Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“

15270158622_be8a872753_z.jpg
Auglýsing

Minni­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis segir að afskipti Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, af rann­sókn leka­máls­ins hafi verið „al­var­leg og í hæsta máta ámæl­is­verð“. Minni­hlut­inn segir að það sé grund­vall­ar­at­riði að Hanna Birna hafi sagt af sér emb­ætti vegna máls­ins og það hljóti að telj­ast ákveðnar lyktir í mál­inu hvað varðar þing­lega og póli­tíska ábyrgð henn­ar.

Minni­hluti nefnd­ar­innar skil­aði af sér skýrslu til þings­ins nú undir kvöld. Hana má lesa í heild sinni hér. 

Gerðar eru alvar­legar athuga­semdir um upp­lýs­inga­gjöf hennar um málið til Alþing­is. „Minni hlut­inn telur að ráð­herra hefði getað svarað spurn­ingum þing­manna varð­andi það hvort minn­is­blað­ið/ sam­an­tektin gæti hafa komið frá ráðu­neyt­inu mun fyrr og með skýr­ari hætti við umfjöllun máls­ins á þingi og upp­lýst að útbúið hefði verið minn­is­blað í ráðu­neyt­inu um málið en að þar hefðu ekki verið þær meið­andi per­sónu­upp­lýs­ingar sem komu fram í fjöl­miðl­u­m.“

Auglýsing

Þegar Hanna Birna hafi sagt í þing­sal að þau gögn um málið sem væru til í ráðu­neyt­inu færu víða, meðal ann­ars til und­ir­stofn­ana ráðu­neyt­is­ins, lög­manna, Rauða kross­ins og fleiri, þá hafi hún verið að ýja að því að starfs­fólk á þessum stöðum auk lög­manna gætu hafa gerst brot­leg gegn þagn­ar­skyldu. „Slíkar yfir­lýs­ingar hljóta að telj­ast alvar­legar af hálfu ráð­herra og meið­andi fyrir hlut­að­eig­andi aðila.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None