Greiðslur úr ríkissjóði bjargvættur bókaútgáfu en meira hafi mátt renna til höfunda

Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að skoða þurfi gaumgæfilega hvort stuðningur ríkisins við bókaútgáfu hafi skilað markmiði sínu. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir markmiðum laga um stuðninginn svo sannarlega hafa verið náð.

Ragnheiður Tryggvadóttir, framvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
Ragnheiður Tryggvadóttir, framvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands og Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
Auglýsing

Fara þarf gaum­gæfi­lega yfir hvaða áhrif end­ur­greiðsla kostn­aðar vegna útgáfu bóka á íslensku hefur haft á íslenska bóka­út­gáfu að mati Ragn­heiðar Tryggva­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Rit­höf­unda­sam­bands Íslands, en sú vinna stendur nú yfir hjá sam­band­inu. Heiðar Ingi Svans­son, for­maður Félags íslenskra bóka­út­gef­enda segir aftur aftur á móti að end­ur­greiðsl­urnar sem voru lög­festar árið 2019 hafi ótví­rætt haft jákvæð áhrif og hrein­lega bjargað íslenskum bóka­mark­aði.

Kjarn­inn fjall­aði á dög­unum um end­ur­greiðsl­urnar sem hófust árið 2019 eftir að lög um stuðn­ing við útgáfu bóka á íslensku voru sam­þykkt á Alþingi. Mark­mið lag­anna er að efla íslenska bóka­út­gáfu með því að veita bóka­út­gef­endum stuðn­ingin í formi end­ur­greiðslu á allt að fjórð­ungi kostn­aðar við útgáfu. Lögin verða end­ur­skoðuð fyrir lok lok næsta árs en þar að auki skal ráð­herra láta gera úttekt á árangri stuðn­ings­ins fyrir lok þessa árs.

Þessar end­ur­greiðslur námu á fjórða hund­rað millj­óna króna bæði í fyrra og í hitti­fyrra en upp­hæðin var öllu lægri árið 2019, enda hafa útgef­endur níu mán­uði til þess að sækja um end­ur­greiðslu eftir að bók kemur út. Þar sem upp­hæð end­ur­greiðsl­unnar fer eftir kostn­aði við útgáfu fá þau verk hæstu end­ur­greiðsl­una sem bera mestan kostn­að. Sund­ur­liðað eftir útgjalda­liðum fá útgef­endur mest end­ur­greitt fyrir prent­kostn­að. Því er ljóst að þær bækur sem eru prent­aðar í stórum upp­lögum fá hæstar end­ur­greiðsl­ur, enda raða þekktir met­sölu­titlar sér í mörg af efstu sætum þeirra bóka sem fengið hafa hæstu end­ur­greiðsl­urnar á síð­ustu árum.

Vill að höf­undar fái meira í sinn hlut

Því hljóta ein­hverjir að spyrja sig: „Á ríkið að borga undir útgáfu met­sölu­bóka?“ Þetta er ein af þeim spurn­ingum sem Ragn­heiður Tryggva­dóttir segir Rit­höf­unda­sam­bandið vera með til skoð­un­ar.

„Við erum í þeirri vinnu að fara gaum­gæfi­lega yfir þetta og við erum með alls­konar svona spurn­ingar eðli­lega. Við erum ekki komin svo langt í ferl­inu að geta sagt til um hvort þetta sé endi­lega slæmt, að bók sem að hvort eð er selst svona mikið fái þetta háa end­ur­greiðslu því við þurfum nátt­úr­lega líka að skoða hvort það komi ein­hverju öðru til góðs. En vissu­lega, það er ekk­ert leynd­ar­mál að menn vilja reikna það dæmi mjög vel.“ segir Ragn­heið­ur.

Auglýsing

Hún bendir í kjöl­farið á hversu gagn­sætt kerfið er. Útgef­endur gefa upp sinn kostnað og fá svo allt að fjórð­ung hans end­ur­greidd­an. Hún segir engu að síður nauð­syn­legt að skoða það gaum­gæfi­lega hvort end­ur­greiðsl­urnar hafi skilað mark­miði sínu sem er að auka og bæta bóka­út­gáfu.

Spurð að því hvort end­ur­greiðsl­urnar hafi skilað sér til höf­unda segir Ragn­heiður þær hafa gert það að litlu leyti. „Höf­undur fær 45 pró­sent hlut af greiðslu til útgef­and­ans frá íslenska rík­inu vegna end­ur­greiddra höf­und­ar­launa fyrir við­kom­andi verk. Þannig að bóka­út­gef­and­inn fær 25 pró­sent af áætl­uðum höf­und­ar­launum til baka frá rík­inu og af þessum pen­ing­um, af þessum 25 pró­sentum borgar hann höf­und­inum innan við helm­ing – 45 pró­sent.“

Spurð að því hvort ekki megi kalla þetta kjara­bót fyrir höf­unda segir Ragn­heið­ur: „Já, en mjög langt frá því að vera það sem við vild­um. Okkur finnst í raun­inni að þetta eigi bara að skila sér til höf­unda.“

