Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi verið á ótrúlegri siglingu undanfarnar tvær undankeppnir þá áttu fáir von á því að liðið færi með sigur að hólmi þegar það mætti Hollendingum í Amsterdam í gær. Hollenska liðið, sem fékk bronsverðlaun á síðasta heimsmeistaramóti, hafði enda aldrei tapað á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins og tapaði síðast heimaleik í undankeppni fyrir fimmtán árum síðan, þá fyrir Portúgal í undankeppni heimsmeistarmóts.
Það fór þó svo að litla lestin sem gat, íslenska landsliðið, sigraði það hollenska og þarf einungis eitt stig í þremur leikjum til þess að tryggja að liðið komist í fyrsta sinn á lokamót í knattspyrnu karla næsta sumar. Raunar getur farið svo að íslenska liðið verði komið á lokamótið áður en það leikur gegn Kasakstan á sunnudag, fari svo að Holland og Tyrkland geri jafntefli í leik sínum fyrr um daginn.
Íslendingar eru 329 þúsund talsins og í 180. sæti yfir fjölmennustu ríki heims. Hér æfa um 20 þúsund manns knattspyrnu, samkvæmt tölum frá Knattspyrnusambandi Íslands, en í Hollandi er sú fjöldi um 1,2 milljónir manns. Ef/þegar farseðillinn til Frakklands næsta sumar verður tryggður þá mun Ísland skrá sig á spjöld sögunnar sem fámennasta ríki til að leika á lokamóti í knattspyrnu í heimssögunni.
Sigur Íslendinga á Hollendingum, og sú staða sem upp er komin í riðli liðanna, vakti því víðar athygli en bara hér heima á eldfjallaeyjunni. Íslenska landsliðið er umfjöllunarefni á miðlum út um allan heim. Kjarninn tók saman helstu fréttirnar. Hægt er að smella á fyrirsagnirnar til að fara inn í fréttirnar.
Sky Sports: Ísland vinnur, Holland tapar

Reuters: Ísland á brúninni

Politiken: Íslensku hetjurnar rotuðu bronsverðlaunahafanna

NRK: Ísland hefur "sjokkerað" evrópska knattspyrnu

New York Times: EM nálgast fyrir Ísland

The Indian Express: Hollendingar í hættu

The Guardian: Ísland nálægt eftir óvæntan sigur

Expressen: Snilld Íslendinganna

Eurosport: Hörmung Hollendinga blasir við eftir óvæntan sigur Íslands

ESPN: Eru Wales og Ísland að komast á lokamót?

Ekstra Bladet: Ísland nálægt draumalandinu

de Volkskrant: Lélegir Hollendingar

De Telegraaf: Hörmungarbyrjun hjá Blind

Daily Mail: Sammála De Telegraaf

BT: Ballaða og fíaskó

Bleachers report: Nokkuð sterílt allt saman

Bild: Holland mun bara upplifa EM af tjaldsvæðinu

Berlinske: Robben hraunar yfir Martins Indi

BBC: Högg fyrir Hollendinga

Al Jazeera: Umdeilt víti gerir út um leikinn í Amsterdam

Aftonbladet: Lars sem forseta!

Og svo nokkur tweet í lokin frá mönnum sem heita Ruud og hollenska knattspyrnusambandinu:
https://twitter.com/GullitR/status/639519521431232512
https://twitter.com/GullitR/status/639539205895536644
https://twitter.com/RuudLassche/status/639539966427725828
https://twitter.com/HollandOranje/status/639423817576792064