Þeim fækkar sem lögregla hefur afskipti af vegna neysluskammta

Lögreglan hafði afskipti af 781 einstaklingi í fyrra vegna neysluskammta og hefur ekki haft afskipti af færri einstaklingum vegna vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota á síðustu tíu árum.

Síðsutu ellefu ár, frá 2010-2021 hafði lögregla afskipti afskipti af 7.513 einstaklingum vegna vörslu neysluskammta. Flest voru tilfellin árið 2014 en fæst í fyrra.
Síðsutu ellefu ár, frá 2010-2021 hafði lögregla afskipti afskipti af 7.513 einstaklingum vegna vörslu neysluskammta. Flest voru tilfellin árið 2014 en fæst í fyrra.
Auglýsing

Lög­regla hafði afskipti af 781 ein­stak­lingi í fyrra vegna vörslu ávana- og fíkni­efna til eigin nota. Það er um 37 pró­sent fækkun frá árinu 2014 þegar lög­regla hafði afskipti af 1.246 ein­stak­lingum vegna neyslu­skammta og hafa aldrei verið fleiri.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Diljár Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um vörslu ávana- og fíkni­efna til eigin nota.

Auglýsing

Síðsutu ell­efu ár, frá 2010-2021 hafði lög­regla afskipti afskipti af 7.513 ein­stak­lingum vegna vörslu neyslu­skammta. Árið 2010 hafði lög­regla afskipti af 721 ein­stak­ling vegna vörslu ávana- og fíkni­efna til eigin nota. Þeim fjölg­aði svo milli ára, voru 929 árið 2011, 1.016 árið 2012, 1.119 árið 2013 og 1.246 árið 2014. Síð­ustu sjö ár hefur lög­reglan haft afskipti af færri vegna vörslu ávana- og fíkni­efna til eigin nota og í fyrra var talan aftur komin niður fyrir 800, þegar lög­regla hafði afskipti af 781 ein­stak­lingi.

Lög­regla hafði í 40 pró­sent til­vika afskipti af sömu ein­stkal­ingum oftar en einu sinni

Á tíma­bil­inu hafði lög­regla í um 40 pró­sent til­vika afskipti af sömu ein­stak­lingum oftar en einu sinni. Þannig hafði lög­regla afskipti af 18 ein­stak­lingum oftar en 20 sinn­um, 147 ein­stak­lingum 10-20 sinnum og 1.453 ein­stak­lingum 3-9 sinn­um. Í flestum til­vik­um, eða 4.515, hafðu lög­regla einu sinni afskipti af við­kom­andi ein­stak­lingi vegna vörslu neyslu­skammta.

Á árunum 2010-20121 var algeng­asta magn ávana- og fíkni­efnis sem lög­regla hald­lagði í hvert skipti af ein­stak­lingi um eitt gramm. Í flestum til­vikum var um að ræða gras (mari­júana), hass, kókaín og MDMA.

Algeng­asta sektin 54 þús­und krónur

Af öllum málum síð­ustu ell­efu ára sem skráð eru í kerfi lög­reglu sem varsla eða með­ferð ávana- og fíkni­efna má sjá að í að með­al­tali 37 pró­sent til­vika lauk afgreiðslu brots­ins með ákæru­með­ferð. Í svari dóms­mála­mála­ráð­herra kemur fram að ein ástæða þess getur verið að ein­stak­lingar hafi einnig verið grun­aður um fleiri brot eða ítrekuð brot.

Á síð­ustu ell­efu árum hefur 36 pró­sent brota, að með­al­tali, lokið með sekt­ar­með­ferð. Algeng­asta sekt­ar­upp­hæðin var 54 þús­und krón­ur. Í svar­inu er bent á að hluti mála frá því í fyrra er enn til afgreiðslu og því megi gera ráð fyrir að ein­hver hluti þeirra mála eigi eftir að fara í ákæru-eða sekt­ar­með­ferð.

Diljá spurði einnig um fjölda færslna í saka­skrá ein­stak­linga voru gerðar frá 2010-2021 vegna vörslu neyslu­skammta en slíkar upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir hjá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara.

Frum­vörp um afglæpa­væð­ingu neyrslu­skammta hafa ekki náð fram að ganga

Hug­mynda­fræði skaða­minn­kunnar og afglæpa­væð­ing neyslu­skammta hefur verið til umræðu síð­ustu ár, umræða þar sem fjallað er um að ekki eigi að refsa fólki fyrir vörslu tak­mark­aðs magns fíkni­efna til eigin nota og að efnin eigi ekki að gera upp­tæk hjá full­orðnu fólki.

Rauði kross­inn hefur boðið upp á skaða­minnk­unar­úr­ræði hér landi frá 2009 þegar Frú Ragn­heið­ur, öruggt neyslu­rými í bíl sem ekur um höf­uð­borg­ar­svæð­ið, tók til starfa. Í mars á þessu ári tók Ylja, fyrsta fær­an­lega neyslu­rýmið til starfa, og sagði verk­efna­stjóri hjá Rauða kross­inum í sam­tali við Kjarn­ann að opnun rým­is­ins end­ur­spegli við­horfs­breyt­ingu á skaða­minnk­un.

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, hefur í tvígang lagt fram frum­vörp um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta sem hafa ekki náð fram að ganga. Svan­dís Svav­ars­dóttir lagði fram frum­varp um afglæpa­væð­ingu neyslu­skammta í apríl 2021 og byggði það að hluta til á vinnu við og umsögnum um frum­varp Hall­dóru og með­flutn­ings­fólks henn­ar.

Frum­varpið varð ekki að lögum en til stóð að end­ur­flytja það með breyt­ingum af Willum Þór Þórs­syni, sem tók við sem heil­brigð­is­ráð­herra eftir kosn­ing­arnar síð­asta haust. Frum­varpið var hins vegar fellt niður af þing­mála­skrá yfir­stand­andi þings í mars. Í svari ráðu­neyt­is­ins til Kjarn­ans vegna ákvörð­un­ar­innar sagði að ráð­herra hefði ákveðið að vinna ða frek­ari útfærslu á frum­varp­inu, meðal ann­ars með því að skil­greina hug­takið neyslu­skammt­ur. Starfs­hópur var skip­aður í febr­úar um verk­efnið og stendur vinna hans nú yfir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent