Ætla ekki að leggja niður gistináttaskatt til frambúðar

Stefnt er að því að framlengja niðurfellingu á gistináttaskatti í tvö ár í viðbót, og innheimta hann ekki aftur fyrr en 2024. SAF vill að hann verði aflagður með öllu en fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til þess.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið telur ekki til­efni til að leggja niður gistin­átta­skatt til fram­búð­ar. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem ráðu­neytið hefur sent Alþingi með sam­an­tekt um umsagnir sem bár­ust um band­orm vegna fjár­laga­frum­varps árs­ins 2022 og við­brögð þess við þeim.

Í band­orm­inum – frum­varpi til breyt­inga á ýmsum lögum vegna fjár­laga­frum­varps næsta árs – er lagt til að gistin­átta­skatt­ur, sér­­stakt gjald sem leggst ofan á hverja selda ein­ingu næt­­ur­g­ist­ing­­ar, verði ekki inn­­heimtur fyrr en árið 2024. 

Skatt­­ur­inn var fyrst tek­inn upp árið 2012 og hefur þann til­­­gang að afla tekna til að stuðla að upp­­­bygg­ingu, við­haldi og verndun fjöl­­sóttra ferða­­manna­­staða, frið­­lýstra svæða og þjóð­­garða. Skatt­­ur­inn er nú 300 krónur fyrir hverja selda ein­ingu næt­­ur­g­ist­ingar á Íslandi. Áður en kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn skall á í upp­­hafi árs 2020 hafði verið gert ráð fyrir því að skatt­­ur­inn skil­aði yfir 1,2 millj­­örðum króna í rík­­is­­sjóð.

En svo kom veiran og lét á sér kræla. Skatt­­ur­inn var felldur niður tíma­bundið í einum af fyrstu aðgerða­­pökk­unum til þess að mæta efna­hags­­legum áhrifum veirunn­­ar. Skatt­­ur­inn átti hins vegar að óbreyttu að taka gildi á ný þann 1. jan­úar 2022, en það mun ekki ger­ast, sam­­kvæmt fyr­ir­ætl­­unum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar.

Ríkið verður af 1,9 millj­örðum næstu tvö ár

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar (SAF) lögðu til í umsögn sinni um frum­varpið að gistin­áta­skattur yrði felldur niður til fram­búð­ar. 

Í umsögn sam­tak­anna sögðu þau að engin rök mæli með end­ur­upp­töku skatts­ins. „Gistin­átta­skattur er slæm leið til inn­heimtu gjalds af ferða­mönnum af ýmsum ástæð­um, m.a. vegna þess hve ójafnt hann leggst á selj­endur gist­ingar og skekkir því sam­keppni. Af sömu ástæðum leggst gistin­átta­skattur einnig ójafnt á ferða­menn og upp­fyllir því alls ekki mark­mið lög­gjafans með álagn­ingu skatts­ins.“

Auglýsing
Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins segir að með fram­lengdri frestun á end­ur­upp­töku skatts­ins lækki skatt­tekjur rík­is­sjóðs um 860 millj­ónir króna á næsta ári og 1.030 millj­ónir króna á árinu 2023. Því er verið að færa þeim sem eiga undir venju­legum kring­um­stæðum að borga hann tæp­lega 1,9 millj­arða króna í skatta­af­slátt á tveggja ára tíma­bil­i. 

í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar kemur fram að sam­hliða end­ur­reisn ferða­þjón­ust­unnar verði fyr­ir­komu­lag gjald­töku í grein­inni tekið til skoð­un­ar. „Horft verði til þess að breikka skatt­stofn­inn og tryggja jafn­ræði aðila á mark­aði. Þá verði unnið að breyt­ingum á fyr­ir­komu­lagi gistin­átta­skatts í sam­vinnu við grein­ina og sveit­ar­fé­lögin með það að mark­miði að sveit­ar­fé­lögin njóti góðs af gjald­tök­unni. Með vísan til þessa og þar sem lögð er til fram­leng­ing á nið­ur­fell­ing­unni um tvö ár í frum­varp­inu telur ráðu­neytið ekki til­efni til frek­ari breyt­inga að svo stödd­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent