Blóðmerahópur lýkur störfum – Svandís setur reglugerð um starfsemina til þriggja ára

Starfshópur um blóðmerahald hefur lokið störfum og mun Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setja reglugerð sem heimilar blóðmerahald með auknum skilyrðum til þriggja ára. Samhliða á að velta upp siðferðilegum álitamálum og leggja mat á framhaldið.

Hestar
Auglýsing

Starfs­hópur sem Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra skip­aði til þess að skoða starf­semi, reglu­verk, eft­ir­lit og lög­gjöf varð­andi blóð­mera­hald á Íslandi komst að þeirri nið­ur­stöðu í skýrslu sinni að lagaum­gjörðin um blóð­töku úr fyl­fullum hryssum væri „afar óljós“ og „ekki við­un­andi. Hóp­ur­inn mælti með því að ráð­herra myndi setja reglu­gerð um starf­sem­ina og það ætlar ráð­herra að gera, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá mat­væla­ráðu­neyt­inu.

Stefnan í þessum málum er nú sú að leyfa starf­sem­ina áfram á breyttum for­send­um, en ekki banna hana. Að minnsta kosti í þrjú ár – en reglu­gerð ráð­herra á að gilda í þrjú ár og mun sá tími verða nýttur til þess að leggja mat á fram­tíð starf­sem­inn­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins telur ráð­herra rétt að „efna til sér­stakrar umfjöll­unar um sið­ferði­leg álita­mál tengd starf­sem­inni“ sam­hliða þessu.

Ekki hægt að banna blóð­mera­hald á grund­velli dýra­vel­ferð­ar­laga

Sam­kvæmt starfs­hópnum er ekki hægt að banna blóð­mera­hald á grund­velli núver­andi laga um vel­ferð dýra – og jafn­framt kemur fram að ef banna ætti starf­sem­ina á grund­velli dýra­vel­ferðar þyrfti að líta til jafn­ræðis á milli mis­mun­andi dýra­halds í atvinnu­skyni, en starfs­hóp­ur­inn fór ekki í slíkan sam­an­burð. Auk þess þyrftu að koma til sterk­ari mál­efna­leg sjón­ar­mið, byggð á mögu­legum breyt­ingum á nið­ur­stöðum eft­ir­lits og rann­sókna.

Auglýsing

Í skýrslu hóps­ins segir þó að annar mögu­leiki væri að banna starf­sem­ina á grund­velli óbeinna efna­hags­legra hags­muna, s.s. ímyndar íslenska hests­ins og hugs­an­legra nei­kvæðra áhrifa á hesta­tengda starf­semi í land­inu. Fram kemur að þó væri erfitt að mæla eða sýna fram á slík áhrif, en það væri þó óhjá­kvæmi­legt að gera það áður en ákvörðun yrði tekin um með til­liti til slíkra sjón­ar­miða.

Hert skil­yrði og óháð eft­ir­lit með blóð­bú­skap

Sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins á reglu­gerð ráð­herra um blóð­mera­haldið að gilda til þriggja ára. Í henni verður skýrt kveðið á um hvaða skil­yrði starf­semin þurfi að upp­fylla og jafn­framt að starf­semin sé leyf­is­skyld.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

„Með setn­ingu slíkrar reglu­gerðar yrði hin óljósa rétt­ar­staða þess­arar starf­semi færð til betri veg­ar. Gild­is­tími reglu­gerð­ar­innar verður nýttur til að fylgj­ast með fram­kvæmd starf­sem­innar og leggja mat á fram­tíð henn­ar,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Reglu­gerðin á að byggja á sömu skil­yrðum og Mat­væla­stofnun setur nú um blóð­mera­hald, en starfs­hóp­ur­inn leggur einnig til að þau verði hert og ítar­legri ákvæði sett um aðbúnað og aðstöðu, eft­ir­lit með ástandi hrossa varð­andi heil­brigði, hóf­hirðu og skap­gerð­ar­mat, vinnu­að­ferðir við blóð­tök­una sjálfa og um innra og ytra eft­ir­lit með henni. Einnig taldi starfs­hóp­ur­inn nauð­syn­legt að óháður aðili, eins og til dæmis Til­rauna­stöðin á Keld­um, sann­reyndi mæl­ingar á blóð­bú­skap blóð­töku­mera, að minnsta kosti tíma­bund­ið.

Starfs­hópur skip­aður eftir að mynd­bönd af illri með­ferð dýra birt­ust

Starfs­hóp­ur­inn sem nú hefur lokið störfum var skip­aður í upp­hafi árs­ins, í kjöl­far þess að evr­ópsk dýra­vernd­un­ar­sam­tök mynd­­skeið af slæmri með­­­ferð hrossa á YouTube undir lok síð­­asta árs. Það mál er til rann­sóknar hjá lög­reglu.

Ráð­herra kall­aði eftir til­­­nefn­ingum í starfs­hóp­inn frá Mat­væla­­stofnun og Sið­fræð­i­­stofnun Háskóla Íslands. Iðunn Guð­jóns­dótt­ir, sér­­fræð­ingur í atvinn­u­­vega- og nýsköp­un­­ar­ráðu­­neyt­inu er for­­maður hóps­ins, en hún var skipuð af ráð­herra án til­­­nefn­ing­­ar. Einnig sátu í hópnum þau Sig­ríður Björns­dótt­ir, yfir­­­dýra­læknir í hrossa­­­sjúk­­dómum hjá Mat­væla­­stofn­un og Ólafur Páll Jóns­­son, pró­­fessor í heim­­speki við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent