Helle Thorning-Schmidt tilnefnd sem yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna

000-Par6558011.jpg
Auglýsing

Danska rík­is­stjórnin til­nefnd­i í morgun Helle Thorn­ing-Schmidt, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, sem fram­bjóð­anda hennar til þess að taka við starfi yfir­manns Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Til­kynn­ingin kemur á óvart enda tap­aði flokkur Thorn­ing-Schmidt völdum til hægri-blokk­ar­innar í dönskum stjórn­málum eftir kosn­ingar sem fram fóru fyrr á þessu ári. L­ars Løkke Rasmus­sen, for­maður Ven­stre-­flokks­ins, mynd­aði í kjöl­farið minni­hluta­stjórn.

Thorn­ing-Schmidt sagði af sér for­mennsku í danska jafn­að­ar­manna­flokknum í kjöl­far kosn­ing­anna. Lars Løkke Rasmus­sen bauð þennan fyrrum and­stæð­ing sinn síðan fram sem fram­bjóð­anda danskra stjórn­valda í stöðu yfir­manns Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna á blaða­manna­fundi í morg­un. Frá þessu er greint á vef Berl­inske tidende. Þar segir for­sæt­is­ráð­herr­ann að hann muni gera allt sem í valdi hans stendur til að tryggja Thorn­ing-Schmidt stöð­una og að hann muni leita eftir stuðn­ingi ann­arra Evr­ópu­ríkja við til­nefn­ingu henn­ar.

Nýr yfir­maður mun taka við starf­inu 1. jan­úar 2016 en það ætti að liggja fyrir síðar í haust hver mun fá það. Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, mun taka þá ákvörð­un. "Ég vona að hann velji réttu kon­una í starf­ið," sagð­i Løkke Rasmus­sen á blaða­manna­fund­inum í morg­un.

Auglýsing

Tak­ist að tryggja Thorn­ing-Schmidt starfið yrði það í annað sinn sem danskur stjórn­mála­maður myndi gegna því. Poul Hart­ling, sem var for­maður Ven­stre og for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur á átt­unda ára­tugn­um, tók við starf­inu árið 1977 og hlaut frið­ar­verð­laun Nóbels fyrir starf sitt fyrir flótta­menn árið 1981.

Ljóst er að mikið mun mæða á þeim sem hreppir starf yfir­manns Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, enda stendur heim­ur­inn frammi fyrir mesta flótta­manna­vanda sínum síðan í síð­ari heim­styrj­öld­inni. Talið er að um 60 millj­ónir manna hafi flúið heim­ili sín víðs­vegar um heim­inn og stór hluti þess hóps hefst við í flótta­manna­búð­um. Hlut­verk stofn­un­ar­innar er að veita flótta­mönnum heims­ins vernd og aðstoð. Hún var sett á lagg­irnar árið 1951 og höf­uð­stöðvar hennar eru í Genf í Sviss. Upp­haf­lega var til­gangur stofn­un­ar­innar að aðstoða flótta­menn í Evr­ópu eftir síð­ari heim­styrj­öld­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None