„Fjöl­breytt bóka­út­gáfa gagn­ast les­end­um.“

Fram kom í grein­ar­gerð sem fylgdi laga­frum­varp­inu um stuðn­ing­inn þegar það var lagt fram að end­ur­greiðsl­urnar ættu að geta leitt af sér lækkun á bóka­verði. Ragn­heiður segir það ekki hafa tek­ist. Lækkun bóka­verðs myndi heldur ekki endi­lega gagn­ast höf­und­um. „Það myndi út af fyrir sig ekki koma höf­undum neitt sér­stak­lega vel því höf­und­ar­laun eru greidd sem pró­senta af heild­sölu­verði bók­ar,“ segir Ragn­heiður og bætir því við að höf­und­arnir sjálfir hafi ekki kallað sér­stak­lega eftir því að bóka­verð myndi lækka. „Nema ef hægt væri að setja dæmið þannig upp að það myndi auka söl­una svo mik­ið, því það er aukin sala sem skilar sér í vasa höf­und­anna.“

Spurð að því hvort end­ur­greiðsl­urnar hafi þar af leið­andi ekki gagn­ast les­endum að neinu marki segir Ragn­heiður ekki geta gefið já eða nei svar. „Ef þú hugsar þetta þannig að þetta eigi að gagn­ast bóka­út­gáfu í heild sinni og þar með auð­velda útgáfu á bókum sem kannski yrðu ekki gefnar út, þá auð­vitað gagn­ast þetta les­endum því fjöl­breytt bóka­út­gáfa gagn­ast les­end­um.“

Til þess að meta árang­ur­inn þurfi því að fara í saumana á því hvernig end­ur­greiðsl­urnar hafa skilað sér og segir Ragn­heiður þá vinnu standa yfir.

„Það hefur tek­ist að bjarga þess­ari grein“

Heiðar Ingi Sig­urðs­son, for­maður Félags íslenskra bóka­út­gef­enda segir það aftur á móti skýrt að stuðn­ing­ur­inn hafi bjargað íslenskri bóka­út­gáfu. Hann segir að þegar lögin voru sett hafi staðið yfir mikið sam­drátt­ar­skeið í sölu bóka hér á landi. „Það hefur tek­ist að bjarga þess­ari grein, það hefur verið vöxtur síðan að lögin voru sett. Veltan var 2,4 millj­arðar árið 2018, sam­kvæmt Hag­stof­unni, og í fyrra 4,1 millj­arð­ur, sem þýðir að já, það hefur tek­ist svo um mun­ar.“

Hann segir að í kjöl­far þess að stuðn­ingi hafi verið komið á hafi fjöl­breytni í bóka­út­gáfu einnig aukist, bæði hvað varðar útgáfu­form, til dæmis hafi fleiri raf­bækur og hljóð­bækur komið út á síð­ustu árum, en einnig nefnir hann sér­stak­lega barna­bæk­urn­ar. „Út­gáfan er alla­vega miklu blóm­legri og fjöl­breytnin meiri heldur en áður, eðli­lega.“

Heiðar bendir á að hlut­fallið af stuðn­ingi nemi um níu pró­sentum af veltu í grein­inni, sumum kunni að finnst það lágt hlut­fall en öðrum að ríkið eigi alls ekki að standa í slíkum styrkt­ar­greiðsl­um. „Auð­vitað er alltaf hægt að spyrja sig hvort ríkið eigi að styðja menn­ingu og listir og hvernig eigi að gera það og hvernig því sé best komið fyr­ir. Ég held að nið­ur­staðan sé sú, almennt séð, að þessi aðferð sem beitt er á kvik­mynd­ir, tón­list og bóka­út­gáfu sé góð.“

Telur bóka­verð ekki hafa haldið í við verð­bólgu

Spurður út í það hvort nauð­syn­legt sé að styðja við bakið á útgáfu met­sölu­bóka segir Heiðar erfitt að svara því ját­andi eða neit­andi. „Þá getur maður spurt sig, hvaða aðferð væri betur til þess fallin að ná sama árangri? Hugs­unin í þessu öllu er að þetta er almenn aðgerð, að þetta sé almennur stuðn­ing­ur,“ segir Heiðar og bendir á að núver­andi fyr­ir­komu­lag sé gagn­sætt sem skiptir máli.

„Ramm­inn er alveg skýr, það er ekki verið að flokka bækur eftir efn­is­tök­um, inni­haldi sölu­mögu­leikum og svo fram­veg­is,“ segir Heið­ar. „Ef þú ætlar að flokka bækur þannig þá ertu búinn að skemma hag­fræði­legu rök­in. Hag­fræði­legu rökin eru þau að svo fram­ar­lega sem þú gefur út bók og hún upp­fyllir þau skil­yrði sem eru sett, sem eru almenn og gegn­sæ, þá færðu end­ur­greiðslu.“

Líkt og áður segir var í grein­ar­gerð með frum­varp­inu talað um að verð bóka ætti að geta lækkað eftir inn­leið­ingu á end­ur­greiðsl­un­um. Heiðar seg­ist ekki hafa skoðað þetta atriði ofan í kjöl­inn en telur að þetta mark­mið hafi náðst. „Ef þú skoðar verð bóka eða þróun á verði bóka í sam­an­burði við almennar verð­hækk­an­ir, ef þú skoðar verð­bólgu og tekur verð­bólgu­þróun inn í þetta, þá tel ég að verð bóka hafi hlut­falls­lega lækkað und­an­farin ár,“ segir hann og bætir við að þarna hafi end­ur­greiðslan hjálpað til við að halda aftur af verð­hækk­un­um.

Hvað höf­undana varð­ar, þá telur Heiðar að þessi aðgerð hafi einnig komið þeim til góða. „Hags­munir höf­unda eru bein­tengdir við hags­muni útgef­enda. Ef að útgefnum bókum fjölgar eða ef veltan eykst eða brans­inn stækkar að umfangi þá eykst ábati höf­unda í hlut­falli við það, það gefur auga­leið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent