Ætla má að innanlandsflug hafi hækkað um 10 prósent á milli ára

Flugfargjöld sem keypt voru með Loftbrú voru um það bil 10 prósentum dýrari í febrúar á þessu ári en í febrúar í fyrra, samkvæmt því sem fram kemur í svari innviðaráðherra við fyrirspurn á þingi.

Frá Reykjavíkurflugvelli.
Frá Reykjavíkurflugvelli.
Auglýsing

Far­gjöld í inn­an­lands­flugi hafa hækkað um u.þ.b. tíu pró­sent frá febr­úar 2021 og þar til í febr­úar á þessu ári, sam­kvæmt því sem fram kemur í skrif­legu svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Jódísi Skúla­dóttur þing­manni Vinstri grænna.

Þing­mað­ur­inn spurði ráð­herr­ann um ýmsa hluti sem varða Loft­brú, hið nýlega úrræði sem veitir íbúum með lög­heim­ili fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í Vest­manna­eyjum 40 pró­sent afslátt af flug­far­gjöldum fyrir allt að sex flug­leggi á ári. Meðal ann­ars spurði Jódís, sem er þing­maður Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, hvort merkja mætti breyt­ingar á flug­far­gjöldum frá því að Loft­brúin kom til sög­unnar árið 2020.

Fyrr­greint mat á verð­breyt­ingum flug­far­gjalda inn­an­lands byggir á tölum frá Vega­gerð­inni um greiðslu­þátt­töku vegna Loft­brú­ar. Í svari ráð­herra segir að vert sé að hafa í huga að elds­neyt­is­verð hafi hækkað mikið frá því að Loft­brúin kom til sög­unn­ar, auk þess sem hafa ætti í huga að verð­sam­an­burð­ur­inn nái ein­ungis til þeirra far­miða sem ríkið tekur þátt í að greiða fyrir í gegnum Loft­brúna.

Auglýsing

Hið síð­ar­nefnda ætti þó ekki að bjaga mynd­ina að ráði, þar sem hægt er að kaupa hvaða flug­miða sem er í gegnum Loft­brúnna – það eina sem breyt­ist er það að ríkið nið­ur­greiðir 40 pró­sent af far­gjald­inu.

Rúm­lega einn flug­leggur á mann á fyrstu 18 mán­uð­unum

Um 60 þús­und manns eiga rétt á því að nýta sér afslátt­ar­far­gjöldin sem hægt er að fá með Loft­brúnni og á hver og einn ein­stak­lingur rétt á því að fá afslátt af sex flug­leggjum á ári.

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna. Mynd: Bára Huld Beck.

Í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn Jódísar segir að notkun Loft­brú­ar­innar sé „stöðugt að aukast“ og að í mars hafi tæp­lega 70 þús­und flug­leggir verið bók­aðir á þeim 18 mán­uðum sem liðnir voru frá því að Loft­brúin fór í loft­ið, eða rúm­lega einn flug­leggur á hvern not­anda.

Í skrif­legu svari ráð­herr­ans segir einnig að ef notk­unin haldi áfram að aukast komi „vel til greina“ að end­ur­skoða þann fjölda flug­leggja sem hver ein­stak­lingur geti fengið nið­ur­greidda, en sá fjöldi verði þó ávallt háður fjár­veit­ingum til verk­efn­is­ins, en áætl­aður árlegur kostn­aður við Loft­brúna voru 600 millj­ón­ir, þegar verk­efnið var kynnt í sum­ar­lok 2020. Í fyrra nam kostn­að­ur­inn við Loft­brúna þó ein­ungis 367 millj­ón­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent