nýju útgjalda­svig­rúmi sem gert er ráð fyrir í fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­á­ætlun verði frestað og að almennt útgjalda­svig­rúm mál­efna­sviða árið 2023 verði 2,1 millj­arðar króna, í stað áforma um 4,1 millj­arð króna. Áformað svig­rúm verði síðan fært aftur inn í ramma mál­efna­sviða næstu tvö árin. 

Nokkrar aðrar breyt­ingar eru svo lagðar til. Þar á meðal er frestun á „nokkrum“ ótil­greindum útgjalda­málum fram til árs­ins 2024 og lækkun á fram­lögum til stjórn­mála­flokka. Sam­kvæmt svari frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu stendur til að lækka fram­lögin um 5 pró­sent og festa þau við krónu­tölu en ekki vísis­tölu. Í fyrra runnu alls 728,2 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði til stjórn­mála­flokka.

Einnig ætla stjórn­völd að hliðra helm­ingi sér­staks eins millj­arðs króna við­bót­ar­fram­lags til menn­ingar mála vegna árs­ins 2023 til árs­ins 2024, sem þýðir að 500 millj­óna fram­lag mun koma til á hvoru ári.

Sumum fjár­fest­ingum seinkað

Rík­is­stjórnin ætlar svo einnig að end­ur­skoða fjár­fest­ing­ar­á­form hins opin­bera, að sögn „einkum til þess að end­ur­spegla betur mat á þörf fyrir við­bótar fjár­veit­ingar á næsta ári“.

„Að und­an­förnu hafa til­tekin fjár­fest­ing­ar­verk­efni dreg­ist frá því sem áætl­anir gáfu til kynna m.a. þar sem fram­kvæmda­geta hefur reynst minni. Þá er gert ráð fyrir að hliðra verká­föngum aftur um eitt ár í ein­hverjum til­fellum þar sem færi gefst á að afla hag­stæð­ari til­boða síðar í ljósi stöð­unnar á bygg­inga­mark­að­i,“ segir um þetta í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent